Steingrímur J. hafnar Icesave

Án þess að segja það berum orðum hafnar fjármálaráðherra, Steingrímur J. Sigfússon, nauðungarfrumvarpi um Icesave sem liggur fyrir á Alþingi og geymt í nefnd. Hótanir Breta og Hollendinga frá hausti 2008 um slit á EES-samningi tók Steingrímur J. svo alvarlega að hann skipaði sérstökum fulltrúum sínum í samninganefndinni um Icesave að gefa eftir í öllu meginatriðum. Þessar hótanir eru ekki i gildi lengur, EES-samningurinn er ekki í uppnámi, og engin ástæða til að bjóða Bretum og Hollendingum betri kjör en þeir hafa með samþykkt Alþingis síðsumars.

Yfirlýsing Steingríms J. á Alþingi jafngildir að hann gefi þingmönnu í eigin flokki umboð til að greiða atkvæði gegn frumvarpinu þegar og ef það kemur til afgreiðslu.

Ögmundur Jónasson, höfuðandstæðingur frumvarpsins í þingflokki Vg, sá hvað verða vildi og bloggaði í fyrradag að kominn væri tími á atkvæðagreiðslu.

Spurningin er hvort ríkisstjórnin lifi það af að frumvarpið verði fellt. Kannski er eins gott að leyfa því að sofna í nefnd - en það verður órólegur svefn.


mbl.is Segir Breta hafa hótað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Í staðreynd nr. 7 hjá Ögmundi er velt upp framgöngu fjölmiðla í Icesave málinu og sagt að þeir hafi í of ríkum mæli tekið pólitíska afstöðu með málinu. 

Það er alveg hárrétt, því fjölmiðlarnir hafa tíundað hvað margar ræður hafi verið fluttar um málið, hve marga klukkutíma þær hafi tekið og hve margar mínútur hver þingmaður hafi talað.

Nánast ekkert hefur verið fjallað um hvað sagt var, eingöngu hvað langan tíma það tók.  Ekkert hefur verið gagnrýnt, að stjórnarþingmenn hafi ekkert lagt til málanna, ekkert tjáð skoðanir sínar á málinu, ekkert rökstutt þær og ekki einu sinni séð sóma sinn í að mæta í þingsal, til að hlusta á rök stjórnarandstöðunnar.

Margir halda því fram, að fjölmiðlar hafi brugðist í aðdraganda hrunsins, en hvað er hægt að kalla frammistöðu þeirra í þessu máli?

Axel Jóhann Axelsson, 16.12.2009 kl. 16:19

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Eitthvað er höfnun Steingríms á þessu frumvarpi dularfullt sett fram hér.

"Leyfi" Steingríms á að þingmenn Vg geti kosið eftir eigin samvisku er slíkt að meira að segja einn af þingmönnum Vg, sem hvað mest hefur sett sig upp á móti að þjóðnýta skuldbindingar vegna Icesave þvert á allar lagastoðir ESB og Íslands, sér sig knúinn til að stunda flutninga á degi atkvæðagreiðslu - ólaunaður frídagur á degi atkvæðagreiðslu einhvers stærsta mál þingsins nokkru sinni. Getur einhver giskað á það hvað varamaður hans kaus svo?

Gæti verið að pistlahöfundur láti flokkslitina blinda sig aðeins?

Geir Ágústsson, 16.12.2009 kl. 17:29

3 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Höfundur er haldinn óskhyggju en starfar ekki í stjórnmálaflokki.

Páll Vilhjálmsson, 16.12.2009 kl. 17:32

4 Smámynd: Elle_

Steingrímur hefur ekki það vald að reka Atla Gíslason burt og engum um að kenna nema Atla sjálfum að hann hefur snúist á hvolf síðan VG komst til valda, eins og Steingrímur.  Fullorðið fólk hefur ekki þá afsökun að aðrir hafi valtað yfir það, ekki Atli, ekki Guðfríður, ekki Steingrímur sjálfur.  VG óttast mest að tapa vinstri stjórn, skítt með Icesave.  Nema kannski Lílja Mósesdóttir og Ögmundur.  

Og kominn tími til að fjölmiðlar skýri HVAÐ stjórnarandstaðan hefur sagt til að VERJA OKKUR GEGN ICESAVE, ekki hvað þeir tala lengi og ekki bara kalla það málþóf.  Stjórnarandstaðan hefur haldið uppi vörnum gegn Icesave og hvort það kallast málþóf eður ei skiptir bara engu máli.  Og kominn tími til að fjölmiðlar fjalli um fjarveru og tómleika stjórnarliða og að þeir hafi EKKERT LAGT TIL MÁLANNA TIL AÐ VERJA OKKUR GEGN ICESAVE. 

RUV okkar landsmanna hefur gersamlega brugðist og hvað eru þeir þá að gera þarna???   Fréttablaðið er fúll og hlutdrægur brandari með Evrópubandalaginu og Icesave.

Elle_, 17.12.2009 kl. 12:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband