Laugardagur, 5. desember 2009
Eymd handa hverju heimili
Ríkisstjórn Jóhönnu og Steingríms J. færir sérhverju íslensku heimili eymd með hærri sköttum og niðurskurði. Víst þarf ríkisstjórnin að mæta hruninu með tekjuafgangi og óhjákvæmilegt er að álögur á almenning hækki.
Tiltrú ríkisstjórnarinnar skiptir máli þegar þjóðin metur hvort hún beri eymdarkjörin án þess að mögla. Ríkisstjórnin fær ekki stuðning almennings þegar hún ætlar að henda að minnsta kosti 800 milljörðum króna í Icesave-hítina. Ekki heldur vekur það traust að einum og hálfum milljarði króna verði brennt á altari umsóknar Samfylkingarinnar um aðild að Evrópusambandinu.
Heildarmyndin sem blasir við er að ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur er ekki starfi sínu vaxin.
Rætt um skattamál á Alþingi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Já það kostar skatta að rétta af 300 milljarða gjaldþrot Seðlabanka Íslands. Ekki stóð núverandi ríkisstjórn í þeim fjármálaaðgerðum...
Og Icesave klúðrið- bara í maí 2008 voru opnuð útibú í Hollandi og ráðgerð opnun um alla Evrópu. Þá var Seðlabankaatjóranum ,honun Davíð , ljóst að aðeins væri viku eða mánaða spursmál það til allir bankarnir á Íslandi yrðu gjaldþrota. Hann fullyrðir að um þetta hafi hann haft fulla vitneskju. En samt- var ekkert gert til að forða þjóðinni frá hörmungum.
Þarft þú ekki að fara að snúa þér á hina hliðina . Páll ?
Sævar Helgason (IP-tala skráð) 5.12.2009 kl. 13:53
Þegar ég les allar þessar bloggfærslur þínar, fer maður að halda að þú vitir hvernig á að redda öllum þessum vandræðum okkar.
Endilega segðu okkur, hver er töfralausnin.
Svavar Bjarnason (IP-tala skráð) 5.12.2009 kl. 18:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.