Laugardagur, 5. desember 2009
Icesave-plottið er á mörgum hæðum
Frestun Icesave-frumvarpsins gæti framlengt líf ríkisstjórnarinnar þar sem óvíst er um stuðning þingmanna Vinstri grænna. Frestunin gæti líka verið krókur stjórnar á móti bragði andstöðunnar. Eftir að frumvarpið fer úr annarri umræðu eru vopn slegin úr höndum minnihlutans. Í þriðju umræðu er ræðutími takmarkaður.
Verkefni stjórnarandstöðunnar er að ganga svo frá samkomulagi við stjórnarflokkana að viðspyrna sé gegn gerræði sem ríkisstjórnin er líkleg til að beita.
Markmiðið er að ná bærilegum samningum við Breta og Hollendinga. Ef það kostar líf ríkisstjórnarinnar verður svo að vera.
Þingfundur hafinn á Alþingi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.