Föstudagur, 4. desember 2009
Stjórnarandstaðan með meirihluta þjóðar og þings
Meirihluti þjóðarinnar styður stjórnarandstöðuna í hagsmunabaráttu hennar fyrir afkomu okkar í bráð og lengd sem er ógnað með frumvarpi ríkisstjórnarinnar um Icesave-samninga við Breta og Hollendinga. Líkur eru á að þingmenn Vinstri grænna s.s. Lilja Mósesdóttir, Guðfríður Lilja, Ásmundur Einar, Atli Gíslason og Ögmundur Jónasson styðji kröfu stjórnarandstöðunnar.
Tvíeykið í forystu ríkisstjórnarinnar, Jóhanna og Steingrímur J., ættu að kannast við stöðu mála og gera annað tveggja að taka málið af dagskrá Alþingis til frekari vinnslu eða að slíta stjórnarsamstarfinu og biðjast lausnar.
Herför ríkisstjórnarinnar gegn hagsmunum þjóðarinnar verður að linna.
Krefjast þess að Icesave verði vísað frá | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þetta eru hinar bestu fregnir! Tvíeykið Jóhanna og Steingrímur eru klárlega orðin undir í afstöðu til málsins og þvi ber þeim að taka málið af dagskrá og fara að vinna það eftir diplómatískum leiðum. Samtímis væri það farsælast fyrir land og þjóð að þau vikju úr ríkistjórn, því augljóst er að þau valda ekki því verkefni að stýra landinu útúr þeim þrengingum sem við erum stödd í, það gerist ekki með afdönkuðum kommúnískum aðferðum sem dregnar hafa verið fram úr fórum Indriða Þorlákssonar!
Elías Bjarnason (IP-tala skráð) 4.12.2009 kl. 15:52
Alltaf sá klárasti.. Páll
Jón Ingi Cæsarsson, 4.12.2009 kl. 15:53
Jón Ingi. Því miður er ekki slíkt hið sama hægt að segja um mannvitsbrekkuna þig. Enda ertu bara Baugsfylkingardindill.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 4.12.2009 kl. 15:56
Atli Gíslason held ég sé dottinn um fætur valdníðslunnar og vísa í skammir hans seint í gærkvöld gegn stjórnarandstöðunni og sem ég hlustaði á í forundrun.
ElleE (IP-tala skráð) 4.12.2009 kl. 15:59
Illu heilli voru samþykkt lög um ríkisábyrgð á skuldum Landsbankans, með ákveðnum fyrirvörum, í Ágústmánuði s.l. og þá lagasetningu virða Bretar og Hollendingar ekki. Þeir sendu Indriða H. Þorláksson sneyptan heim með nýtt frumvarp, sem þeir vilja nú niðurlægja Alþingi og þjóðina með.
Tvíeykið þorir ekki öðru, en að hlaupa eftir duttlungum Breta og Hollendinga í málinu og er svo hissa á því að stjórnarandstaðan reyni að bjarga því sem bjargað verður, þar á meðal heiðri þings og þjóðar.
Í tilefni af gaspri Ólínar Þorvarðardóttur um að hefta málfrelsi stjórnarandstöðunnar, leyfi ég mér að benda á blogg um hvað beri að banna, hérna
Axel Jóhann Axelsson, 4.12.2009 kl. 16:05
Samkvæmt nýlegri fjölmiðlakönnun með rúma 3000 svarendur, kom í ljós að þeir sem segja NEI við Icesave samningnum eru 89% landsmanna. Þeir sem eru fylgjandi meintu landráði og segja JÁ eru 10%. Þeir sem eru óákveðnir voru 1%. Segir þetta ekki allt sem segja þarf fyrir alla, nema mannvitsbrekkur eins og Jón Inga Cæsarsson Baugsfylkingardindill?
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 4.12.2009 kl. 16:06
Já, Axel Jóhann, og ÆPANDI Ólína Þorvarðardóttir. Það er með ólíkindum hvað Ólína og co. halda sig hafa vald til að hóta mönnum ef þeir ekki hlýða skipunum eins og litlir og hlýðnir kjölturakkar. Valdníðsla.
ElleE (IP-tala skráð) 4.12.2009 kl. 16:44
Já ég vona svo sannarlega að þú hafir rétt fyrir þér með VG þingmennina. Það er bara óþolandi að þessi stjórn skuli ekki opna augun og vakna af þessari ESB/Icesave martröð.
Enda verður þeim sem sviku íslendingana - fari svo - verða reistur veglegur minnisvarði, ég er viss um að stærstur hluti Reykvíkinga gefi hluta lóðar sinnar svo hann megi rísa !!
Sigurður Sigurðsson, 4.12.2009 kl. 16:52
best af öllu að Icesave fíklarnir eru yfir sig hneykslaðir á framtakinu. Ég sem hef í einfeldni minni haldið að þeir teldu sig vera að bjarga þjóðinni sem er algerlega á móti glapræðinu. Sannar föðurlandshetjur sem teldu sig örugglega minnisvarða verðug.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 4.12.2009 kl. 17:18
Öll stefnuatriði v-grænna svikin.
Öllu fórnað fyrir fjóra valta ráðherrastóla !
Níðingsverk þeirra og Samfylkingarinnar munu meitlast í þjóðarsálina, langt inn í komandi framtíð.
700 MILLJARÐA skuldir bíða barna okkar og afkomenda.
25 þúsund skora á " útrásar"keisarann á Bessastöðum.
"Skíthællinn" mun hafa slíkt að engu.
Hann þekkir sína - og þeir þekkja hann !!
Íslands óhamingju verður allt að vopni.
Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 4.12.2009 kl. 17:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.