Samfylkingin undirbýr valdarán

Samfylkingarættaður tölvupóstur hótar ísöld nema Icesave-samningur ríkisstjórnarinnar verði samþykktur. Samkvæmt umræðum á Alþingi er spunadeild Samfylkingarinnar að undirbúa jarðveginn fyrir valdarán meirihlutans á þingi. Forseti þingsins, Samfylkingarþingmaðurinn Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, hefur heimild til að slíta umræðum á Alþingi. Eftir það myndi ríkja stríðsástand innan þings og utan.

Samfylkingarútvarpið flytur fréttir um að Ásta Ragnheiður sé að ,,miðla málum," rétt eins og hún væri óhlutdrægur aðili. Þessi vinnubrögð spunadeildar Samfylkingarinnar eitra íslensk stjórnmál.

Samfylkingin ber höfuðábyrgð á að Alþingi er lamað. Það væri eftir öðru að sami flokkur innleiddi tilskipunarvald á elsta þjóðþing álfunnar.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Æi Páll, hættu þessu bulli.  Það vill svo til að það er löglega kosin ríkisstjórn við völd og það er minnihlutinn em er að nauðga þingræðinu.  Ef þú ert svona illa haldinn af þunglyndi þá ættirðu að drífa þíg í smá vetrarfrí. 

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 4.12.2009 kl. 19:36

2 identicon

Heill og sæll; Páll - sem og þið önnur, hér á síðu hans !

Jóhannes Laxdal !

Hygg; að þú ættir sjálfur, að gaumgæfa betur, hvað frá þér kemur, í ályktunum öllum.

Samfylkingin; viðlíka, og hinir frjálshyggju flokkarnir 3, Sjálfstæðis- og Framsóknar flokkar, svo og Kratavinafélagið (Vinstri hreyfingin - grænt framboð) lugu sig inn á Íslendinga, fyrir síðustu kosningar - sem; oft  legar áður, svo sem.

Sem; sannar margfaldlega; löngu tímabæra úreldingu þingræðisins - og við taki Byltingarráð þjóðernissinnaðrar Alþýðu (skipað; bændum - útvegsmönnum og sjómönnum - íðnaðarmönnum,  á járn og tré - auk annarra valinkunnra; hverjum treysta mætti, að verðskulduðu).

Mögulega; mætti fremur saka Pál, um óbærilegt léttlyndi, suma dagana, að minnsta kosti, af þunglyndi þjáist hann vart.

Reyndu svo, að koma þér, upp úr löngu morknuðum flokka gröfunum, Jóhannes Laxdal - og fara að horfa til framtíðar, í víðasta skilningi, ágæti drengur.

Með beztu kveðjum; úr Árnesþingi, sem jafnan /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 4.12.2009 kl. 19:48

3 identicon

Það hlýtur að styttast í að almenningur segir hingað og ekki lengra, og taka málin í sínar hendur með þeim aðferðum sem þurfa þykir.

Óskar Helgi afgreiðir þreyttan Baugsfylkingardindil á íslenskan máta en ekki á brusselsku.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 4.12.2009 kl. 20:21

4 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Það hefur lengi verið skoðun mín að vinstri grænir séu bjánar, en samfylkingarmenn hins vegar kjánar, sem er miklu verra. Einnig má orða þetta þannig að VG- menn séu geggjaðir, en Samfylkingarflónin einfaldlega heimsk. Geðveiki má (stundum) lækna en heimskuna ekki. Ekkert bítur á heimskuna. Engar pillur. Engar sprautur. Ekki þýðir að tala um fyrir heimskingjanum eða segja honum til, hann misskilur allt og mistúlkar, af því hann er svo heimskur. Ekkert læknar heimskuna nema dauðinn. 

Þessir tveir flokkar, bolsévíkar og mensévíkar, sem báðir eiga sameiginlegan uppruna í hinum gamla flokki Leníns (Lenín var sósíaldemókrati) hafa nú tekið völdin og myndað verstu og beinlínis hættulegustu ríkisstjórn sem nokkurn tíma hefur setið í landinu. Það sem nú fer fram á Alþingi á að kalla sínu rétta nafni, nefnilega landráð.

Burt með þá! 

Vilhjálmur Eyþórsson, 4.12.2009 kl. 20:25

5 identicon

Ég get ekki annað en verið sammála Vilhjálmi í að vinstri-stjórnin er beinlínis hættuleg. Enda hefur sýnt að hún hefur enga samvisku, ekkert siðferði, engar tilfinningar og að lokum ekkert sem sýnir að hún sé tilbúin að vinna með fólkinu í landinu. 

Ég viðurkenni mín eigin mistök, ég kaus Vinstri-græna síðast og var blind á það að ég sá ekki að Samfylkingin var í raun eins og Sjálfstæðisflokkurinn fyrir Framsókn áður fyrr, því miður.  Kommúnisminn er kominn til að vera, því miður. Þeir sem kusus Samfylkingunu síðast þegja þunnu hljóði í dag, og bíta sig í handabökin, því miður....

Viskan (IP-tala skráð) 4.12.2009 kl. 21:30

6 identicon

góður pistill, annars finnst mér best að ömulegasti samfélagsrýnirinn, Jóhann Hauksson, er að gera lítið úr þér http://www.dv.is/blogg/johann-hauksson/2009/12/4/mikil-og-djupstaed-heift/ og mest hló ég við þetta hjá honum:

"Fæð Páls Vilhjálmssonar talsmanns Rannís á Samfylkingunni er heiftarlegt. Hún birgir honum sýn og losar um tengingar hans við veruleikann."

Þetta kemur frá sama pappakassa og skrifar iðulega um flísarnar en ekki bjálkana sem blasa við flest öllum mönnum sem nota heilahvelin sín að mestu eða öllu leyti, en kannski ekki hægt að ætlast meira frá honum þar sem hann skrifar jú hjá Daglegum Viðbjóð (DV), sem vonandi fljótlega fer á hausinn með þverrandi peningum jón ásgeirs og kó.

Annars er gaman að segja frá því að Steingrímur Joð og fleir hafa iðulega haft uppi þau orð að "málþóf" séu einu varnir stjórnarandstöðunnar, þetta sagði hann reyndar áður en hann komst í stjórn og áður en hann þurfti að kokgleypa allt þveröfugt ofaní sig sem hann hefur áður sagt, þetta "málþóf" hefur aðeins 2svar sinnum í sögu alþingis verið brotið á bak aftur af forseta alþingis, það væri nú kómískt ef sjálfir "lýðræðissinnarnir" í VG og Samfó yrðu þeir flokkar sem nú myndu brjóta þetta!!!

Elías (IP-tala skráð) 4.12.2009 kl. 21:34

7 Smámynd: Sævar Helgason

Auðvitað er réttkjörin ríkisstjórn í landinu og það gilda lög í landinu.

Nú er orðið tímabært að ríkisstjórnin segi gott komið af öllu þessu innihaldslausa málæði sem þetta málþóf er komið í.

Þjóðin hefur ekki efni á þessu lengur.

Alvaran hlýtur að fara að taka við og þjóðin að horfa til framtíðar með reisn og dug...ESB viðræður eru á fullum dampi og koma þarf nauðsynlegum skattalagamálum um þingið.

Sævar Helgason, 4.12.2009 kl. 21:58

8 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Innlegg Sævars staðfestir það sem ég sagði áðan um Samfylkingarmenn.

Vilhjálmur Eyþórsson, 4.12.2009 kl. 22:02

9 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Jóhannes Laxdal, stjórnarandstaðan er líka löglega kosin.

Hjörtur J. Guðmundsson, 4.12.2009 kl. 22:03

10 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Sævar, hver á að dæma um það hvort það sem sagt er á Alþingi sé innihaldslaust málæði? Þú?

Þjóðin hefur ekki efni á Icesave-skuldaklafanum sem hún ber enga ábyrgð á en ríkisstjórnin vill fyrir alla muni leggja henni á herðar í þjónkun sinni við erlent vald.

Og að lokum, það eru engar viðræður hafnar við Evrópusambandið. Það eina sem er á fullum dampi er aðlögunarferli Íslands að sambandinu. Viðræðurnar hefjast ekki úr þessu fyrr en í fyrsta lagi í marz á næsta ári en þó sennilega síðar.

Hjörtur J. Guðmundsson, 4.12.2009 kl. 22:08

11 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Út af hverju á ekki að staðgreiða þessa útlagða peninga Breta og Hollendinga inn á HANDVERÐSBÓK og semja við Breta og Hollendinga um sömu vaxtakjör á bókina, sem þeir eru að rukka óumbeðið  lán sem þeir veittu Tryggingasjóðnum.

Ríkisstjórn hafni  ICEsave samningum Breta og Hollendinga.

Ríkisstjórn láti á reyna lög og regluverk ESB í dómsölum Íslendinga.

Norðurlönd og IMF hljóta að verða ánægð með afgreiðslu mála og hvernig við nýtum lánafyrirgreiðslu þeirra. 

Handveðsbókin ber meiri vexti, heldur en þar sem peningunum er ætlað að sitja.

Öllum aðilum ætti að vera sammála því að láta lánafyrirgreiðslur IMF og NORÐURLANDA bera sem hæstu vexti.

 Öllum aðilum ætti að vera það ljóst að þetta mun ekki hafa áhrif á SKUULDABYRÐINA sem blasir við 'islenska þjóð.

Þetta mun styðja við yfirlýsingar "Viðskiptamálaráðherra" "peace of cake" yfir skuldbindingar íslendinga varðandi Icesave skuldbindingar.

Því ef,íslendingar vinna" málið" við Breta og Hollendinga. Þá eigum við þessa peninga inn á HANDVEÐSBÓK hjá þeim, sem þeir hafa ávaxtað eins og um sína peninga væri um að ræða. 

Ef við töpuðum málinu þá munum við greiða þeim mismunin á söluverðmætum eigna LÍ og vaxtamunin til IMF og NORÐURLANDA, þ.e. miklu færri ÍSLENSKAR KRÓNUR en Bretar og Hollendingar hafa styllt upp í sínum samningum.

Fólk verður að átta sig á því að Fjármálaráðherra sagði ekki satt, þegar hann sagði að við, Íslendingar, myndum  njóta góðs af styrkingu krónunar.  Ég veit ekki hvort þetta var visvítandi lýgi eða ekki. En við vitum núna að Bretar og Hollendingar hafa sett sínar kröfur fram í ÍSKR. 

Efr gengið styrkist á næstu árum um 5-20 %. þá munum við Íslendingar borga til Breta og Hollendinga 5-20% meira, heldur en var í upphafi kröfu.

Ávinningur okkar yrði því tvímálalaust miklu meiri í því að nota lána fyrirgreiðslu IMF og Norðurlanda til að greiða strax ÓUMBEÐIN LÁN BRETA og HOLLENDINGA vegna innistæðueiganda viðkomandi reikninga, í bönkum sem buðu upp á gull og græna skóga, í samanburði við aðra.

Íslendingar 

Eggert Guðmundsson, 4.12.2009 kl. 23:00

12 identicon

Vonandi að síðuhaldari gefi sér tíma til að "leiðabeina" Jóhanni Haukssyni frá villu síns vegar.  Jóhann er ekki enn laus af spena Baugsgríslingsins, enda kemur ekkert annað frá þeim litla manni nema þegar Jón Ásgeir þarf að ná sér niður á einhverjum.  Jónína Benediktsdóttir sagði í útvarpsþætti þar sem Reynir Traustason var einnig og hún ásakaði Jóhann fyrir að ganga erinda Jóns Ásgeirs í þessari aðför að Jóni Gerald í vikunni.  Reynir hélt nú ekki að þar væru nein tengsl þar á milli.  Hún blés á þann "upptekna" og sagðist vera með öruggar heimildir og það frá ráðningarstjóranum sjálfum, um að Jón Ásgeir hefði fengið hann til að ráða Jóhann sérstaklega sem sérlegan eiturpenna, og hefur verið það síðan.  Allt frá því að hann hélt uppi níðþætti á Útvarpi Sögu á meðan Baugsmálið stóð sem hæst.  Hefur hann annars skrifað staf sem er ekki eins og gæti verið snýttur úr nös Jóns Ásgeirs, og þá árásir á alla óvinina?  Það ætti að vísu vera fullt starf og vel það.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 4.12.2009 kl. 23:50

13 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Æ hvað menn eiga bágt.

Helgi Jóhann Hauksson, 5.12.2009 kl. 01:33

14 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

"valdarán meirihlutans á þingi"!

hahaha, þvílíkt bull. Þetta er meirihluti. Það þarf ekkert valdarán.

Páll Geir Bjarnason, 5.12.2009 kl. 03:25

15 identicon

Það er ekki skrítið að allt sé hér að fara til andskotans á þessu landi þegar maður sér hernig fólk getur hagað hér á blogginu. Það væri nær fyrir fólk eins og þig Páll að hvetja til samstöðu meðal þjóðarinnar frekar en ala á sundurlyndi. Það eru margir sem lesa bloggið þitt og stundum ferðu niður á mjög lágt plan, svo lágt að maður trúir því varla.

Páll V. Björnsson (IP-tala skráð) 5.12.2009 kl. 08:54

16 identicon

Þvílík umræða sem fer fram hér á þessu bloggi sem og mörgum öðrum.  Er ekki allt í lagi með ykkur gott fólk?.

Reynir Stefánsson (IP-tala skráð) 5.12.2009 kl. 12:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband