Linkan felldi Sjálfstæðisflokkinn

Sjálfstæðisflokkurinn féll vegna þess að baráttuþrekið þvarr með því að undanhaldsstjórnmál voru sett í öndvegi þar sem áður ríkti stefnufesta. Greining Bjarna Benediktssonar á vanda flokksins er moðkennd og gælir við sama hugsunarhátt undanhalds og einkenndi valdatíð Geirs H. Haarde.

Linkan náði hámarki þegar Sjálfstæðisflokkurinn féllst á kröfu Samfylkingar haustið 2008 að efna til landsfundar um afstöðuna til Evrópusambandsins. Flokkur sem lætur grillupólitíkusum annarra flokka segja sér fyrir verkum er ekki á vetur setjandi.

Bjarni Benediktsson verður að vera ótvíræðari í meginmálum ef hann ætlar ekki að fara sömu leið og síðasti formaður. Til dæmis átti hann í viðtalinu að krefjast þess að ríkisstjórnin drægi tilbaka umsóknina um aðild Íslands að Evrópusambandinu. 

Formaður Sjálfstæðisflokksins greinir stöðu ríkisstjórnarinnar í ESB-málinu rétt. En í stað þess að standa í lappirnar og krefjast fyrir hönd þjóðarinnar að umsóknin verði dregin tilbaka kemur Bjarni með linkuloðmullu um að umsóknin sé farin og að það verði þjóðaratkvæðagreiðsla. Lélegt.


mbl.is Valdþreyta alllöngu fyrir hrun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Amen !

Gunnar Rögnvaldsson, 19.12.2009 kl. 13:09

2 Smámynd: Baldur Hermannsson

Mér hefði þótt gaman að lesa líflegra og afdráttarlausara viðtal en þetta. Það er líka vanhugsað að fara ekki betur ofan í saumana á þessum bisnissmálum sem hafa kallað yfir hann dylgjur í slúðurblöðum. Ætli viðtalið sem Kolbrún tók hafi verið áhugaverðara?

Baldur Hermannsson, 19.12.2009 kl. 13:14

3 identicon

Páll.

Einhvern veginn finnst mér að þú sért að bíða eftir því að Sjálfstæðisflokkurinn geri, að þínu mati, ásættanlegar endurbætur, svo þú getir gengið í hann.

Svavar Bjarnason (IP-tala skráð) 19.12.2009 kl. 14:33

4 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Þú situr uppi með ónýtan formann..hvort sem þér líkar betur eða verr Páll minn... loðmullusamsuðubullukoll.

Jón Ingi Cæsarsson, 20.12.2009 kl. 11:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband