Miðvikudagur, 9. desember 2009
221 til höfuðs þjóðarvilja
Tíu samningahópar með 221 einstaklinga innanborðs til að undirbúa inngöngu Íslands í Evrópusambandið þvert gegn vilja þjóðarinnar. Það á að henda einum milljarði króna í ferð án fyrirheits. Ráðherra sem lætur sér detta annað eins í hug hlýtur að vera Samfylkingarfélagi.
Pólitísk útrás utanríkisráðherra er sama marki brennd og fjármálaútrás fermingardrengjanna. Hvorttveggja er vanhugsað og mun enda með ósköpum.
Össur verður óhamingju Íslands að vopni.
Samningahópar skipaðir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þessi maður var einn af leiðtogum hrunstjórnarinnar. Hvers vegna er hann ennþá ráðherra? Hefur dómgreind hans reynst okkur vel?
Doddi D (IP-tala skráð) 9.12.2009 kl. 15:25
Launagreiðslur til þessara manna mun fara langt yfir einn milljar. Þú getur bhæglega reiknað það út sjálfur. Svo bætist við annar kostnaður, launatengd gjöld, skrifstofuhúsnæði, símar, ferðalög, risna. Kostnaðurinn verður aldrei undir tveim milljörðum og sennilega meiri.
Baldur Hermannsson, 9.12.2009 kl. 15:27
Það sem verst er kostnaðurinn gæti orðið sjálfstæði þjóðarinnar.
Sigurjón Jónsson, 9.12.2009 kl. 15:37
Í bloggfærslu minni fyrr í dag geri ég það að tillögu minni að SF og VG verði gert að greiða þann kostnað sem hlýst af umsókninni að ESB, með því að láta framlag ríkisins til þessara flokka ganga upp í kostnaðinn, vextir verði þeir sömu og stýrivextir SÍ hverju sinni.
Þessi háttur verði hafður á þar til umræddur kostnaður er að fullu greiddur. Verði þessir flokkar lagðir niður þá taki arftakar þeirra við keflinu þar til skuldin er að fullu greidd.
Tómas Ibsen Halldórsson, 9.12.2009 kl. 16:06
Tómas, hvenær ætli sú skuld yrði greidd að fullu? Árið 3009?
Baldur Hermannsson, 9.12.2009 kl. 16:43
Miðað við að þjóðverjar eru enn að borga stríðsskaðabætur vegna fyrri heimstyrjaldarinna, þá þætti mér ekki óeðlilegt að Vg og Sf þurfi að fá sér yfirvinnu ætli þeir að klára dæmið.
Ragnhildur Kolka, 9.12.2009 kl. 17:20
Ég er ekki alveg að skilja þá sem ekki einu sinni vilja athuga hvað er í boði og hvernig það getur endað með ósköpum...Hvernig í ósköpunum getur það endað með ósköpum??? Við semjum við Evrópusambandið og ef fólki líst illa á það sem í boði er þá er það fellt í atkvæðagreiðslu...Hvað er málið? Af hverju má ekki athuga hvað er í boði???Hvað getur endað með ósköpum?
Er einhver hér með viti sem getur svarað þessu...Ekki með skætingi eða tilfinningarugli...heldur með góðum og gildum rökum...
Guðbjartur (IP-tala skráð) 9.12.2009 kl. 19:00
Guðbjartur: 2 milljarðar.
Baldur Hermannsson, 9.12.2009 kl. 19:04
Guðbjartur, ESB býður ekki upp á aðildarviðræður. Ferlið heitir accession process, þ.e. aðlögun að ESB. Fals og prettir, t.d. blekkingin um að ,,kíkja í pakkann," hafa stýrt gerðum samfylkingarráðherra. Líkur eru á að reynt verði að hann þvingaða atburðarás til að keyra okkur inn í Evrópusambandið.
Samfylkingin vildi ekki koma hreint fram og bera undir þjóðina hvort hún vildi sækja um. Vinstri grænir sviku kjósendur sína og samþykktu umsókn.
Þegar búið er að löðrunga þig á báða vanga, ætlar þú að biðja um hnefann í andlitið áður en þér finnst nóg komið?
Páll Vilhjálmsson, 9.12.2009 kl. 19:16
Blessaður Páll. Mér finnst þetta vera voða skrýtin rök ( fyrir utan að það kostar örugglega góðan skilding þessar aðildarviðræður). Á endanum þá verður kosið um þetta hér á Íslandi að aðildarviðræðum/aðlögun loknum...VIÐ KJÓSUM Á ENDANUM. Það getur ekki verið einfaldara. Ef okkur líst ekki á þetta þá segjum við nei. Það er ekki búið að löðrunga mig á báða vanga né aðra Íslendinga. Við erum að sækja um til að athuga hvað í boði er. Það gefur auga leið að ef það semí boði er er ekki ásættanlegt þá segjum við nei...Svo er annað mál hvort þú ert Evrópusinni eður ei...Ekki blanda því inn í þessa umræðu um að athuga hvað í boði er...og ekki koma einhver rök út í loftið að ,,líklega verður um þvingaða atburðarás til að keyra okkur inn í Evrópusambandið"...VIÐ KJÓSUM UM ÞETTA Á ENDANUM. Það er hreint og klárt mál. ÞÚ treystir e.t.v. ekki íslensku þjóðinni til að kjósa um þetta á endanum?
Ég vill persónulega vita hvað er í boði, því mér finnst stjórnin á landinu hingað til verið til háborinnar skammar, með einkavinavæðingu og höftum, skítakrónu sem ekki er hægt að treysta á ( manstu eftir gengisfellingunum fyrir ekki svo mörgum árum og óðaverðbólgu upp á hundruðir prósenta?).
Kveðja Guðbjartur
Guðbjartur (IP-tala skráð) 9.12.2009 kl. 20:16
Heyr heyr Guðbjartur.
Loksins einhver sem bloggar af einhverju viti. Held að flestir með vit í kollinum séu hættir að nenna að blogga hér á mbl.
Hanna (IP-tala skráð) 9.12.2009 kl. 20:52
Baldur, skuld SF og VG verður að fullu greidd áður en þjóðin verður búin að borga nauðasamningana sem þessir flokkar eru að troða upp á hana, en það mun taka langan tíma fyrir þá, en ekki síður fyrir okkur, þjóðina.
Guðbjartur, mér þykir leitt að sjá að þú hefur ekki fylgst með, hefðirðu gert það þyrftirðu ekki að spyrja um hvað í boði sé. Ég get sagt þér það. Það sem er í boði er það að við tökum upp laga- og regluverkaflækjur ESB og einnig það að við verður að beygja okkur undir vilja Brussel valdsins í einu og öllu. Það er ekkert annað í boði. Við fáum engar varanlegar undanþágur eins og sumir vilja halda, við erum ekkert sérstakari en aðrar þjóðir í ESB sem verða bara að kyngja því að Brussel ræður.
Tómas Ibsen Halldórsson, 9.12.2009 kl. 22:11
Staðhæfingar og aftur staðhæfingar. Ég þekki einn sem skipaður var í samningahóp. Hann fær ekkert sérstaklega borgað fyrir þá vinnu, bætist bara á hann. Þar fór eitt bullið. Benda á dæmi um laun fyrir að vera í samningahóp.
SF og VG skulu borga!!!!!
Sjálfstæðisflokkur og Framsókn fái reikninginn fyrir hruninu og þeir flokkar sem sótt hafa í alþjóðasamstarf borgi fyrir kostnað vegna þess!!!
Hvaða bull er þetta! Þeir sem kusu eitthvað annað en SF og VG verða að sætta sig við lýðræði eða þingræði þótt það sé erfitt. Eiga þeir sem ekki hafa kosið einhvern í ríkisstjórn síðasta áratug alltaf heimtingu á að allt sem ákveðið er að gera sé greitt af ráðandi flokkum???
Ég tel mig vera mótfallinn Evrópusambandsaðild, en það er sjálfsagt að reyna á málið og þannig koma því frá, annars verður sama tuðið endalaust.
En í guðanna bænum ekki ausa yfir okkur staðhæfingum og upphrópunum sem standast ekki, nóg er nú samt.
Hermanni (IP-tala skráð) 9.12.2009 kl. 23:56
Kæri Hermann mér sýnist þú ekki heldur ýkja spar á staðhæfingar.
Ætlar þú að segja mér að í stjórnarandstöðu hafi Ingibjörg Gísladóttir, Jóhann Sigurðardóttir, Steingrímur Joð, Ögmundur og aðrir setið stillt og prúð og ekkert hafi heyrst í þeim ? Nei, ég held nú ekki, gauragangurinn í þeim var síst minni en gauragangur núverandi stjórnarandstöðu.
Hvernig var með kröfur þeirra um eitt og annað á hendur þáverandi valdhöfum og yfirlýsingar um lýðræði, heiðarleika og gagnsæi svo eitthvað sé nefnt ? hvar eru þau vinnubrögð sem maður skildi ætla að þau viðhefðu nú, af fyrri yfirlýsingum að dæma ?
Nei, þú skalt ekki halda að Íslendingar séu fífl, þjóðin sér í gegnum vinnubrögðin og aðferðirnar sem notaðar eru. Ögmundur er eini maðurinn sem virðist ætla að standa á fyrri yfirlýsingum, hann lét alla vega ekki beygja sig, en það verður nú ekki sagt um flesta aðra í VG.
Ögmundur á heiður skilið fyrir að standa á eigin sannfæringu, sama má segja um Lilju Mósesdóttur. Hvað varð um hina ? voru þau barin til hlýðni ?
Tómas Ibsen Halldórsson, 10.12.2009 kl. 00:50
Heill og sæll Páll - sem og, þið önnur, hér á síðu hans !
Guðbjartur - Hanna og Hermann !
Finnst ykkur ekki; nóg að gert, með sóun fjármuna - þó aðildarviðræðum yrði slitið, nú þegar ?
Verðskuldar framkoma; Breta og Hollendinga, í garð Íslendinga, að við þessa legáta Fjórða ríkis - skrifræðis Nazistanna, sé eitthvað frekar rætt ?
Minni ykkur á; að sem betur fer, er Austur- Asía að rísa, jafnt og þétt, og fari sem horfir, mun ESB óskapnaðurinn, verða liðinn undir loka, innan ekki svo langs tíma, gott fólk.
Skuldir Vesturlanda; þar með taldar, ESB ríkjanna, við Kína - Japan og fleirri lönd eru slíkar, að þeir gulu munu, með góðu -(eða þá illu; sé þess þörf, yfirleitt), taka við forráðum hér, víða á Vesturhvelinu - og gætu tæpast, kallast verri skipti - eftir aldalangan yfirgang Evrópskra nýlendu herra, víðs vegar, um veröldina.
Er ekki tímabært; að okkar bleiknefjaði kynstofn - hérna í vestrinu, fari að fá langa fríið, frá bramboltinu, um veröldina víða ?
Skoðið málin; í sem allra víðasta samhengi, gott fólk.
Með beztu kveðjum; úr Árnesþingi /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 10.12.2009 kl. 01:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.