Ómar á launum hjá Samfylkingu?

Ómar Valdimarsson bloggar í dag og gær færslur er gætu verið ritaðar á skrifstofu Samfylkingarinnar. Í fyrra tilvikinu er Ögmundur Jónasson gerður tortryggilegur og seinni færslan hefur eftir ónefndum heimildamönnum innanlands og utan að óhætt sé að samþykkja Icesave-frumvarpið vegna þess að Evrópusambandið mun borga þetta fyrir okkur.

Ómar Valdimarsson er almannatengill. Alþjóðlegt starfsheiti Ómars er liar for hire, sem útleggst lygari til leigu. Ómar gerði lesendum sínum greiða með því að merkja hvaða blogg er kostað hjá honum og hvað er skrifað fyrir eigin reikning.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hef lesið pistla eftir Ómar sem allir hefðu getað verið skrifaðir af spunatrúðum Baugsfylkingarinnar.  Annaðhvort skrifa þeir fyrir hann eða hann fyrir Baugsfylkinguna.  Hallast að síðari tilgátunni.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 10.12.2009 kl. 22:09

2 identicon

Páll

Þú ert ágætur penni, en vonlaus í rökræðum. Þú velur helst að hjóla í manninn. Rétt eins og fótboltamaður sem alltaf leitast við að fótbrjóta andstæðinginn fremur en ná boltanum af honum. Það er að sönnu ein leið til sigurs, en ákaflega hvimleið fyrir þá sem hafa áhuga á málefnalegri umræðu.

Ómar Harðarson (IP-tala skráð) 10.12.2009 kl. 22:15

3 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Páll nú gengur þú of langt, allt of langt. Ómar kann ekki að meta svona skrif. Hann leggur mikið upp úr skoðanaskiptum, en ekki svona skoðanaskiptum. Ég vogaði mér eitt sinn að gera athugasemdir, svona í halfkæringi, við boðskap hans um ESB og hann varð foxillur. Lokaði á mig og ég fékk kort heim, sem sagði að ég fengi aldrei að koma í afmælið hans eða Samfylkingarinnar. Nú ert þú kominn á svartan lista og verður að ganga með gult bindi um hægri upphandlegg. Þú færð heldur ekki að koma á ESB samkomur, og færð ekki ESB töflur ef þú færð gyllinæð.

 Þér var nær hortugheitin!!

Sigurður Þorsteinsson, 10.12.2009 kl. 22:18

4 identicon

Það má líka spyrja hvort Sjálfstæðisflokkurinn greiði fyrir þína pistla. 

Hér er ekki einasta talað illa um menn og málefni heldur eru þeir allt að því rændir ærunni. 

Þetta gerði íhaldið á árum áður þegar rökin skorti,

Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 10.12.2009 kl. 22:21

5 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Ómar, þetta er sniðug samlíking. Þótt þú viljir trúa máttu samt ekki gleyma heimildarýni. Blogg Ómars, einkum seinni færslan, er löðrandi af lygamerkjum, s.s. ,,Frammámenn í Evrópusambandinu eru sammála um þetta í einkaviðtölum," og ,,Nú heyri ég það hjá áreiðanlegu fólki innanlands og utan að stjórnvöld á Íslandi, í Hollandi og í Bretlandi, sem og stjórnendur Evrópusambandsins, séu öll komin á sömu skoðun um IceSave..."

Ég veit ekki með þig en það fer í taugarnar á mér þegar fólk hefur í frammi þvætting.

Páll Vilhjálmsson, 10.12.2009 kl. 22:23

6 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Jú, Sigurður, kannski ég fái gula Davíðsstjörnu.

Og Jón, Jóhannes í Bónus sagði einhverju sinni að ég hlyti að fá borgað frá Valhöll. Það er sjálfsagt að spyrja mig. Svarið er þetta: Ég blogga fyrir eigin reikning.

Páll Vilhjálmsson, 10.12.2009 kl. 22:28

7 Smámynd: Baldur Hermannsson

Það er ábyrgðarhluti að ljúga því að íslenskum almenningi að Evrópusambandið muni skera okkur úr snörunni. Man einhver eftir Scarpia sýslumanni og Cavaradossi? Áróður Ómars er forkastanlegur.

Baldur Hermannsson, 10.12.2009 kl. 22:54

8 identicon

Það fer vissulega í taugarnar á mér þegar fólk fer með þvætting. Mér fannst heldur ekki mikið koma til pælinga nafna míns. Ég hef hins vegar brennt mig áður á að lesa of mikið í "lygamerki", þannig ég er alls ekki jafn viss og þú. Heimildarýni felst að sönnu í því að draga í efa fullyrðingar Ómars. Þá er hins vegar bara hálfur sigur unninn. Án frekari staðfestingar er ekki hægt að saka hann um lygar, hvað þá að hafa stungið niður penna á vegum Samfylkingarinnar.

Ómar Harðarson (IP-tala skráð) 10.12.2009 kl. 23:00

9 identicon

Ekki fatta ég afhverju þú ræðst alltaf á menn en ekki málefni???

Afhverju rökræðirðu ekki við hann eða véfengir það sem hann hefur að segja, í stað þess að lítillækka hann sjálfann?

Ekki dytti mér í hug að kalla þig leigupenna Heimsýnar eða ristjóra Svörtulofta, af því að ég væri þér ósammála.

Með kveðju

Hermundur Sigurðsson (IP-tala skráð) 10.12.2009 kl. 23:00

10 Smámynd: hilmar  jónsson

Geisp....

hilmar jónsson, 10.12.2009 kl. 23:04

11 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Hermundur og Ómar H., í nefndum tveim bloggfærslum Ómars eru engar heimildir nema ónafngreindar og þær settar upp þannig að maður þarf virkilega að langa að trúa. Starf Ómars V. er að koma efni á framfæri gegn þóknun.

Þið bætiflákið vegna þess að þið viljið gjarnan trúa.

Páll Vilhjálmsson, 10.12.2009 kl. 23:10

12 Smámynd: Baldur Hermannsson

Farðu að halla þér Hilmar ef þú ert orðinn sybbinn.

Baldur Hermannsson, 10.12.2009 kl. 23:10

13 Smámynd: Eiður Svanberg Guðnason

 Þessi ummæli Páls  skipta ekki miklu máli. Skrif hans eru þess eðlis  að fáir taka mark á þeim.

Eiður Svanberg Guðnason, 10.12.2009 kl. 23:19

14 Smámynd: Baldur Hermannsson

Eiður, Páll Vilhjálmsson er með vinsælustu bloggurum landsins. Hann er einn af fáum sem menn lesa þótt hann hengi sig ekki í fréttir. Páll er yfirlýstur kommúnisti en ég les greinar hans alltaf vegna þess að hann hefur skarpa sýn á samtímann og hefur einstakt lag á því að koma beint að efninu. You ignore him at your peril, old chap.

Baldur Hermannsson, 10.12.2009 kl. 23:30

15 identicon

Heill og sæll Páll; líka sem og - þið aðrir, hér á síðu hans !

Eiður sendiherra og kokteil boða fræðingur !

Jah; Páll er þó ekki, haldinn þeirri veruleika firringu, sem þú og þínir líkar - óverðugir (á tímum aukinna fjarskipta; eru sendiherrar óþarfir, að minni hyggju - sem margra annarra) áskrifendur, að blóðpeningum okkar skattþegna, eruð haldnir, svo ríkulega.

En; þú varst afbragðs fréttamaður, hér forðum, Eiður - sem þátta gerða ýmissa, svo allrar sanngirni sé gætt, að sjálfsögðu.

Með beztu kveðjum; úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 10.12.2009 kl. 23:34

16 Smámynd: Baldur Hermannsson

Óskar, það er allt í lagi að halda því til haga að Eiður er besti fréttamaður sjónvarps fyrr og síðar. Um sendiherraferil hans veit ég nákvæmlega ekki neitt en ólíklegt þykir mér að hann hafi legið á liði sínu.

Baldur Hermannsson, 10.12.2009 kl. 23:38

17 Smámynd: Eiður Svanberg Guðnason

 Sæll félagi Baldur,  og þakka þér orðin.

Í fyrsta lagi er ég ekki að „ignorera (sletta) Pál. Í öðru lagi er ég gagnvart gömlum vini „chap", en ég viðurkenni hreint ekki að vera „old" . Á ensku er ég bara „ in my seventies" þótt á íslensku sé ég „bara"kominn fjórar vikur á áttræðisaldur. Skrif hins opinbera embættis manns, starfsmanns ríkisins, PV, sem titlar sig jafnan blaða blaðamann þykja mér hinsvegar einsýn. Er hann blaðamaður hjá ríkinu ? Það verður einhevr að skýra þetta út fyrir lesendum bloggsins þar sem er svo gífuryrtur.

Eiður Svanberg Guðnason, 11.12.2009 kl. 00:20

18 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Eftir hvað áreiðanlegu mönnum hefur Ómar Valdimarsson þessar heimildir. 

Ég hef aldrei lesið annað eins BULL og færsluna hans Ómars.  Þvílíkur farsi sem þetta Icesave mál er að verða.  Nú eigum við bara að dratta ríkisábyrgðinni í gegnum Alþingi til þess að losna við að greiða þessar skuldir.  Þær verði hvort sem er ekki greiddar ??

Hver trúir svona bulli ??

Sigurður Sigurðsson, 11.12.2009 kl. 08:49

19 identicon

"Liar for hire"?

Ég kann alltaf betur við skilgreininguna "Bullshit artist"

Af þeim á Samfylkingin nóg

Hilmar (IP-tala skráð) 11.12.2009 kl. 10:01

20 identicon

Ómar er eins og sirkustrúður í skrif sínum um Baugsfylkingarmál.  Þar fer augljóslega "Lygari til leigu". 

Eiður Guðnason "kerfisfræðingur" fer mikinn til að ausa Pál síðuhöfund skít, sem einungis hittir hann illilega fyrir sjálfan.  En hans "sannleikur" er ekki til leigu.  Hann skrifar frítt fyrir spillingarflokkinn.  Sjálfsagt hefur miklum hagsmunum að gæta og vegna þess fer um þann gamla.  Vonar að hans kynslóð stjórnmálamanna verði gerðir stikkfrí hvað rannsókn hrunsins varðar.  Spillingin var ekki uppfundin 2007.

"Kerfisfræðingurinn"  er augljóslega sár yfir að Páli skuli hafa blöskrað spillingin í Baugsfylkingunni og er gagnrýninn á hana eins og annað sem augljóslega er úldið í kerfinu.  Vegna þess hvernig það hefur verið rekið af mönnum eins og Eiði í gegnum áratugi. 

Bloggsíða "kerfisfræðingsins" gífuryrta ber vott um aumt siðferði.  Fyrir skemmstu skemmti hann sér með einhverri mannvitsbrekku flokksins hans, að dylgja um að stjórnarandstaðan á þingi, sem stóðu í að berjast gegn Icesave hörmungunum, gengu erinda fyrir mútum.  Afar tignarlegt fyrir ellilífeyrisþegann sem hefur alla tíð lifað á samfélaginu.  Svokallaður "kerfismylkingur".   "Þessi ummæli" Eiðs "skipta ekki miklu máli. Skrif hans eru þess eðlis  að fáir taka mark á þeim". - "Það verður einhevr (einhver) að skýra þetta út fyrir lesendum bloggsins þar sem (hann) er svo gífuryrtur."

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 11.12.2009 kl. 14:35

21 Smámynd: Ómar R. Valdimarsson

Páll: Það verður ekki annað sagt en að þú sért drullusokkur á heimsmælikvarða.

Ómar R. Valdimarsson, 11.12.2009 kl. 17:10

22 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Hver ætli kosti athugasemd Ómars R. V. hér að ofan?

Páll Vilhjálmsson, 11.12.2009 kl. 19:56

23 Smámynd: Baldur Hermannsson

Þetta er að mörgu leyti áhugaverð umræða en mér finnst vanta í hana kærleikann.

Baldur Hermannsson, 11.12.2009 kl. 20:02

24 Smámynd: Ómar R. Valdimarsson

Ekki Rannís. Sem einhverra hluta vegna telur þó að drullumall þitt standist 1. mgr. 14. gr. laga nr. 70/1996 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins.

Ómar R. Valdimarsson, 11.12.2009 kl. 20:48

25 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Lygarar til leigu eiga sér sem sagt vörn í lögum. Athyglisvert.

Páll Vilhjálmsson, 11.12.2009 kl. 20:54

26 Smámynd: Ómar R. Valdimarsson

Ef það er þín túlkun á ofangreindri lagagrein ertu annað hvort illa læs eða illa gefinn. Líklega þó hvort tveggja.

Ómar R. Valdimarsson, 11.12.2009 kl. 21:05

27 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Ómar, það er erfitt að vera afhjúpaður lygamörður og trúlega ertu of samdauna sjálfum þér til að greina á milli sanninda og lygi. Lifðu vel og lengi með skömminni.

Páll Vilhjálmsson, 11.12.2009 kl. 21:13

28 Smámynd: Ómar R. Valdimarsson

Þú átt greinilega bágt með þig vegna þess að þú hefur orðið uppvís að lögbroti og veist ekki hvernig þú átt að bakka. Það reynir svo á stoltið. Vonandi tekur þetta ekki of mikið á hjá þér, fullorðnum manninum.

Ómar R. Valdimarsson, 11.12.2009 kl. 21:24

29 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Mikið óskaplega er þetta málefnalegt hér. Finnst reyndar með afbrigðum að ef einhverjir voga sér að hafa skoðanir sem eru nálægt stefnu Samfylkingar þá séu þeir "leigupennar". Meira að segja ég sem er nú illaskrifandi bloggari sem hef aldrei verið virkur í neinum flokki hef verið kallaður ýmsum nöfnum af því að ég gekki í Samfylkingarfélagið í Kópavogi vegna bæjarmála. Menn eru orðnir svo fastir í því að það starfi stór hulduher innan Samfylkingarinnar sem stormi á bloggið til að boða málstaðinn að þeir sem þannig skrifa sjá ekki að það væri hægt að ætla að þeir væru leigupennar fyrir Framsókn, Sjálfstæðisflokkinn eða Heimssýn. Gætu t.d. verið kostaðir að NEI samtökunum í Noregi.

Magnús Helgi Björgvinsson, 12.12.2009 kl. 00:17

30 identicon

er þetta ekki sami ómar og kærið gauk fyrir blogg ?

Sæbi tæpi (IP-tala skráð) 12.12.2009 kl. 10:03

31 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ólíkt höfumst við að ég og Ómar Valdimarsson.

Ég hældi honum í hásterkt og setti tengil og link á síðuna hans. Ómar svaraði með því að kalla mig afdalamann og lítinn karl og hnykkti á með því að setja mig á bannlista. Það er fyrirgefið.

Ég hvet alla til að lesa færslu Ómars sem er afar upplýsandi.

Sigurður Þórðarson, 12.12.2009 kl. 21:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband