Þriðjudagur, 24. nóvember 2009
Sýndarsekt er eitt, lögbrot annað
Efnislega segir lögmaðurinn að verið sé að klína á Baldur Guðlaugsson fyrrum ráðuneytisstjóra sýndarsekt og þar leiki sérstakur saksóknari lykilhlutverk með því að kyrrsetja eigur Baldurs. Sýndarsekt er hluti af áróðursstríðinu um ábyrgðina á hruninu. Baldur er yfirlýstur sjálfstæðismaður og að honum er sótt á þeim forsendum jafnframt því sem hann fær vörn samherja sinna.
Við skulum hafa eitt á hreinu. Núna þegar stórþrifnaður stendur yfir í samfélaginu er hætt við að ýmsir verði fyrir óþægindum. Allir sanngjarnir menn sjá að Baldur er ekki sekur maður þrátt fyrir að hann þurfi að bera sýndarsekt um tíma. Einnig sjá allir sanngjarnir menn að viðskipti Baldurs með Landsbankabréfin og tímasetningar þeirra voru með þeim hætti full ástæða er til rannsóknar.
Sérstakur saksóknari er undir þrýstingi að klára mál. Skilvirkni og góðir stjórnarhættir skipta höfuðmáli og sem komið er verður ekki efast um valdsmeðferð saksóknara. Beinum ekki reiði okkar að þeim sem síst skyldi.
Lögmanni Baldurs algjörlega ofboðið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
"Baldur er yfirlýstur sjálfstæðismaður og að honum er sótt á þeim forsendum jafnframt því sem hann fær vörn samherja sinna."
Það er akkúrat þessi setning sem veldur mér verulegum áhyggjum. Getur verið að Jón Ásgeir fái að spranga um óáreittur vegna þess að e.t.v. tókst honum að kaupa Samfylkinguna með húð og hári ??
Karl Axelsson sýnir fram á, og að mínu mati sannar, í grein sinni að það er eitthvað verulega mikið að í samfélagi okkar nú á tímum.
Ef þær athugasemdir sem hann gerir í greininni og þær ástæður sem þar eru tilgreindar eru á rökum reistar þá líst mér ekki á framhaldið.
Sigurður Sigurðsson, 24.11.2009 kl. 13:40
Í 139. gr. XIV. kafla almennra hegningarlaga um brot í opinberu starfi segir: "Hafi opinber starfsmaður, í öðrum tilfellum en lýst er hér að framan, misnotað stöðu sína sér eða öðrum til ávinnings eða til þess að gera nokkuð það, sem hallar réttindum einstakra manna eða hins opinbera, þá varðar það sektum eða fangelsi allt að 2 árum.
Krímer (IP-tala skráð) 24.11.2009 kl. 14:46
Hrikalega getur þú verið ómálefnalegur Páll. Það er annarsvegar þetta ímyndaða ofsóknaræði sem Sjálfstæðismenn eins og Páll bera á annað fólk og hinsvegar þetta fársjúka ofsóknaræði sem Sjálfstæðismenn eru haldnir gagnvart öllum öðrum en innmúruðum og innvígðum sem skelfir mann mest. Því slíkt fólk er einmitt það sem er hættulegt samfélögum manna og í ljósi sögunnar það sem steypir þeim í glötun.
Jón Freyr Sig (IP-tala skráð) 24.11.2009 kl. 15:36
Það verður að teljast undarlegt að kyrrsetning eigna Baldurs sé lekið í fjölmiðla ásamt fleiri atriðum þessa máls. Gott og vel, þeir vildu kyrrsetja eignirnar, en var það nauðsynlegt fyrir framgöngu málsins að segja öllum frá því?
Blahh (IP-tala skráð) 24.11.2009 kl. 18:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.