Mánudagur, 30. nóvember 2009
Hugarheimur Baugsfeðga
Jóhannes Jónsson og sonurinn Jón Ásgeir eru töffarar og líklega komist langt á hranalegri framkomu. Fyrir ókunnuga gæti virst sem stórbokkahátturinn ætti innistæðu í aga, ósérhlífni og öðrum mannkostum sem fer ekki vel að nefna í sömu andrá og feðgana.
Það mátti hafa gaman af óhefluðu orðbragði þeirra. Jón Ásgeir sagði það ,,pungspark" þegar hann fékk ekki einhverju framgengt. Frekjan og yfirgangurinn gat virst sem ákefð eftir árangri á útrásartímanum. Jafnvel sá fólk í gegnum fingur sér þegar feðgarnir hótuðu auglýsingabanni á fjölmiðla sem höfðu í frammi gagnrýnan fréttaflutning. Þrátt fyrir allt voru þetta sigrandi fullhugar dagsins í dag og hjuggu fjármálalegt strandhögg í löndum nær og fjær. Hvað með það þótt Baugsfeðgar hótuðu manni og öðrum?
Spilaborgin er hrunin en Baugsfeðgar eru eins og þeir voru í útrásinni. Þeir krefjast þess að Háskóli Íslands reki Hannes Hólmstein prófessor vegna þess að hann dreifði fjölpósti um fjármál feðganna.
Töffararnir átta sig ekki á að Ísland breyttist við hrunið. Taumhald, skynsemi og hófstilling er í meiri eftirspurn og þar hafa Baugsfeðgar ekkert að bjóða. Drambsleg framkoma þeirra er eiginlega hvorki né og auglýsir það eitt að Baugsfeðgar og íslenskt samfélag eiga enga samleið.
Athugasemdir
Páll eru ekki til einhver lyf við þessai þráhyggju þinni? Það hlítur að vera erfitt að þurfa þennan kross að bera.
Hallur (IP-tala skráð) 30.11.2009 kl. 12:43
Þeir sletta skyrinu sem eiga það.
Ragnar (IP-tala skráð) 30.11.2009 kl. 12:50
Satt að segja styð ég málstað Jóhannesar. Hannes Hólmsteinn er búinn að kasta rýrð á Háskólann allt of lengi.
Sigurður (IP-tala skráð) 30.11.2009 kl. 15:56
Já ég er sammála þér Páll með að það er ekki mikil innistæða fyrir framkomu þeirra feðga. Og hvernig Jóhannes hefur komist upp með það án allrar gagnrýni að koma í þátt eftir þátt í ríkisútvarpi ekkert síður en eigin fjölmiðlum og tyggja upp sömu lýgina upp aftur og aftur um hvað hann sé góður og alltaf að leita að besta verði fyrir viðskiptavini sína, er hreint með ólíkindum, og mikill áfellisdómur á þekkingu og vinnubrögð blaðamanna.
Hvernig stóð á að aldrei var haft viðtal við Friðrik Friðriksson sem gagnrýndi vinnubrögð þeirra baugsfeðga allt frá upphafi. Nei það var víst ekki fínt þá.
En svo er nú Hannes Hólmsteinn kapítuli fyrir sig og ég held hann ætti nú bara að halda áfram að skrifa um kommúnista. Þar plottar hann sig helst og það er bæði hægt að hlægja að heimsku hans og gráta yfir því að svona maður sé prófessor við helstu menntastonfun lansins
Sigurður Haraldsson (IP-tala skráð) 30.11.2009 kl. 16:14
Nennir virkilega einhver að lesa eða hlusta á Hannes Hólmsteinn. Alla vega hef ég flett yfir þann kafla, hvar sem hann birtist. Sé ekki að hann hafi neitt erindi við þjóðina lengur. Og kannski hafði hann það aldrei....
Ómar Bjarki Smárason, 30.11.2009 kl. 20:07
Þetta er nokkuð dæmigert. Málið snýst um ótrúlega heimsku, ritskoðunar - og fantatilburði Jóhannesar í Bónus, og þá stökkva fram grátkerlingar og reyna að snúa málinu uppá Hannes vegna meintra annara saka.
Hannes segist hafa sýnt einhverjum útprentað skjal sem hefur ekkert annað en sannleikann og staðreyndir öllum aðgengilegar um Jóhannes og Baugsfylkinguna. Eitthvað sem kaupmaðurinn fullyrðir að er níð. Manninum hlýtur að vera frjálst að halda þessum upplýsingum til haga og jafnvel sýna hverjum sem er. Þess vegna fjölfalda og dreifa og jafnvel nýta sem kennsluefni og dæmi um hvernig pólitíkin og auðjöfrar leika saman.
Ef málið snýst um að honum er ekki frjálst að tjá skoðun sína á Jóhannesi og sonarómyndinni eða öðrum eins og þeir hafa gert um hann, þá eru ansi margir háskólaprófessora dæmdir til að verða slátrað með honum. Menn eins og Guðmundur Ólafsson hagfræðingur, Þorvaldur Gylfason prófessor, Gunnar Helgi Kristinsson prófessor og Stefán Ólafsson prófessor, sem allir hafa ráðist opinberlega á framámenn í þjóðfélaginu með ótrúlegustu dylgjum og ásökunum.
Það er þetta með Jón og séra Jón, sem er séra vinstrielítunnar.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 1.12.2009 kl. 14:18
Já, það er leiðinlegt hvað oft er ráðist að Hannesi H. Gissurarsyni fyrir hluti sem koma ekki málinu við. Hann má ekki lengur tjá opinberlega skoðanir sínar og ekki einu sinni um hrikalegastu rán-sögu og spillingar-veldi landsins, já, og strák-skrípið þarna Jón Á. Jóhannesson sem er eins og ryksuga í öllum bönkum og skúmaskotum landsins. Hannes er andvígur Icesave eins og 90% þjóðarinnar og ráðist er að honum ef hann mótmælir kúguninni.
ElleE (IP-tala skráð) 2.12.2009 kl. 08:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.