Viðskipti sem skemmdarverk

Réttarkerfið áttar sig loks á að viðskipti eru ekki alltaf viðskipti heldur stundum skemmdarverk. Það þurfti hrun til að dómstólar kveiktu. Fræg eru ummæli Arngríms Ísbergs dómara í Baugsmálinu að ,,þetta væru bara viðskipti" þegar ákæruvaldið reyndi að sýna fram á ólöglegt athæfi.

Þangað til að hrunið varð tókst útrásarauðmönnum að láta svo líta út að allt sem þeir gerðu væru bara viðskipti.

Byssukúla er líka saklaust málmhylki þangað til tekið er í gikkinn. Auðmennirnir og hlaupatíkur þeirra gældu títt við gikkinn og héldu að þeir væru sjálfir ónæmir fyrir afleiðingunum.


mbl.is Dæmdir fyrir markaðsmisnotkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Dómarnir sem þessir óprúttnu fjárglæframenn fá þarna sýna bara að dómarar landsins meta fjármálaglæpi minni glæpi en það að hnupla t.d. kjötlæri í Bónus eða að stela litlu hjálpartæki ástarlífsins. Dómarar landsins eru greinilega jafn huglausir og útrásarþjófarnir sem eru flúnir land. 

Stefán (IP-tala skráð) 9.12.2009 kl. 10:49

2 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

Ég er svo sem ánægður með að dæmt hafi verið hér - ég er hinsvega ósáttur ef aðrir "verðbréfamiðlarar" innan þessa fyrirtækis sem stunduðu samskonar "skemmdarstarfssemi" komis undan

Ég velti fyrir mér hvort þetta "fólk" missi ekki örugglega réttindi sín til að koma nálægt svona "vinnu" aftur ?

Jón Snæbjörnsson, 9.12.2009 kl. 10:50

3 identicon

Frysta þýfið og stinga þessum aumingjum inn á meðan hreinsað er til .Er ekki eitthvert " krummaskuð" þar sem hægt er að hafa þetta lið og þeirra samráðsmenn/konur. Hvað með KÚLU-liðið ?Situr meira að segja á þingi .

Ísland er örugglega mesta BANANA_LÝÐVELDI í heimi .Afríka bleyjubarn á við þessa klíku .

Kristín (IP-tala skráð) 9.12.2009 kl. 11:26

4 identicon

Hæstiréttur hlýtur að verða að snúa dóminum, miðað við niðurstöður hans í Baugsmálinu.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 9.12.2009 kl. 12:49

5 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

Bauhaus húsið er tilvalinn geymsla fyrir þessar "aura-rottur" sé fyrir mér mynd af stóru "minkahúsi"

Jón Snæbjörnsson, 9.12.2009 kl. 13:04

6 Smámynd: Baldur Hermannsson

Afstaða og ummæli hæstaréttardómara eru stórundarleg. Baugs-dómarnir veikja réttarkerfið. Það er margstaðfest að dómarar í handbolta og fótbolta þiggja mútur unnvörpum. Getum við treyst því að hæstaréttardómarar geri það ekki líka?

Baldur Hermannsson, 9.12.2009 kl. 14:44

7 Smámynd: Magnús Óskar Ingvarsson

Það er mjög gleðilegt að þetta skuli loksins vera komið í gang. Engin ástæða er til að ætla að bara "litlu karlarnir" verði settir inn. Það er alveg augljóst að það tekur miklu lengri tíma að undirbúa málsókn á hendur hinum stóru, svo að þetta er bara alveg eðlilegt. Átta mánuðirnir, sem þessir gaurar eru að fá eru líka vísbending um það sem koma skal: Þegar röðin kemur að þeim stóru verður um mörg ár að ræða. Við skulum bara bíða.

Magnús Óskar Ingvarsson, 9.12.2009 kl. 20:16

8 Smámynd: Baldur Hermannsson

Tja, eru átta mánuðir á Kvíabryggju mikið verri en átta mánuðir á Tenerife?

Baldur Hermannsson, 9.12.2009 kl. 20:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband