Samfylking, Baugur og Davíð

Baugur og Samfylkingin vildu Davíð Oddsson feigan sem opinbera persónu. Samfylkingin og Baugsveldið gerðu með sér þegjandi samkomulag að Davíð væri sameiginlegur óvinur sem yrði að fella með öllum tiltækum ráðum. Svo vill til að nærri má fara um dagsetningu á þessu samkomulagi.

Á Alþingi í janúar 2002 sagði Davíð í utandagskrárumræðum að til greina kæmi að skipta upp Baugi ef fyrirtækið misnotaði markaðsráðandi stöðu sína.

Utandagskrárumræðan var um efnahagsmál og málshefjandi var Össur Skarphéðinsson þáverandi formaður Samfylkingarinnar. ,,Stóru keðjurnar hafa í skjóli einokunar keyrt upp matarverð. Hreðjatak þeirra á markaðnum hefur kallað fáheyrða dýrtíð yfir neytendur," sagði Össur og bætti við, ,,.það skoðun okkar í Samfylkingunni að Samkeppnisstofnun eigi að fá í hendur þau tæki sem hún þarf til þess að skipa fyrir um breytingar, þar á meðal að skipta upp slíkum einokunarrisum ef hún telur þess þörf til þess að vernda hagsmuni neytenda."

Í fyrsta svari sínu til Össurar fór forsætisráðherra almennum orðum um efnahagsástandið og taldi það horfa til betri vegar þrátt fyrir verðbólguskot. Össur fór öðru sinni í ræðustól og brýndi forsætisráðherra. Davíð svaraði með þeim orðum að ,,[a]uðvitað á að fylgja því eftir að stórir aðilar séu ekki að misnota aðstöðu sína. Auðvitað er 60% eignaraðild í matvælafyrirtækjum, verslunarfyrirtækjum í matvælaiðnaði, allt of há hlutdeild. Auðvitað er það uggvænlegt og sérstaklega þegar menn hafa á tilfinningunni að menn beiti ekki því mikla valdi sem þeir hafa þar af skynsemi. Auðvitað hlýtur að koma til greina af hálfu ríkisins og Alþingis að skipta upp slíkum eignum ef þær eru misnotaðar."

Jón Ásgeir tók gagnrýninni illa og gremja hans beindist að forsætisráðherra en ekki málshefjanda, formanni Samfylkingarinnar. Hreinn Loftsson stjórnarformaður var sendur á fund Davíðs. Þeir hittust í London þar sem Hreinn bauð forsætisráðherra mútur, ,,sporlausa peninga." Seinna sagði Hreinn að tilboðið hefði verið gert í hálfkæringi.

Fundurinn í London varð tilefni til forsíðuuppsláttar Fréttablaðsins vorið 2003 þar sem Baugur sakaði Davíð um að siga skattayfirvöldum á sig. Það er tilefni í annað blogg. 


mbl.is Var lofað að Davíð myndi hætta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Ertu að reyna að sannfæra sjálfan þig ?

hilmar jónsson, 14.12.2009 kl. 12:20

2 identicon

Takk fyrir fína samantekt Páll.

Magnús (IP-tala skráð) 14.12.2009 kl. 13:26

3 identicon

Hilmar Jónsson.  Hvað er það sem þú ert svona hræddur við að verði uppljóstrað sem tengist Baugsfylkingunni og eigendunum?

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 14.12.2009 kl. 13:51

4 Smámynd: Offari

Ég var svoldið efins um að 300 miljónkróna sagan væri sönn þá. En núna trúir maður öllu.

Offari, 14.12.2009 kl. 14:51

5 identicon

Það bendir allt til að 300.000.000 kr sagan sé sönn.

Már (IP-tala skráð) 14.12.2009 kl. 15:16

6 identicon

Hundsið ummæli Hilmars, af skrifum hans í gegnum tíð að ráða er hann ekki marktækur kall greyið.

Baldur (IP-tala skráð) 14.12.2009 kl. 15:34

7 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Góð upprifjun.

Ragnar Gunnlaugsson, 14.12.2009 kl. 16:35

8 Smámynd: Offari

Baldur.  Mér finnst Hilmar jafn marktækur og þú. Útrásarvíkingarnir unnu skipulega að því að spilla stjórnmálamönnum með því að gera þá ómeðvitað meðseka. Samfylkingin virðist hefa bitið betur á agn bónusana ásamt mörgum öðrum sem þökkuðu þeim lækun matvælaverðs á kostnað innlendrar matvælaframleiðslu.

Ég lái honum ekki fyrir að falla fyrir herferð samfylkingarinar og útrásarvíkingan á mannorði Davíðs, sem ég hef hinsvegar trú á að hafi reynt að gera allt sitt besta þótt visulega sé líklegt að hann hafi gert mistök líkt og flestallir í þessum heimi.

Hinsvegar getur skoðun Hilmars verið rétt og mín röng en einhvernveginn held ég að hið sanna varðandi hrunið muni aldrei koma upp á yfirborðið því margir lentu í klóm græðginar og enginn sem veit upp á sig skömmina vill segja sína sögu.

Offari, 14.12.2009 kl. 16:56

9 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Þú ert þjóðfélaginu nauðsynlegur Páll.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 14.12.2009 kl. 16:57

10 identicon

Bæði Davíð og Hreini ber saman um að Hreinn hafi boðið 300 miljónirnar sem mútufé gegn því að Davíð léti af meintri óvild á Jóni Ásgeiri og Baugi.  Það var Jón Ásgeir sem fullyrti að Davíð lygi þó svo að hann hafði ekki verið á staðnum.  Bókstaflega fullyrti að Hreinn hefði ekki gert neitt þessu líku og ætlaði að kæra Davíð fyrir meiðyrði.  (Ekkert hefur frést af kærunni.)  Hreinn ítrekaði að hann hefði borið þetta upp sem grín við Davíð, enda "þekktur" sem mikill grínari.  Sá sem átti að vera höfundur "grínsins" var Jón Ásgeir, sem kannaðist ekkert við þá fullyrðingu stjórnarformannsins.  Þeim 2 bar aldrei saman í málinu. Grínaranum Davíð varð ekki skemmt.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 14.12.2009 kl. 17:10

11 Smámynd: Finnur Bárðarson

Ég hélt að allir blaðamenn hefðu metnað í að stynga á kýlum hvar sem þau finnast. Ekkert gott um Baug hef ég að segja en væri nú gaman að sjá þig skrifa um ýmsa aðra eins og Bjöggana svona til tilbreytingar.

Finnur Bárðarson, 14.12.2009 kl. 17:34

12 Smámynd: Jón Kristófer Arnarson

Þetta er ágæt og þarfur pistill.  Ég efast ekki um að Baugsmenn hafi boðið Davíð mútur og hverjum manni ættu að vera ljós vafasöm tengsl Samfylkingarinnar við Baugsmafíuna sem borgað hefur vænar fúlgur inn á flokkssjóði og leynireikninga einstaka frambjóðenda.

En þá að þætti Davíðs Oddsonar.  Athyglisvert er að hugsa til þess að þrátt fyrir þessi orð í ræðustóli á þingi þá gerði hann eða hans ríkisstjórn ekkert til að koma í veg fyrir fákeppni og einokun. 

Þá er það rangt ef einhverju dettur það í hug að Davíð hafi haft einhvern áhuga eða metnað til að koma hér á heilbrigðri samkeppni og góðum viðskiptaháttum.  Þvert á móti þá skammtaði hann gæðum ríkisins til þeirra sem honum voru þóknanlegir og fór í helmingaskiptaleik með bankana í slagtogi við Framsóknarflokkinn.

Andstaða Davíð Oddsonar gegn Baugi var því ekki vegna þess að sú viðskiptablokk væri eitthvað verri eða siðlausari en aðrar heldur var rótin sú að Davíð studdi aðrar og síst betri viðskiptablokkir og Baugur var honum ekki þóknanlegur.

Samfylkingin gagnrýndi réttilega helmingaskiptakerfið Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks.  Þegar á hólminn var komið var það þó endingin að Samfylkingin valdi sér sína viðskiptablogg til að geta tekið þátt í sama leik og þeir Halldór og Davíð. 

Leik sem byggðist á tengslum stjórnmála og viðskiptalífs þar sem stjórnmálaflokkar og einstaka frambjóðendur voru sponsoraðir af viðskiptablokkum.   Fengu svo í staðin að keyra landið í þrot og dæla peningum í skattaskjól, meðan stjórnmálamenn settu kíkinn fyrir blinda augað.

Nú eru öll blogg stútfull af pistlum þar sem koma fram átök milli Baugs/Samfó blokkarinnar á móti Bjögga/Davíðs hópnum.  Auðvitað er það eðlilegt að þeir reyni að gera sem minnst úr eigin ábyrgð og varpa sök á andstæðinginn. 

Sannleikurinn er auðvitað sá að báðar þessar blokkir eru bullandi sekar og bera ábyrgð á því ástandi sem nú er hér á landi.  Ástandi sem kallar hörmungar og harmleiki yfir venjulegar íslenskar fjölskyldur á hverjum degi, meðan ágætlega haldnir skjaldsveinar þessara stjórnmálaafla níða skóinn hver af öðrum.

Jón Kristófer Arnarson, 14.12.2009 kl. 18:47

13 Smámynd: Finnur Bárðarson

Jón þessi athugasemd þín er mun betri en færslan sjálf

Finnur Bárðarson, 14.12.2009 kl. 20:32

14 identicon

"þá gerði hann eða hans ríkisstjórn ekkert til að koma í veg fyrir fákeppni og einokun."

Jæja, hvað með fjölmiðlafrumvarpið? Og hvernig fór það aftur?

Már (IP-tala skráð) 14.12.2009 kl. 22:53

15 Smámynd: Jón Kristófer Arnarson

Már, fjölmiðlafrumvarpið hafði ekkert með fákeppni og einokun að gera.  Það var partur af þessum átökum pólitíkusa og viðskiptablokka.  Sömu átökum og tröllríða þjóðfélaginu enn í dag, eins og sjá má á þessu bloggi.

Jón Kristófer Arnarson, 15.12.2009 kl. 10:39

16 identicon

Fjölmiðlafrumvarpið hafði einmitt allt með einokun að gera. Það snerist um að fáeinir aðilar gætu ekki haft yfirburða stöðu á fjölmiðlamarkaði, sem er hættulegt öllum lýðræðisríkjum. Þegar því var hafnað hafði í raun Baugsveldið unnið sigur á ríkisvaldinu - eftir það voru þeim allir vegir færir með skelfilegum afleiðingum. Eða hvernig var ríkisstjórninni sætt að brjóta upp einokun á viðskiptalífinu eftir svo afdráttarlausan sigur í fjölmiðlamálinu? Var stemning fyrir því í landinu?

Már (IP-tala skráð) 15.12.2009 kl. 16:03

17 identicon

Þú segir líka að fjölmiðlafrumvarpið hafi verið átök milli pólitíkusa og viðskiptablokka - það er alveg hárétt hjá þér. Í fyrri færslunni talar þú um að það hafi verið Davíð Oddsyni um megn að koma á heilbrigðri samkeppni og góðum viðskiptaháttum. Það er líka alveg rétt hjá þér. Vonandi sérðu þversögnina í málflutningi þínum.

Már (IP-tala skráð) 15.12.2009 kl. 16:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband