Þriðjudagur, 8. desember 2009
Icesave fellur við 3ju umræðu
Icesave-frumvarpið verður ekki óbreytt samþykkt við þriðju umræðu á Alþingi. Þegar búið verður að fara yfir efnisatriðin sextán og ensk lögfræðistofa gefur álit sitt mun valið standa á milli ríkisstjórnarinnar eða drápsklyfjar á komandi kynslóðir. Alþingi mun hafna frumvarpinu.
Meirihluti samþykkti Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hef verið að spá í þessu. Sjálfur held ég að það sé bara búið að redda nægilegu fylgi og sé verið að leyfa einstökum þingmönnum að vera á móti, svo þeir þingmenn geti haldið reysn sinni. En ég vona innilega að fólk VG nýtist kjósendum sínum allavega að einhverju leiti eftir að svíkja öll sín kostningarloforð og komi frá öllu því mjög svo mikilvæga sem það þurfti að gera til að kjósa gegn þessu.
Gunnar (IP-tala skráð) 8.12.2009 kl. 15:37
Óskhyggjan er að leiða þig á villigötu Páll... og ekki í fyrsta sinn
Jón Ingi Cæsarsson, 8.12.2009 kl. 15:38
Gaman að heyra í VB " Í 1. þætti hefðu ráðamenn selt vinum sínum bankana fyrir slikk" hefur núvernadi ríkistjórn ekki gefið Glitni og KBbanka einhverjum óþekktum aðilum eftir að vera búin að fórna efnahag íslensku þjóðarinnar við endureisn þeirra?
Grímur (IP-tala skráð) 8.12.2009 kl. 15:46
Reisum þessum ÞJÓÐNÝÐINGUM níðstöng sem stendur að eilífu,megi þetta pakk aldrei þrífast
magnús steinar (IP-tala skráð) 8.12.2009 kl. 16:30
Magnús haðfu þetta í fleirtölu. Og þær níðstangir ættu að vera staðsettar á miðju Lækjartorgi öllum þeim til skammar og til minnist við að passa að þetta komi aldrei fyrir aftur!
Guðni Karl Harðarson, 8.12.2009 kl. 16:37
Páll vor góður !
Hafa menn gleymt hver var BANKAmálaráðherra þegar hrunið varð ?
Hafa menn gleymt hver var formaður stjórnar fjármálaeftirlitsins , þegar hrunið varð ?
Hafa menn gleymt hverjir voru ráðherrar Samfylkingarinnar þegar hrunið varð ?
Enn - vita menn, að af 12 ráðherrum NÚVERANDI STJÓRNAR - eru hvorki meira né minna en 8 - segi og skrifa ÁTTA - FYRRVERANDI FELAGAR Í ALÞÝÐUBANDALAGINU - áður Sameinigarflokki alþýðu Sósialistaflokknum - áður KOMMÚNISTAFLOKKI ÍSLANDS !!
Manstu gamla máltækið.: Skylt er skeggið hökunni " ?
"Sovét Ísland - hvenær kemur þú" - orti gamall kommi á sínum tíma .
Það er í fæðingu - land öreiganna !!
Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 8.12.2009 kl. 16:53
Ögmundur og Lilja fá að vera á móti, nema þau forfallist. Guðfríður og Atli búin að kalla inn varamenn sem segja já. Þráinn verður með. Þá getur jafnvel Ásmundur verið á móti og málið samt staðið. Spurning hvernig hann getur varið afstöðu sína til ESB ef hann bregst í þessu máli.
Sigurður E. Vilhelmsson (IP-tala skráð) 8.12.2009 kl. 16:56
Svo kemu ESB samningurinn og þar mun ESB bjóðast til að afskrifa Icesave skuldbindinguna til að lokka landann inn í ESB. Hræddur um að alltof margir muni falla fyrir því.
Palli (IP-tala skráð) 8.12.2009 kl. 17:24
Þú er ekki á Alþingi, Páll og greiðir því ekki atkvæði.
Og hann Kalli Sveins- flytur hann ekki bara úr landi... smá hreinsun
Sævar Helgason (IP-tala skráð) 8.12.2009 kl. 17:40
Hvað er að íslenskri þjóð og þeim kjánum sem geta varið sitt fólk í þessu Icesave blaðri. Mér er fyrirmunað að geta skilið að fólk skuli virkilega setja flokkshollustu ofar þjóðar hagsmunum, það á reyndar líka við um sjálfstæðismenn, því það hafa þeir svo sannarlega gert gegnum tíðina og einnig framsóknarpesar. Hvað er að ykkur sem þannig getið slegið þjóðarhag upp í kæruleysi til að verja vitleysu endalaust.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.12.2009 kl. 19:36
Að setja sinn eginnn rass framar vilja heillar þjóðar verða líklega þau orð er höfð verða uppúr´áramótunum yfir beinum þessarar sorglegu vælu sem kölluð er stjórn.
Óskar Guðmundsson (IP-tala skráð) 8.12.2009 kl. 20:04
Svartur dagur í í sögu þjóðarinnar. Það er engin hætta á öðru en þessir þjóðníðingar þurfa að standa skil gjörða sinna.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 8.12.2009 kl. 20:25
Vonandi að þessi óskhyggja þín - eða spádómur - rætist, Páll.
Guðmundur Brynjólfsson (IP-tala skráð) 8.12.2009 kl. 20:33
Ótrúlegt hvað þú Páll og aðrir hægri menn eruð duglegir að kenna núverandi stjórnvöldum um ástandið. Hvað er eiginlega að ykkur? Ég trúi því ekki að þið viljið fá aðalsökudólgana aftur að stjórninni. Er það virkilega svo að þetta er allt VG og xS að kenna? Sjallar og frammarar alveg saklausir? Auðvitað á Samfylkingin hlut að máli en þeir voru þó bara rétt ný komnir í stjórn á móti tæpum 20 árum sjalla þar á undan og rúmum áratug hjá Béurum! Greyið mín hættið þessu rugli og farið að tala af skynsemi.
Eysteinn Þór Kristinsson, 9.12.2009 kl. 10:24
Var stjórn landsins slæm frá 1991 - 2000? Hver var bankamálaráðherra árin fyrir og eftir hrun? Hver bar ábyrgð á fjármálaeftirlitinu árin fyrir og eftir hrun? Málið snýst ekki um hverjum var að kenna heldur að koma þjóðinni út úr leiðindunum og skapa landanum möguleika á að geta búið hér áfram.
Palli (IP-tala skráð) 9.12.2009 kl. 13:01
Eysteinn Þór. Páll er vinstri maður, fyrrverandi félagi í Samfylkingunni.
Axel Þór Kolbeinsson, 9.12.2009 kl. 17:03
Palli (Palli (IP-tala skráð) 9.12.2009 kl. 13:01 ): Við skulum halda okkur við þessa öld! Það vita það allir sem vilja vita það að upphafið að öllu ruglinu er á árunum í kringum 2002. Flipp þeirra Dóra og Dabba! Árið 2006, nánar tiltekið í maí minnir mig fenu stjórnvöld stórt gult spjald um í hvað stefndi, gengið féll um hátt í 30% á nokkrum dögum! Já 30%!! Blinda auganu var hins vegar snúið að vandanum. Ég tel hann hafa fyrst og fremst legið hjá embættismönnunum, seðlabankastjóra og frjármálaeftirlitskappanum, auðvitað báru ráðherrarnir (B. Sig t.d. ) ábyrgð á embættismönnunum en við vitum öll að ráðherrarnir eru mest í því að lesa e-ð sem embættismennirnir hafa unnið. Ráherrarnir eru ekki inn í öllum málum. Til þess höfum við stofnanirnar. ég er sammála þér í að málið snýst ekki um hverjum var að kenna heldur að koma þjóðinni út úr leiðindunum og skapa landanum möguleika á að geta búið hér áfram. Það gerist ekki með því að tefja t.d. afgreiðslu Icesave, afgreiða þarf málið. Bla, bla, bla í marga klukkutíma skilaði engu. Þingið þarf að afgreiða málið strax. Með eða móti. Fyrir mér lítur málið þannig út að að sjáfsögðu erum við ábyrg! Verum fegin að þurfa eki að borga 100% inneign á Icesave reikningunum eins og gert var hér á Íslandi. Með neyðarlögunum voru innlánsreikningar íslenskra banka tryggðir. Sama hvort þeir voru í London, Haag eða í Neskaupstað. Því miður leyfðu íslensk stjórnvöld Landsbankanum að reka íslensk útibú erlendis, eini íslenski bankinn sem það gerði. Því fót sem fór.......allt til helvítis og við liggjum í skítnum. Skítt......... djöfulli skítt.
Axel, vonandi fyrirgefur Páll mér ef ég hef sett hann vitlausum megin í pólitíkinni. Mér hefur þó sýnst að skrif hans séu töluvert meira til hægri í dag, enda segir þú að hann sé fyrrverandi Samfylkingarmaður.
kveðjur bestar
Eysteinn Þór Kristinsson, 9.12.2009 kl. 21:55
Takk fyrir þetta Eysteinn (og Axel) Sumir segjast vera hægri og aðrir vinstri. Ég er Íslendingur. Er ekki komin tími til að Íslendingar sameinist um að verja tilveru okkar hér á landi svo við getum búið hér við viðunandi lífskjör og sátt.
Palli (IP-tala skráð) 10.12.2009 kl. 09:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.