Fimmtudagur, 19. nóvember 2009
Icesave þarf að ræða fram að jólum - hið minnsta
Icesave-frumvarpið er bresk-hollensk blaut tuska framan í andlit þjóðarinnar og það er ríkisstjórnin sem heldur á og neitar að sleppa. Efnahagsleg rök, lagarök og siðferðisrök hníga öll í sömu átt. Ísland á að hafna afarkostum Breta og Hollendinga. Við eigum ekki að samþykkja að ábyrgðin á ónýtu regluverki Evrópusambandinu skuli eingöngu hvíla á öxlum Íslendinga.
Stjórnarandstaðan þarf að ræða Icesave fram að jólum, hið minnsta. Reynslan sýnir að hægt og sígandi rennur upp fyrir ríkisstjórninni að sumu má ekki játast.
Icesave-umræðan hafin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.