Fimmtudagur, 19. nóvember 2009
Þjóðaratkvæði um Icesave
Icesave-frumvarp ríkisstjórnarinnar ætti að fara fyrir þjóðaratkvæði. Það getur gerst með tvennum hætti. Í fyrsta lagi að ríkisstjórnarmeirihlutinn ákveði að setja málið í þjóðaratkvæði. Í öðru lagi, láti ríkisstjórnin ekki segjast, að forsetinn synji frumvarpinu staðfestingar og fer það þá sjálfkrafa í þjóðaratkvæðagreiðslu - nema að ríkisstjórnin dragi það tilbaka.
Forseti Íslands synjaði fjölmiðlafrumvarpinu staðfestingar fyrir fimm árum. Rökin voru eftirfarandi
Því miður hefur skort samhljóminn sem þarf að vera milli þings og þjóðar í svo mikilvægu máli. Fjölmiðlarnir eru sá hornsteinn í lýðræðisskipan og menningu okkar Íslendinga að ekki er farsælt að varanlega verði djúp gjá milli þingvilja og þjóðarvilja. Slíka gjá þarf að brúa.
Skuldbindingarnar vegna Icesave eru drápsklyfjar komandi kynslóða. Forsetinn getur ekki neitað þjóð sinni sömu afgreiðslu og hann veitt Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og Baugi fyrir fimm árum.
Forsætisráðherra er til | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Páll.
Hvenær ætlar þú að berjast fyrir því að ICESAVE liðið verði sótt og látið borga sína sekt ?
Allir þeir einstaklingar eru enn að reka fyrirtæki og þykjast vera utan réttar og laga !
Reyndu að bein þinni reiði að þeim, en ekki þeim sem reyna að bjarga því sem hægt er !
JR (IP-tala skráð) 19.11.2009 kl. 19:53
Það er vandséð að forsetinn geti annað en neitað að samþykkja ólögin, miðað við fyrirvaraskrípaleikinn sem hann setti upp í fyrri Icesave umferðinni. Miðað við hann, þá eru forsendurnar brostnar og synjunin borðleggjandi.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 19.11.2009 kl. 20:41
Forsetinn munn aldrei ekki-samþykkja IceSave. Ástæðan? Jú það myndi fella stjórnina og Óli munn aldrei fella stjórnina Sína.
Sorry en IceSave verður þvingað í gegn þar sem xS og núna að mér sýnist xVG munni gera allt til að styggja ekki lénsherran frá AGS og EU.
Hannes (IP-tala skráð) 19.11.2009 kl. 21:41
Ég hefði ekkert á móti því að hafa þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave, en ætti þá ekki líka að vera þjóðaratkvæðagreiðsla um hvort ríkið eigi að borga 300 milljarða reikninginn frá Davíði Oddssyni sem hann sendi þjóðinni sem Seðlabankastjóri? Þegar hann sturtaði þessum peningum í banka sem hann taldi að væru á leið á höfuðið?
Theódór Norðkvist (IP-tala skráð) 19.11.2009 kl. 21:46
Páll, fer frumvarp sjálfkrafa í þjóðaratkvæðagreiðslu við synjun forseta?
Ég mundi taka aftur dæmi af fjölmiðlafrumvarpinu. Viðbrögð ríkisstjórnar þá gengu gegn stjórnarskrá og hafa ónýtt þennan rétt þjóðarinnar. Mál komast ekki í þjóðaratkvæðagreiðslu nema Alþingi ákveði svo. Sorglegt en satt.
Guðlaugur Kr. Jörundsson (IP-tala skráð) 19.11.2009 kl. 22:28
... eftir að athugasemdin var skrifuð, rek ég augun í : " - nema að ríkisstjórnin dragi það tilbaka." Annað hvort var færslan uppfærð eða ég fengið alvarlegan athyglisbrest. Skiptir ekki máli hvort er, gott að þetta komi fram í færlsunni.
Guðlaugur Kr. Jörundsson (IP-tala skráð) 19.11.2009 kl. 22:31
Sæll Páll og lesendur!
Það verða mótmæli gegn Icesave á Austurvelli, laugardag n.k (21.11.09) kl 1200 (á hádegi). Mótmælin fara fram friðsamlega fyrir utan stjórnarráð og fyrir utan Alþingi.
Fjölmennum!
mbk
Halldóra Hjaltadóttir, 19.11.2009 kl. 23:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.