Sunnudagur, 7. janúar 2007
Steingrímur J. og heimilisofbeldið í Alþýðubandalaginu
Alræmdur ritdómur Jóns Baldvins Hannibalssonar í Lesbókinni fyrir jól um bók Margrétar Frímannsdóttur hefur orðið tilefni til flökkusögu um að Steingrímur J. Sigfússon formaður Vinstri grænna hafi lagt hana í einelti er þau voru bæði þingmenn Alþýðubandalagsins. Skrifari starfaði hjá Alþýðubandalaginu á sínum tíma og þykist nógu kunnugur til að vita hvernig kaupin gerðust þar á eyrinni.
Alþýðubandalagið á síðasta skeiði sínu var grimmur flokkur. Það var haft í flimtingum á skrifstofunni að þeim sem entust þar í starfi væri borgið það sem eftir væri starfsævinnar. Í annarri vinnu eða öðru félagsstarfi myndu menn aldrei aftur lenda í jafn vægðarlausum samskiptum samherja og í Alþýðubandalaginu. Sá sem hér skrifar starfaði á árunum 1992 - 1996 á Vikublaðinu sem Alþýðubandalagið gaf út. Ritstjórnin deildi húsnæði með flokknum.
Væringarnar í Alþýðubandalaginu, sem núna þykir sniðugt að kalla heimilisofbeldi, áttu sér margar skýringar og engar einhlítar. Fyrir það fyrsta einkenndi Alþýðubandalagsfólk afdráttarleysi, hlutirnir voru ekki bæði og heldur annað hvort eða. Af því leiddi að þegar fylkingar höfðu á annað borð myndast var nær engin leið að til að ná fólki saman á ný, skotgrafirnar voru of djúpar og einbeitt andstyggð á hinni fylkingunni vék ekki þegar hún var einu sinni meðtekin. Vopnahlé var samið í kringum kosningar til að flokkurinn gæti einbeitt sér að þeim en þess á milli flugust menn á.
Rætur Alþýðubandalagsins lágu aftur til Kommúnistaflokksins. Flokksleg arfleifð var m.a. inngróin tortryggni og einangrunarhyggja sem auðveldlega gróf um sig í flokksstarfinu í hópum og örmum flokksins. Á björtu hliðinni má ekki gleyma ósérhlífni flokksmanna og fórnarvilja fyrir málstaðinn eina og rétta. Margir flokksfélagar létu frá sér starfsframa og ýmis lífsins gæði vegna pólitíska starfsins.
En það er heimilisofbeldið sem er til umræðu. Skrifari varð vitni að nokkrum slíkum tilvikum. Eitt minnisstætt er þegar fjögurra manna nefnd, tveir frá hvorum armi, tókst á um einhvern tittlingaskít vegna kjördæmisráðsfundar í Reykjavík á lokuðum fundi í næsta herbergi við ritstjórnina. Það mátti heyra hvernig tónninn hækkaði og rifrildið stigmagnaðist. Skyndilega var dyrunum hrundið upp og út hljóp ung kona sem komin var langt á meðgönguna og hágrét. Sá sem harðast gekk fram í þessari hrinu hafði fremur óviðfelldið viðurnefni en stóð undir því í þessu tilviki.
Höfundur var líka á vettvangi þegar Margrét Frímannsdóttir var kjörinn formaður Alþýðubandalagsins 1995. Hún kom á skrifstofuna á Laugaveginum og tók yfir skrifstofu þáverandi framkvæmdastjóra Einars Karls Haraldssonar. Þar voru nokkrir kallaðir inn til hennar, einn og einn í senn og rætt við þá bakvið luktar dyr. Það mátti sjá einstakling koma grátandi út. Skrifari var sjálfur kallaður inn til að fara yfir mál Vikublaðsins og var það spjall fremur þægilegt og lítt í frásögu færandi.
Svokallað heimilisofbeldi í Alþýðubandalaginu var í raun hvöss átakaframkoma sem reið húsum í flokknum. Það er ekki í neinu samræmi við veruleikann, eins og hann blasti við þeim sem þetta skrifar, að holdgera átakaframkomuna í Steingrími J. Sigfússyni.
Alþýðubandalagið á síðasta skeiði sínu var grimmur flokkur. Það var haft í flimtingum á skrifstofunni að þeim sem entust þar í starfi væri borgið það sem eftir væri starfsævinnar. Í annarri vinnu eða öðru félagsstarfi myndu menn aldrei aftur lenda í jafn vægðarlausum samskiptum samherja og í Alþýðubandalaginu. Sá sem hér skrifar starfaði á árunum 1992 - 1996 á Vikublaðinu sem Alþýðubandalagið gaf út. Ritstjórnin deildi húsnæði með flokknum.
Væringarnar í Alþýðubandalaginu, sem núna þykir sniðugt að kalla heimilisofbeldi, áttu sér margar skýringar og engar einhlítar. Fyrir það fyrsta einkenndi Alþýðubandalagsfólk afdráttarleysi, hlutirnir voru ekki bæði og heldur annað hvort eða. Af því leiddi að þegar fylkingar höfðu á annað borð myndast var nær engin leið að til að ná fólki saman á ný, skotgrafirnar voru of djúpar og einbeitt andstyggð á hinni fylkingunni vék ekki þegar hún var einu sinni meðtekin. Vopnahlé var samið í kringum kosningar til að flokkurinn gæti einbeitt sér að þeim en þess á milli flugust menn á.
Rætur Alþýðubandalagsins lágu aftur til Kommúnistaflokksins. Flokksleg arfleifð var m.a. inngróin tortryggni og einangrunarhyggja sem auðveldlega gróf um sig í flokksstarfinu í hópum og örmum flokksins. Á björtu hliðinni má ekki gleyma ósérhlífni flokksmanna og fórnarvilja fyrir málstaðinn eina og rétta. Margir flokksfélagar létu frá sér starfsframa og ýmis lífsins gæði vegna pólitíska starfsins.
En það er heimilisofbeldið sem er til umræðu. Skrifari varð vitni að nokkrum slíkum tilvikum. Eitt minnisstætt er þegar fjögurra manna nefnd, tveir frá hvorum armi, tókst á um einhvern tittlingaskít vegna kjördæmisráðsfundar í Reykjavík á lokuðum fundi í næsta herbergi við ritstjórnina. Það mátti heyra hvernig tónninn hækkaði og rifrildið stigmagnaðist. Skyndilega var dyrunum hrundið upp og út hljóp ung kona sem komin var langt á meðgönguna og hágrét. Sá sem harðast gekk fram í þessari hrinu hafði fremur óviðfelldið viðurnefni en stóð undir því í þessu tilviki.
Höfundur var líka á vettvangi þegar Margrét Frímannsdóttir var kjörinn formaður Alþýðubandalagsins 1995. Hún kom á skrifstofuna á Laugaveginum og tók yfir skrifstofu þáverandi framkvæmdastjóra Einars Karls Haraldssonar. Þar voru nokkrir kallaðir inn til hennar, einn og einn í senn og rætt við þá bakvið luktar dyr. Það mátti sjá einstakling koma grátandi út. Skrifari var sjálfur kallaður inn til að fara yfir mál Vikublaðsins og var það spjall fremur þægilegt og lítt í frásögu færandi.
Svokallað heimilisofbeldi í Alþýðubandalaginu var í raun hvöss átakaframkoma sem reið húsum í flokknum. Það er ekki í neinu samræmi við veruleikann, eins og hann blasti við þeim sem þetta skrifar, að holdgera átakaframkomuna í Steingrími J. Sigfússyni.
Athugasemdir
Menn eru greinilega vanir ýmsum birtingarmyndum heimilisofbeldis.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 7.1.2007 kl. 02:09
Þennan furðulega ritdóm Jóns Baldvins upplifði ég fyrst og fremst sem ótrúlegan hroka og hleypidóma í garð Margrétar og almennan menntahroka og kvennafordóma, þótt meiningin hafi eflaust verið önnur. Þess vegna gaf ég ekki mikið fyrir annað sem fram kom í greininni, en samt finnst mér gott að fá þessa innanbúðarlýsingu á atburðarásinni frá aðila sem ég tel traustan blaðamann og þar með heimildarmann. - Anna
Anna (IP-tala skráð) 7.1.2007 kl. 02:10
Að höfundur hafi verið innri koppur Alþýðubandalagsins skýrir margt.
Kristján Sig. Kristjánsson (IP-tala skráð) 7.1.2007 kl. 12:28
Þetta er merkilegur pistill. Alveg eðal!
Veit þó ekki hvort fólk sem er hefur verið að fylgjast með stjórnmálum á þessum tíma hafi áttað sig betur á þessu fólki eins og ólétt kona og svo framvegis eða hvort þetta hefur átt að vera svona óræðið.
TómasHa, 7.1.2007 kl. 21:20
Ojújú, ætli maður geti ekki skrifað upp á þessar lýsingar.
Ég var virkur í Abl. í átta ár, þó ekki hafi ég verið svo heppinn/óheppinn að starfa á skrifstofunni.
Einhvern veginn var maður endalaust í erjum við samherja - og aldrei út af neinu sem máli skiptir. Mergjuðustu átökin voru yfirleitt um einhvern hreinan tittlingaskít á borð við það hvort þetta félagið eða hitt fengi 1-2 fulltrúum fleira í eitthvert kjördæmisráðið. Gott ef tilvitnaða atvikið með hinni óléttu flokkssystur snerist ekki einmitt um slíka smámuni.
Ég hef þess vegna aldrei skilið það fólk sem grætur það að Samfylkingin og VG urðu tveir flokkar, frekar en að lafa áfram í óhamingjusömu hjónabandi. Að mínu mati er Samfylkingin miklu betri flokkur en Alþýðuflokkurinn var og VG miklu betri en Alþýðubandalagið. Geta þá ekki bara allir verið ánægðir?
Hitt þykir mér verra að jafnágætur maður og Páll skuli vera á Moggablogginu.
Stefán Pálsson (IP-tala skráð) 8.1.2007 kl. 10:25
Einhvers staðar verða vondir að vera, Stefán.
Páll Vilhjálmsson, 8.1.2007 kl. 23:36
Þetta er frábær pistill. Sjálfur var ég virkur í Alþýðubandalaginu um langt skeið og forystumaður þar undir það síðasta. Ég get tekið undir lýsingar Páls á ástandinu. Þetta var sérstaklega slæmt í Reykjavík þar sem félagið skiptist í 3-4 aðildarfélög. Hörðustu deilurnar urðu í kjörbréfanefnd, þar sem við Stefán sátum lengi sem fulltrúar ólíkra félaga. Þar var tekist á um fjölda landsfundarfulltrúa og allir reyndur að gera sem mest úr sínum flokksskrám og sem minnst úr hinna. Reyndin varð yfirleitt sú að allir fengu mun fleiri fulltrúa en þeir gátu mannað.
Ég held að þeir sem komust heilir á geði í gegnum flokkadrætti ABL munu búa lengi að því. Þetta var eins og að lenda í intenstitífu námskeiði í fundarsköpum, öllum brögðum var beitt til að ná sinni niðurstöðu fram.
kolbeinn (IP-tala skráð) 9.1.2007 kl. 14:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.