Evrópu hnignar, er fátæk og gömul

Um aldamótin 1900 voru Evrópubúar um fjórðungur mannkyns. Spár segja að um miðja þessa öld verði íbúar Evrópu 6 prósent mannfjölda heimsins, þar af verður þriðjungur yfir 65 ára gamall. Karlamagnúsdálkurinn í Economist, kenndur við keisarann sem krýndur var í Aachen árið 800, gerir hægfara hnignun Evrópu að umtalsefni.

Leiðtogar Evrópu þverskallast við að horfast í augu við afturför álfunnar. Karlamagnús sækir innsæi í skáldsöguna Hlébarðinn eftir Giuseppe di Lampedusa. Víðkunn setning úr skáldsögunni hljómar svona: Til að ástandið haldist óbreytt þarf að gera breytingar. Karlamagnús hæðist að Evrópusambandinu sem flýtur að feigðarósi eftir að þjóðir þess hafa lifað lengi um efni fram.

Á Íslandi vill Samfylkingin munstra þjóðina á gamalmennaskútu ESB undir þeim formerkjum að sælt sé sameiginlegt skipbrot.

Hér er Karlamagnús í Economist.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Athugasemd um aukaatriði: Karlamagnús var krýndur heilagur rómverskur keisari í Róm en ekki Aachen á jóladagsmorgun árið 800. Ýmislegt fleira var hann víst krýndur um dagana en ég man ekki í fljótu bragði eftir neinni krýningu í Aachen.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 11.12.2009 kl. 12:30

2 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Takk Hans fyrir leiðréttinguna, Karlamagnús var krýndur í Róm en dó í Aachen og er þar jarðsettur.

Páll Vilhjálmsson, 11.12.2009 kl. 12:40

3 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Ég veit ekkert um karlamagnús annað en hann er núna dauður.

Þessi grein: ég held það.  Kínverjar eru að verða næsta stórveldi.  Með Indverjum, ekki könum.  Kanar munu fara sömu leið og evrópumenn, og það hratt.

Svo rennur kannski upp tími Suður Ameríku.

Ásgrímur Hartmannsson, 11.12.2009 kl. 12:44

4 Smámynd: Ketill Sigurjónsson

Þetta eru sniðug en samt frekar slöpp rök fyrir því að Evrópa sé á leið down the drain.

Tíminn líður og allt er breytingum háð. ESB þarf ekki endilega að hafa áhyggjur af þessari fækkun í bráð. Bandalagið getur þróast og stækkað bæði til austurs og suðurs. Þar eru stórar og ungar þjóðir.

Reyndar er talsvert líklegt að mínu mati að þessi þróun (þ.e. að fæðingum muni fara hlutfallslega fækkandi) verði ekkert sérevrópskt fyrirbæri. Þó svo í dag sé þetta mest áberandi í Evrópu, getur þetta trend breiðst smám saman út um mest allan heim.

Ketill Sigurjónsson, 11.12.2009 kl. 13:11

5 Smámynd: Sigurjón Jónsson

Það aðþjóðir verði eldri þarf ekki endilega að vera alslæmt, en mikilvægt er að bregðast við því t.d. með því að hækka eftirlauna aldur.

Mestu máli skiptir að þjóðfélag sé rekið á hagkvæman hátt og með hagnaði, ef það er gert þá skiptir meðalaldur ekki svo miklu máli.

En menn verða að horfast í augu við þessa staðreynd og breyta reglum þjóðfélagsins miðað við að það geti borið sig. 

Það er t.d. alveg út í hött að stjórnmálamenn geti farið á eftirlaun á unga aldri og verið baggi á þjóðfélaginu áratugum saman.

Ef allir vinna fram í rauðan dauðann, þá gengur allt vel.

Sigurjón Jónsson, 11.12.2009 kl. 13:29

6 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Evrópa ekki á leiðinni down the drain? Ég efast um að þeir sem segja svona hafi hugsað málið til enda.  

Ef Íslendingar misstu svona eins og 80.000 mans - eða Reykjavík anno 1970 - fram til ársins 2050/60 þá held ég að að margir væri farnir að leita að svona eins og einni konu á frjósemisaldri sem þá myndi hugsanlega finnast eftir mikla leit í ca. 10. til 12. hverju húsi. Fasteignamarkaðir væri þá mjög spennandi og erlendir fjárfestar myndu auðvitað flykkjast að til að hella peningunum ofaní gamalmennin. Svo þarf að draga lífeyrissjóðina frá og þá höfum við eitt stykki Þýskaland. Sjálfa vélina í ESB.

Low fertility trap er ekkert grín. Svona verður öll mið- og suður Evrópa og öll Austur Evrópa árið 2060 - og mun halda áfram að versna næstu 250 árin.

Í ESB er aðeins til ein óendurnýjanleg náttúruauðlind: fólkið sjálft. 

Gunnar Rögnvaldsson, 11.12.2009 kl. 15:10

7 identicon

Fjöldi látinna umfram fædda í Þýskalandi og Ítalíu næstu hálfu öldina er 30 milljónir, skv. mannfjöldaspá ESB. Fjöldi fæddra barna á ævi hverrar konu í þessum löndum er ca. 1,5. Að ætla sér að fara að reka samfélag í "ever closer union" með þessu þjóðum, ber vott um að viðkomandi sé ekki að hugsa málið langt fram fyrir nefið á sér.

Baldur Helgi (IP-tala skráð) 11.12.2009 kl. 16:06

8 identicon

Eina landið í Evrópu sem er vonlaust er England, allur iðnaður þar er í andaslitrum, nema jarðsprengjur og smávegis af fleiri vítisvélum. Ástæðan er að þeir ríghalda í úrelt mælikerfi, sem enginn í heiminum vill lengur, Á sama hátt er USA vonlaust dæmi. Öll Evrópa utan Englands, sækir fram með skipulega teymisvinnu milli þjóðanna, byggða á MM mælikerfi, dæmi: Airbus flugvélin, margt annað er í pípunum. USA er á leiðinni útá túnin heima hjá sér aftur eins og Íslendingar, eftir marg misheppnaðan monkey bissness, sem báðar þjóðirnar ríghalda í sem einskonar trúaratriði.

Robert V Hafsteinsson (IP-tala skráð) 12.12.2009 kl. 11:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband