Þjóðin stendur með stjórnarandstöðunni

Á Alþingi er stjórnarandstaðan í takt við þjóðarvilja á meðan ríkisstjórnin vinnur skipulega gegn þjóðarhagsmunum. Í umræðum á þingi síðustu daga hafa bæði komið fram efnisatriði sem legið hafa í láginni, t.d. skýrsla frönsku bankanefndarinnar frá 2000/2001 um evrópsku tilskipunina er varðar innistæðutryggingar, og tillögur um niðurstöðu málsins; þ.e. setja það aftur í nefnd og vinna betur.

Rök ríkisstjórnarinnar fyrir samþykkt fyrirliggjandi Icesave-frumvarpi veikjast með degi hverjum. Ríkisstjórnin hefur margsinnis sagt að Ísland fái ekki lán og einangrist ef frumvarpið verður ekki samþykkt fyrir þennan eða hinn daginn. Slíkir dómsdagsfrestir hafa liðið og enn berast hingað lán og engin merki eru um einangrun.

Nær 25 þúsund manns hafa skrifað undir áskorun InDefense um að forsetinn synji staðfestingu frumvarpsins. Með slíka hvatningu ætti stjórnarnandstöðunni ekki að verða skotaskuld úr því að ræða frumvarpið fram yfir jól.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Að sjálfsögðu stendur þjóðin þétt að baki stjórnarandstöðunni í þessu máli.  Stjórnin er búin  að glutra niður öllu fylgi, bæði í þessu efni og öðru.

Forsetinn er guðfaðir ríkisstjórnarinnar og mun aldrei neita frumvarpi frá henni staðfestingar.

Hann klóraði sig í gegn um staðfestingu síðustu Icesave laga, með því að hengja einhverja ruglingslega "yfirlýsingu" við staðfestinguna og mun gera það sama núna.

Það verður væntanlega í þeim anda, að hann sé brúin milli þings og þjóðar og hans ábyrgð sé, að tengja þessa tvo andstæðu póla saman á brúnni.

Axel Jóhann Axelsson, 4.12.2009 kl. 09:22

2 Smámynd: Þórður Bragason

Sammála Axel, forsetinn mun aldrei ganga gegn þessari ríkisstjórn.  Hitt er svo rétt, við erum að gangast við hæpinni reglugerð/lögum hvað innistæðutryggingar varðar.  Verst er að ef við segjum nei þá verður það mál hugsanlega aldrei skoðað frekar.  Hvorki Bretar né Hollendingar munu stefna okkur af ótta við að kerfið bíði álitshnekki og sem verra er, muni hugsanlega riðla öllum bankaviðskiptum i Evrópu.  Bretar og Hollendingar munu bara svara því tli að ekki sé ástæða til að sækja Íslendinga því þeir séu gjaldþrota.  Það kæmi sér illa fyrir land og þjóð en ég mynni á að betra er að vera sagður gjaldþrota en að vera gjaldþrota.  Icesave samkomulagið (vextirnir) munu ýta okkur nær brúninni.  Ég vona að Bretar og Hollendingar fái sitt þegar eignir Landsbanka verða seldar, það er bara sanngjarnt að þeir fái sitt úr þrotabúinu ef þannig má að orði komast, það er bara þetta með vextina og ótakmarkaða ábyrgð sem stuðar mig.

Þórður Bragason, 4.12.2009 kl. 12:30

3 identicon

Kannski að Ísland væri annað í dag ef að fyrrum stjórnarandstöður hefði staðið vaktina jafn vel og núverandi, þegar stefndi í jafn "augljóslega" í allar hörmungar og þessir "eftirásérfræðingar" eins og Steingrímur J. og Samfylkingarinnar fullyrða í dag hafa allan tíman séð í hvert stefndi. 

Þjóðin hafnar Icesave/ESB lausn óhæfra stjórnvalda, og hefur alla tíð gert miðað við allar skoðanakannanir sem hafa verið gerðar um málefnið.  Í dag er enn ein birt hjá Útvarpi Sögu með um 3000 svarendum.

Styður þú baráttu Indefence gegn Icesave?

JÁ  -  95%  (2695)

NEI  -  3%  (88)

Hlutlaus  -  2%  (59)

Geta skilaboðin verið eitthvað skýrari?  Það er enginn vafi í mínum huga að Icesave/ESB ofurfíkn Samfylkingarinnar er eins og fjármálaráðherra Steingrímur J. segir fasttengd ESB "alþjóðasamfélaginu"(draumaveröld Hitlers), sem stjórnarflokkarnir er tilbúinn að afsala landi og þjóð fyrir, hvað sem það kostar, og verst leiknu Icesave/ESB fíklarnir ganga jafnvel svo langt að fullyrða á Alþingi að það eru "gloppur á þingsköpum" að stjórnarandstaðan fái að tjá sig um mál sem er langt því frá fullrætt..!!!????

Undirritaður var svosem þokkalega jákvæður á ESB áður fyrr, en grímulausar ofbeldisaðgerðir Samfylkingarinnar gegn þjóðinni hafa ekki síst sannfært mig um að snúa villu vegar.  Vonandi er ég ekki einn um að hafa snúist vegna þessa.  Líkurnar á að þeir stjórnmálamenn sem hafa barist fyrir að hremma þjóðina í þessa Icesave/ESB ánauð, eru augljóslega búnir nú þegar að fremja sitt pólitíska sjálfsmorð gagnvart þjóðinni, sama hvernig mál fara á endanum. Sem eru einu góðu fréttirnar fyrir þjóðina á þessum ömurlegu tímum.

Það er engin vafi að stjórnarliðar halda með sameiginlegum landsliðum Breta og  Hollendinga og undir stjórn heimadómara Icesave/ESB gegn Íslandi og Íslendingum.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 4.12.2009 kl. 12:58

4 identicon

Sammála Guðmundi.

Ég er ekki flokksbundinn og hef aldrei verið.

Hef yfirleitt kosið kratana en stundum sjálfstæðisflokkinn.

Ég var mjög hlynntur aðild að ESB.

Nú er ég ekki viss. Mér finnst Samfylkingin hafa spilað hörmulega úr málinu og fælt almenning frá stuðningi við ESB. Hrikaleg pólitísk mistök forustu Samfylkingarinnar. Mér finnst flokkurinn ömurlegur og standa sig illa í stjórninni. Ég kaus hann síðast.

Ég hugsa að margir hugsi eins og ég. Ég kýs ekki Samfylkinguna aftur og hef kólnað mjög í afstöðu minni til Evrópusambandsins.

Þetta heitir að fæla fólk frá sér og stærstu stefnumálunum.

Karl (IP-tala skráð) 4.12.2009 kl. 13:56

5 identicon

Já, þjóðin stendur sannarlega með stjórnarandstöðunni og ekki valdníðslunni.

ElleE (IP-tala skráð) 4.12.2009 kl. 15:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband