Föstudagur, 18. desember 2009
Auðmenn og réttlætið
Óþolinmæði er skiljanleg. Hrunið breytti lífskjörum þúsunda Íslendinga í einni svipan og almenningur vildi að réttlætið næði fljótt og og afgerandi fram að ganga gagnvart auðmönnum. Í réttarríki tekur það hins vegar tíma að koma auðkýfingum undir manna hendur.
Á meðan þjóðin sýnir ákæruvaldi skilning og þolinmæði í fullvissu um að auðjöfrum verða birtar ákærur er ríkisstjórnin á undarlegu róli.
Rauði dregillinn með skattafríðindum og afslætti af opinberum gjöldum er lagður fyrir Björgólf Thor Björgólfsson og viðskiptafélaga hans Vilhjálm Þorsteinsson.
Með athæfinu er ríkisstjórnin að hvítþvo einn helsta ábyrgðarmann íslenska fjármálahrunsins. Kurlin eru ekki öll komin til grafar í máli Bjögga, Villa og Samfylkingarinnar.
Árangurs að vænta fljótlega | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þetta er ekki rétt .Við búum ekki við eða í réttarríki.Klíkan er alls ráðandi.
SKELFILEGT !
En ég trúi að Eva Joly sé að koma undir okkur fótunum og finna glæpamennina .Þar eru t.d. lögfræðingar ,dómarar og þvílíkt hyski . Það þarf STÓRHREINGERNINGU ,á þessu auma skeri .Hér er hvorki hægt að lifa eða deyja ,með sæmd.Það verður eitthvað að fara að gerast .Annars erum við ....!
Skoðið málin frá grunni .hverjir eru innherjar og hverjir eru útherjar ?Ég segi bara HJÁLP ! Burt með " pakkið á spenanum".Þetta gengur ekki lengur og hefur gengið ALLTOF lengi .Sýslumanns-börnin o.s.frv.
En Birgitta er góð í útvarpinu og ég bind vonir við hennar manntegund og skoðanir .Hún virðist óhædd að hafa skoðun.
Kristín (IP-tala skráð) 18.12.2009 kl. 21:06
Hvaða lánveitandi vill leggja BTB til tugi milljarða til viðbótar við nokkur þúsund milljarða af skuldum og töpuðum kröfum sem skilanefndir og erlendir bankar eru reyna að greiða úr?
Annað hvort er um að ræða fé úr skattaskjólum BTB og félaga eða þá að "íslenskir" bankar eru að fjármagna þetta nýjasta ævintýri hans. Hvort tveggja eru blóðpeningar.
Ekki er ljóst hvaða snúningur er þarna að baki en manni dettur helst í hug Al-Thani og Gertner flétta Kaupþings í samanburði.
TH (IP-tala skráð) 18.12.2009 kl. 21:16
Ótrúlegt hvað samfylkingin dýrkar þá "auðmenn" ,sem náðu að rústa Íslenskum efnahag og ræna nokkrar nágrannaþjóðir okkar að auki.
Þeir eiga að fá skattafslátt kanski sem mótvægi við þær skattahækkanir sem almenningi er boðið upp á.
Held varla að spunatrúðar samfylkingarinnar geti varið þetta, þeir eru orðnir ansi hjáróma nú þegar.
þór (IP-tala skráð) 18.12.2009 kl. 21:37
Björgólfur Thor var í Vesturbæjarlauginni í vikunni að spjalla við Magnús Scheving. Björgólfur lét mikinn, talaði hátt og átti heiminn. Þessi maður er öruggur með sig og veit kannski ekki af því hvernig íslenska þjóðin hugsar um að þurfa að bera skaðann af ævintýrum hans. Hann er öruggur með sig vegna samkomulags við Samfylkinguna.
Rósa (IP-tala skráð) 18.12.2009 kl. 22:21
Alls enga svívirðilegan Björgólf Thor Björgólfsson og Jón Á. Jóhannesson í nein fyrirtæki. Og tek undir öll ofanverð comment. Hvað þarf að gera til að koma spillingunni burt úr landinu svo við getum lifað með sæmd og æru??? Þarf kannski að draga hinn heimska samspillta skratta út með valdi???
ElleE (IP-tala skráð) 18.12.2009 kl. 23:02
Rangt að tala um svona 'playboys´ sem auðmenn, ævintýramenn ætti betur við. Eða kannske bófar eins og í kúrekamyndunum í Austurærjarbío í gamla daga.
Björn Emilsson, 19.12.2009 kl. 07:58
Kannski misminnir mig, en ekki minnist ég þess að þingmenn hafi staðið upp og haft hátt þegar Fréttablaðið kannaði jarðveginn fyrir því að lán til Haga yrðu afskrifuð með því að þeir félagar legðu inn 7 milljarða. Það er ekki búið að afskrifa þá hugmynd enn.
Hugmyndin um gagnaverið orkar vissulega tvímælis, en þar eru þó útrásarvíkingur að koma með eitthvað til að stuðla að atvinnuuppbyggingu. Það er alltént eitthvað sem er til uppbyggingar.
Sigurður Þorsteinsson, 19.12.2009 kl. 10:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.