Fimmtudagur, 19. nóvember 2009
Möskvastærðin ákveðin í Brussel
Á morgun hittast sjávarútvegsráðherrar ESB-ríkjanna til að taka ákvarðanir um möskvastærð, leyfilega lágmarksstærð á lönduðum þorski og margt fleira sem lýtur að rekstri sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins. Ráðherrum þjóðríkjanna og framkvæmdastjórn ESB liggur á að klára málin sem liggja fyrir áður en Lissabon-sáttmálinn tekur gildi 1. desember næst komandi.
Ástæðan? Jú, málin eru nógu flókin eins og þau standa í dag. Hver þjóð er með sinn ,,innkaupalista" sem þarf að semja um við allar hinar þjóðirnar. Eftir 1. desember bætast 736 þingmenn Evrópuþingsins við sem mögulegir þátttakendur í hrossakaupum um sjávarútveg. Lissabon-sáttmálinn gerir ráð fyrir veigameiri hlutverki Evrópuþingsins við mótun sjávarútvegsstefnu.
Umsókn Samfylkingarinnar liggur í Brussel um að Íslendingar fari með fiskveiðistjórnun sína til Evrópusambandsins.
Hérer umfjöllun European Voice um fundinn á morgunn.
Athugasemdir
Hver ákveður fatastærðir?
stefan benediktsson (IP-tala skráð) 19.11.2009 kl. 16:28
Tja, það er held ég flest orðið staðlað innan Evrópusambandsins í boði skriffinna þess.
Hjörtur J. Guðmundsson, 19.11.2009 kl. 20:46
þetta er sama evrópusambandið og fyrirskipaði að gúrkur skyldu vaxa beinar.
gunnar (IP-tala skráð) 20.11.2009 kl. 13:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.