Þriðjudagur, 8. desember 2009
Vinstrivaldaklíkan lemur á Ögmundi
Vinstrivaldaklíkan er Samfylkingin plús tækifærissinnar í Vinstri grænum. Klíkan fékk Icesave-frumvarpið afgreitt úr annarri umræðu í dag. Ögmundur Jónasson var á móti sem og Lilja Mósesdóttir. Ásmundur Einar Daðason var með fyrirvara, Atli Gísla er í bókhaldsorlofi og Guðfríður Lilja fæðingarfríi.
Ögmundur Jónasson hefur staðið vaktina fyrir hugsjónavinstrið undanfarið. Vinstrivaldaklíkan lemur á honum við hvert tækifæri. Nú síðast vegna þess að hann skrifaði ritdóm í tímarit sem klíkunni er ekki að skapi.
Vinstrivaldaklíkan ætlar að múlbinda mann og annan sem hafa í frammi sjálfstæðar skoðanir.
Athugasemdir
Já heilbrigðisvottorð Ögmundar heldur vel, enda gefið út af honum sjálfum á meðan hann var heilbrigðisráðherra. Hann á virðingu skilið. Ísland þarf á fleiri svona mönnum að halda.
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 8.12.2009 kl. 22:53
Það hefur ekkert breyst. Við erum enn með hrunverja í ríkisstjórn: Össur Skarphéðinsson, Jóhönnu Sigurðardóttur og Kristján Möller.
Og við erum enn með sömu menn að vara okkur við: Ögmund Jónasson og nú Liljurnar, Atla og unga manninn að vestan.
Og við erum enn með Steingrím, eftirlaunafrumvarpsþega, kvótaframsalsstuðningsmann, í brúnni.
Hvað hefur breyst?
Doddi D (IP-tala skráð) 8.12.2009 kl. 22:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.