Icesave fellur og við fáum nýtt upphaf

Icesave-frumvarpið er í óþökk allra nema vinstrivaldakíkunnar, Samfylkingar og tækifærishluta Vg, sem illu heilli situr stjórnarráðið. Frumvarpið þarf að falla til að þjóðin fái viðspyrnu í efnahagsmálum og trú á framtíðina. Rökrétt rás atburða er eftirfarandi.

Icesave-frumvarpið er fellt á Alþingi og ríkisstjórnin segir af sér. Vinstri grænir, mínus Steingrímur J., mynda minnihlutastjórn í skjóli Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks. Minnihlutastjórnin situr út 2010 og kosningar verða haldnar í febrúar/mars 2011.

Við þetta skapast vinnufriður í samfélaginu því að búið er einangra uppsprettu eiturstjórnmála síðustu ára, Samfylkinguna.


mbl.is Meirihluti vill kjósa um Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er sammála þessu. Mér þykir líklegt að þetta gangi eftir. Sjáum hvort þú sért sannspár.

spritti (IP-tala skráð) 10.12.2009 kl. 10:02

2 identicon

Auðvitað er Icesave í óþökk allra, vinstri sem hægri eða hvað þú vilt kalla þetta. Það er kostulegt að lesa sumar bloggfærslur hjá sjálfskipuðum stjórnmálafræðingum og greiningardeildum út í bæ á málefnum sem varðar þjóðarhag. Þú talar um vinstri-valdaklíku... finnst þér í alvöru hægt að tala svona? Finnst þér í alvöru að Sjálfstæðisflokkurinn eigi að koma að ríkisstjórn nánustu framtíð eftir gjaldþrot heillar þjóðar þar sem hann ber mestu pólitísku ábyrgðina ásamt Framsókn? Heldur þú að það skapist einhver betri vinnufriður þegar hrunaflokkarnir komast aftur við völd með sömu gæðingana innanflokks?

Bæði ég og þú vitum að þetta Icesave mál er í boði fyrrum ríkisstjórnar sem gerði EKKERT til að koma böndum á banka og menn sem gengu fram í örvæntingu sinni að bjarga eigin skinni. Það kemur fram í skýrslum og hjá fræðimönnum að FME, Seðlabankinn og aðrar stofnanir VISSU hvert stefndi 2006 en kusu að gera ekkert... þ.m.t. Icesave.

Svo er þessi hvítþvottur kostulegur að gera Samfylkinguna meira ábyrga en Sjálfstæðisflokkinn og Framsókn þó svo ég sé enginn aðdáandi hennar.

Svo finnst mér Steingrímur fá ósanngjarna gagnrýni fyrir að vera eini maðurinn í Íslenskum stjónrnmálum sem talar kjark í fólk á milli þess sem hann kemur með slæmar fréttir sem er honum alveg jafn óljúft og okkur hinum sem fáum þær. Þó svo ég sé ekki sammála honum að þá treysti ég honum miklu betur en silfurskeiðarstrákunum í XD og XB ef ég á að nota sömu taktík við nafnaköll og "Sjallarnir" gera.

Það verður líka gaman að sjá rannsóknarskýrsluna sem kemur í febrúar og er alveg hætt við því að einhverjum þingmönnum verði ekki vært á Alþingi. En kannski verður þannig að við gleymum bara hverjir komu okkur á hausinn og byrjum upp á nýtt. Það vill Sjálfstæðisflokkurinn a.m.k.!

Hlynur Guðlaugsson (IP-tala skráð) 10.12.2009 kl. 11:02

3 identicon

Sæll Páll.

Það er eitt atriði sem ég hef verið að velta fyrir mér sem lítið hefur verið rætt en þarf að komast í umræðuna.

Er það ekki rétt skilið hjá mér að lögin með fyrirvörunum sem sett voru síðast, í ágúst minnir mig, standa ennþá sem lög og þá líka að verði þessi nýju lög felld að þá standi þau eldri?

Og þá einnig að Bretar og Hollendingar geta skrifað undir Icesave samkomulag sem styðjist við þau lög?

Erum við þá ekki í fínum málum með að fella þetta nýja frumvarp?

Er ekki nauðsynlegt að benda á þetta? Benda á að allt sem gerist er að fyrr lög standa og Bretar og Hollendingar geta sæst á samning í þeirra anda?

Kv.

Jón Árni

Jón Árni Bragason (IP-tala skráð) 10.12.2009 kl. 11:25

4 identicon

Ég er sammála þér Jón Árni , þannig hef ég alltaf litið á málið.

Það er búið að afgreiða Icesave frá Alþingi. Bretar og Hollendingar eru bara að láta reyna á hversu langt þeir geta náð með því að hafna þessum lögum.

Stjórnin kemst upp með að grenja í fjölmiðlum um að stjórnarandstaðan stundi málþóf og engin spyr afhverju við látum ekki bara lögin gilda sem voru samþykkt á Alþingi það er það sem Ísland hefur fram að færa ef lánadrottnar líkar það ekki þá geta þeir bara farið í mál.

Ég er þess handviss að Bretar og Hollendingar myndu sættast á fyrirvarana sem voru sammþykktir á Alþingi ef samninganefndin hefði bara staðið fast á sínu.

Þröstur (IP-tala skráð) 10.12.2009 kl. 12:19

5 identicon

Athyglisverð umræða hér sem fyrr.

Mér finnst þessi síða afburða góð og upplýsandi.

Kærar þakkir, Páll.

Tvær stuttar athugasemdir (ég hætti mér ekki út í umræðu um ábyrgðina á hruninu, mér finst hún augljós):

1. Öfugt við það sem amk einn heldur hér fram mun rannsóknarskýrslan   EKKI hafa í för með sér að ákveðnu fólki verði ekki vært á Alþingi. Pólitískt uppgjör mun ekki fara fram og íslensk stjórnmál verða jafn spillt og ömurleg sem áður.

2. Icesave verður staðfest á þingi en forsetinn neitar að staðfesta lögin. Allt verður í stutu máli vitlaust.

Karl (IP-tala skráð) 10.12.2009 kl. 12:28

6 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Sæll Páll

Ég er þér sammála. Þetta væri besta leiðin.

Það er hins vegar rétt hjá Jóni Árna, ef þessar breytingar sem nú liggja fyrir verða ekki samþykktar þá gilda lögin frá því í haust með öllum fyrirvörunum inni.

Eins ef forsetinn neitar að staðfesta þessi lög þá gilda lögin sem allt sumarið fór í að samþykkja með umræddum fyrirvörum.

Það væri ásættanlega niðurstaða. Það er hægt að lifa með Icesave ef þessir fyrirvarar eru inni. Núverandi frumvarp með þessum breytingum á fyrirvörunum verður að fella.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 10.12.2009 kl. 15:00

7 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Ég þakka athugasemdir. Þær urðu innblástur í nýtt blogg.

Páll Vilhjálmsson, 10.12.2009 kl. 15:19

8 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Best væri ef Bretar gerðu alvöru úr hótunum sínum og færu í mál við Tryggingasjóðinn. Þá myndum við losna við ríkisábyrgðina

Sigurður Þórðarson, 10.12.2009 kl. 22:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband