Sunnudagur, 29. nóvember 2009
Þjóðin á góðu kaupi stjórnarandstöðu
Stjórnarandstaðan er þyngdar sinnar virði í gulli fyrir þjóðina á meðan hún kemur í veg fyrir að Icesave-frumvarpið verður samþykkt. Á meðan enn er möguleiki að hnekkja samningi stjórnarinnar er hægt að vona að samningar verði gerðir upp á nýtt.
Sitjandi ríkisstjórn fær ekki nýja samninga. Þingmenn stjórnarinnar, þeir sem taka þjóðarhag fram yfir flokkshag, verða að kannast við og haga sér í samræmi við þá óumflýjanlegu staðreynd að ríkisstjórnin er hindrun í vegi fyrir nýjan og sanngjarnari samning um Icesave-skuldbindingar Landsbankans.
Stjórnarkreppa vegna Icesave er eðlileg niðurstaða. Hræðslan við stjórnarkreppu má ekki verða til þess að þeir sem vita að Icesave-frumvarpið er ótækt samþykki það engu að síður.
Að frágenginni ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur eru ýmsir möguleikar á ríkisstjórn. Til að byrja með væri eðlilegt að vinstri grænir mynduðu minnihlutastjórn er nyti stuðnings Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks.
Deildu um þingsköp | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
burt með "HELVÍTIS" vinstri græna það helvíti á eftir að drepa það litla sem eftir er af þjóðinni
snorri (IP-tala skráð) 29.11.2009 kl. 06:09
Þetta er ekki verri hugmynd en hver önnur. Með þessu framhaldi endum við hvort eð er á því að lifa á fjallagrösum.
Ragnhildur Kolka, 29.11.2009 kl. 08:54
Stjórnarkreppa er betri en óhæf ríkisstjórn. Svo mikið er víst. Því fyrr sem stjórnin verður leyst upp, því betra.....
Ómar Bjarki Smárason, 29.11.2009 kl. 15:24
Við getum einungis vonað að stjórnarliðar hætti að halda báðum höndum fyrir eyrum að fyrirskipan SJS & JS og byrji að spyrja sig afhverju öll stjórnarandstaðan nennir að standa í því að koma þarna dag eftir dag og tala gegn þessum hryllilega samning ef samning má kalla.
Gunnar (IP-tala skráð) 29.11.2009 kl. 15:50
Nánast sammála öllu að ofan. Evrópu-fylkingin verður að víkja. Get ekki lengur treyst VG í heild og þeir mega fara líka. Nema með þeim kannski 1-2-3 undantekningum sem vilja draga EU-niðurlægingar-umsóknina til baka og hafna þræla-samningnum.
ElleE (IP-tala skráð) 29.11.2009 kl. 23:55
Nýjar kosningar til þess að fá rétta mynd af pólitískri samsetningu þjóðarinnar.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 30.11.2009 kl. 00:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.