Icesave frestað; ekkert næturgaman

Áhugamenn um Icesave-umræðuna urðu fyrir vonbrigðum fyrir kortéri þegar málið var fyrirvaralaust tekið af dagskrá. Næturáhorf á beina útsendingu frá Alþingi með kók og popp fór þar með fyrir lítið.

Góðu fréttirnar eru þær að ríkisstjórnin virðist ætla að athuga sinn gang betur í málinu og taka til athugunar efnisatriði sem orka tvímælis eða eru beinlínis afkomu okkar hættuleg.

Þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa unnið gott dagsverk, raunar mörg dagsverk á nóttu sem degi. Þegar komið er að samningum við ríkisstjórnina verður að halda þannig á spilunum að vinnan undanfarið sé ekki unnin fyrir gíg.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er það eitthvað nýtt að því sé frestað...  er ekki bara þjóðin að bíða eftir að það verði samþykkt með öllu sem því tilheyrir....

Ef við erum að tala um stjórnarkreppu, þá er hún þegar tilkomin, og hún er orðin MEIRA en alvarleg...

Viskan (IP-tala skráð) 4.12.2009 kl. 22:27

2 Smámynd: Eggert Guðmundsson

það gæti verið möguleiki á að stjórnarliðar hafi byrjað að lesa eitthvað úr boggheimum.

Eggert Guðmundsson, 4.12.2009 kl. 23:14

3 identicon

Er vissa fyrir því að stjórnarandstaðan hafi fengið eitthvað í gegn?  Og ef svo er, verða það svikið og einhverjum fantabrögðum stjórnarliða eins og raunin varða með fyrirvarana?

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 5.12.2009 kl. 00:02

4 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Farðu að sofa drengur. Þú ræður ekki við þig lengur.

Eggert Guðmundsson, 5.12.2009 kl. 00:07

5 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

   Versti vinnuveitandi sem til er,þessi GÍGUR.

Helga Kristjánsdóttir, 5.12.2009 kl. 01:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband