Laugardagur, 19. desember 2009
Katrín Júl., Bjarni Ben. og móralska máttleysið
Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra féll fyrir tilhugsun um störf á Suðurnesjum og sá í gegnum fingur sér að þeir sem ætluðu að græða voru annars vegar tryggur flokksbróðir og hins vegar alræmdur útrásarauðmaður. Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins ætlar að ,,sækja inn á miðjuna," samkvæmt Moggaviðtali í dag, einmitt þangað sem Katrín Júlíusdóttir er stödd.
,,Miðjan" í munni íslenskra stjórnmálamanna hefur ekkert með vinstri og hægri að gera. Hugtakið er afsökun fyrir mórölsku máttleysi sem tröllríður húsum íslenskra stjórnmála.
Þjóðin þarf skýrmælta stjórnmálamenn sem taka ótvíræða afstöðu í meginmálum. Er það til of mikils mælst?
Athugasemdir
Ágætis vinkill og pæling hjá þér um stjórnmálin.
Alveg sammála þér að við þurfum skýrmælta stjórnmálamenn og menn sem taka ótvíræða afstöðu í meginmálum og eru ekki í stöðugum popúlisma og tækifærismennsku, sem mér og fleirum hefur einmitt algerlega funndist hafa heltekið Samfylkinguna.
Við þurfum þess vegna allra síst á því að halda að fá aðra svona Samfylkingu við hliðina á hinni ef Bjarni ætlar að stefna Sjálfstæðisflokknum inná þær brautir tækisfærismennsku og popúlisma.
Betra fyrir heildina og hreinskipti stjórnmálanna væri að Sjálfstæðisflokkurinn tæki rækilega til hjá sér sem hann þarf virkilega að gera en væri svo bara áfram heill en hægfara hægri flokkur með smá vinstra ívafi, þannig hefði fólk skýrara val og þannig væri tekist á um grundvallarmál og raunverulegar stefnur.
En að fá nú annan flokk sem ætlar að sér að vera í moðsuðunni og popúlismanum á miðjunni eins og Samfylkingin lýst mér mjög illa á og verður ekki til lengdar til farsældar fyrir íslensk stjórnmál almennt.
Nóg er að kljást við og að hafa stórskaðlega Samfylkinguna þar sem nú stefnir að því leynt og ljóst að gefa upp á bátinn sjálfstæði og fullveldi þjóðarinnar til að þjónkast ólýðræðislegum Eurocratisma.
Það þarf að einangra Samfylkinguna og óþjóðlega stefnu hennar úr íslenskum stjórnmálum. Því fyrr því betra.
Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 19.12.2009 kl. 18:04
Góðir punktar hjá þér. Takist Bjarna ætlunarverk sitt skapast tómarúm fyrir alvöru hægri flokk hér á landi.
Steinarr Kr. , 19.12.2009 kl. 18:42
Bjarni Ben er góður strákur en í meira en pínu vandræðum.
Sigurjón Þórðarson, 19.12.2009 kl. 20:46
Nóg er að kljást við og að hafa stórskaðlega Samfylkinguna þar sem nú stefnir að því leynt og ljóst að gefa upp á bátinn sjálfstæði og fullveldi þjóðarinnar til að þjónkast ólýðræðislegum Eurocratisma.
Það þarf að einangra Samfylkinguna og óþjóðlega stefnu hennar úr íslenskum stjórnmálum. Því fyrr því betra.
Já, það þarf að úthýsa þeim stórskaðlega flokki fyrir fullt og allt úr stjórnmálum. Nákvæmlega eins og Gunnlaugur segir að ofan.
Elle_, 19.12.2009 kl. 20:57
Pólitík á Íslandi er öll á miðjunni - og snýst um eignin hagsmuni og mun aldrei gera neitt annað, meðan menn fá sitt er þeim slétt sama. Sjáið bar hvernig allt þetta lið rottar sig saman. Svo er Bjarni Ben bara eins og vindhani, en hefur samt ekki lent í nema´einu óveðri og lítur því en þokkalega út.
Gísli Foster Hjartarson, 19.12.2009 kl. 22:41
og burt með kynjakvóta.
Greindar-, reynslu-, heilinda- og manngildispróf í staðinn
(hver ætti svo sem að geta séð um það?)
Eygló, 20.12.2009 kl. 01:24
Sjálfhverf hagsmunagæsla sín og sinna er meðfætt mannlegt eðli, sem enginn fæðist án. Annars væri mannkynið líklega útdautt.
Ógæfa samfélagsins hverju sinni felst í því að velja sér stjórnmálamenn, sem skilgreina hagsmuni of þröngt. "ég, mig, mér, mín".
Tek undir með pistlahöfundi og bæti við að beztu pólitísku leiðtogarnir hafa getað rifið sig upp úr sjálfhverfunni með því að hugsa og framkvæma út frá " hér erum við, um ykkur, frá okkur til ykkar."
Jenný Stefanía Jensdóttir, 20.12.2009 kl. 10:43
Mæli sérstaklega með heimildarmyndinni: The Century Of the Self sem fjallar um hvernig kenningar Fraud hafa breytt hinum pólitíska heimi þannig að hann er keyrður áfram af fókusgrúppum þar sem duldir þrár og hræðsla almennings koma í ljós. Síðan lofa stjórnmálamenn því sem kemur þar fram á sama hátt og fyrirtæki auglýsa og framleiða sýnar vörur til að svala öllum þessum duldu þrám... Þetta hefur í raun breytt allri pólitík í miðju/meðaltals pólitík þar sem engin þorir að segja almenningin hvað er í raun í gangi á hverjum tíma...
The Century of the Self á Google Video
Róbert Viðar Bjarnason, 21.12.2009 kl. 23:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.