Svikráð ríkisstjórnarinnar

Ríkisstjórnin ætlar að keyra Icesave-frumvarpið í gegn fyrir áramót, segja ráðherrarnir Steingrímur J. og Gylfi Magnússon. Samkomulagið sem gert var milli stjórnar og stjórnarandstöðu í gær fól í sér að þingið myndi hleypa frumvarpinu úr 2. umræðu til nefndar. Ef stjórnarandstaðan hleypir málinu úr 2. umræðu er hún búin að afsala sér sínu sterkasta vopni, að ræða málið í tætlur.

Ríkisstjórnin lofar að gera athugun á frumvarpinu í nefnd fyrir þriðju umræðu. Það loforð er haldlaust þegar tveir ráðherrar segjast ætla að fá frumvarpið samþykkt fyrir áramót.

Icesave-frumvarpið á auðvitað að fara aftur í nefnd til frekari vinnslu og fresta á 2. umræðu fram á vor.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er aðgerðalisti sem stjórnarandstaðan mun hafa gert við stjórnvöld til að hleypa málinu í 2. umræðu.  Listinn sýnir og sannar að ekki var vanþörf að gera allt sem hægt var til að reyna að forða þjóðinni frá þessum ótrúlegu vinnubrögð ríkisstjórnarinnar og glæpsamlegu fyrirætlunum.  Svo er þetta lið alveg undrandi að einhverjir telja að tilraun til landráðs er að ræða.

  • Hvort frumvarpið samrýmist ákvæðum stjórnarskrár Íslands
  • Hversu miklar fjárhagsskuldbindingar samningarnir fela í sér
  • Efnahagslegar hættur af því að hafa skilyrðislausa greiðsluskyldu á vöxtum
  • Áhrif breytinga sem gerðar voru á efnahagslegu fyrirvörunum frá því í sumar
  • Áhrif breyttra reglna um úthlutun úr þrotabúi Landsbankans (Ragnars Hall ákvæðið)
  • Þörf á betri greiningu á mögulegri gengisáhættu í málinu
  • Þörf á nákvæmari samanburði á áhrifum þess að hafa vexti fasta en ekki breytilega
  • Nýjar upplýsingar um mat AGS á greiðsluþoli ríkissjóðs benda til þess að hann ráði ekki við þær skuldbindingar sem í samningunum felast
  • Upplýsa þarf nánar hvaða forsendur bjuggu að baki Brussel-viðmiðunum
  • Misræmi í túlkun forsætisráðherra Íslands og Bretlands á samningnum
  • Mat sérfræðinga í enskum lögum á texta samningsins liggur ekki fyrir
  • Lögfræðilegt mat skortir á afleiðingum þess að ensk lög gildi um samninginn en ekki íslensk verði látið á ákvæði þeirra reyna fyrir dómstólum
  • Óljóst er hvaða áhrif það hefur á skuldbindingar íslenska ríkisins verði ráðist í endurskoðun á innlánstryggingakerfi ESB, sem mun vera hafin
  • Hvaða afleiðingar það mun hafa verði frumvarpið ekki samþykkt eða verði dráttur á lyktum deilunnar

 Afturármóti er afar hæpið að gera samning við lið sem hefur ekki sýnt neitt nema óheiðarleika og óþverraskap gagnvart þjóðinni, eins og svikin með fyrirvarana frá því í sumar sýnir glögglega.

Skelli með pistli af DV, þar sem mannvitsbrekkurnar Jóhann Hauksson og  Eiður "ríkis og þjóðarafæta" Guðnason Baugsfylkingarmenn láta ljós sitt skína eins og þeim er einum lagið.

http://www.dv.is/blogg/johann-hauksson/2009/12/4/mikil-og-djupstaed-heift/

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 5.12.2009 kl. 19:33

2 identicon

Páll.

Hvenær ætlar þú að snúa þér að þeim sem sköpuðu ICESAVE ????

Hvað hagsmuni hefur  þú meðal stóreignamanna innan viðskiptaráðs, samtaka atvinnulífsins og sjálfstæðisflokksins ?

JR (IP-tala skráð) 5.12.2009 kl. 19:37

3 identicon

Steingrímur og co eru að gera gys að þjóðinni.  Við erum fórnarlömb pólitiskrar hégómagirndar.  Hef verið að leita að nógu sterkum lýsingarorðum yfir framferði Hollendinga og Breta gagnvart okkur.  Hvað um "griðníðinga" og "tryggðarofsmenn" ?

Gunnar Jóhannsson (IP-tala skráð) 6.12.2009 kl. 01:53

4 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Framsókn fór flatt á því að styðja minnihlutastjórn síðastliðið vor. Þá reyndust loforð Jóhönnu og Steingríms einskis virði. Og Alþingi var haft að ginningarfífli þegar það setti fyrirvara við Iceslave samninginn. Þeir fyrirvarar héldu aðeins frá Austurvelli og upp í Stjórnarráð. Þar lentu þeir í tætaranum.

Það er ætlast til að menn læri af reynslu sinni og óheilindamenn semur maður ekki við nema einu sinni.

Ég tek undir með þér Páll, 2. umræðu á að fresta á meðan málið fær umfjöllun í nefnd.

Orðheldni þótti eitt sinn höfuðkostur á Íslandi, en Jóhanna og Steingrímur eru komin hálfa leið inn í Evrópuríkið og þar ræður sá sterkasti. Valdið.

Ragnhildur Kolka, 6.12.2009 kl. 10:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband