Heimskreppa eða bati - þar er efinn

Ógrynni af skuldum einkaaðila hefur síðustu misserin verið hlaðið á ríkisvaldið sem ekki getur að óbreyttu staðið undir þessum skuldum. Er verið að tala um Ísland? Nei, hagkerfi efnahagsvéla heims austan hafs og vestan í nýrri skýrslu franska Société Général.

Skýrslan er pælingapappír um hvert geti stefnt með hagkerfi heimsins næstu tvö árin eða svo. Það er ekki bjart yfir, verður að segja. Peningaprentun seðlabanka um víða veröld er komin á leiðarenda. Annað tveggja tekst tilraunin sem upp á ensku heitir ,,quantative easing" og vöxtur tekur kipp eða að verðhjöðnun verði ofaná skuldirnar sem myndi þýða katastrófu fyrir ofurskuldsett þjóðarbú.

Hér er hlekkur á úttekt Brósa í Símfréttum á skýrslu franska bankans. Það tekur þrjár mínútur að lesa textann og þeim þrem er vel varið.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Já, þetta lítur ekki vel út.

Enginn vill vera kaupandi en allir vilja selja og flytja vörur sínar út til neytenda í öðrum löndum.

Vísindamenn voru að finna vatn á tunglinu. Það er sennilega þaðan sem vöxturinn á að koma. Það er þangað sem t.d. útflutningsknúin hagkerfi evrusvæðis ætla að flytja út vörur sínar. Ekki er um aðra möguleika að ræða fyrir evrusvæðið og Asíu. Ekki með þennan loftbelg í eftirdragi sem heitir evra og búandi á elliheimili. Ekkert mun lagast fyrr en kaupendur komast í gang aftur og fara að kaupa vörur og þjónustu fyrirtækjanna á ný. Það mun ekki gerast fyrr en bankarnir eru komnir yfir það versta. 

Og eignasafn þrotabús Landsbankans í útlöndum verður einskis virði ef illa fer. En skuldir Íslands myndu hins vegar halda verði sínu meira en mjög vel og greiðslubyrðin stigmagnast í takt við aukna verðhjöðnun.

Tek undir þetta hér 

Ég tek undir með Meredith Whitney

"Eru bankarnir aftur orðnir vel fjármagnaðir?"

"No Way"

"Ekki það?"

"No Way"

Þetta  myndskeið er vel þess virði að kíkja á það (reynið að loka eyrunum fyrir óþolandi hljóðbrellum CNBC, það eru þarna góðir molar)

Meredith Whitney: “I haven’t been this bearish in a year” 

Gunnar Rögnvaldsson, 19.11.2009 kl. 01:29

2 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Mér skilst að um 16 þús. tonn af "gullstöngum" í hvelfingum seðlabanka og annarra fjármálastofnana innihaldi 90-95% tungsten en séu húðaðar með alvöru gulli. Kíló af tungsten kostar einhverja tugi dollara þannig að þetta mun hafa verið gríðarlega ábatasamt dæmi.

Baldur Fjölnisson, 19.11.2009 kl. 10:16

3 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Sé þetta rétt þá þarf náttúrlega að skipta þessu gervigulli út fyrir alvörugull. Tonn af gulli kostar núna um 40 milljónir dollara og 16 þús. tonn þá um 640 milljarða dollara. Þegar búið verður að dekka svikin hefur gullið síðan áreiðanlega þrefaldast í verði þannig að þetta verður upp á trilljónir dollara þegar upp er staðið. En seðlabankar og fjármálastofnanir munu að sjálfsögðu skella því beint á ríkissjóði og skattgreiðendur eins og afleiðingum annarrar svikastarfsemi.

Baldur Fjölnisson, 19.11.2009 kl. 10:28

4 Smámynd: Kommentarinn

Þetta er bara ein birtingarmynd gallaðs peningakerfis. Kerfið byggir á vexti þ.e. allar skuldir og eignir vaxa og til að mæta því þarf stöðugt vaxandi neyslu. Ekki vex plánetan okkar svo þetta kerfi var dauðadæmt þegar í fæðingu. Ekki nema við förum að flytja út drasl til tunglsins og flytja inn vatn og mat til baka...

Kommentarinn, 19.11.2009 kl. 11:50

5 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Þetta trix að nota tungsten sem uppfyllingarefni í gervi gullstöffi er fremur gamalt og hér er eitt af mörgum kompaníum sem stunda það. Þeir flagga meira að segja gullstöngum á síðunni og vita sem er af langri reynslu að það er hægt að selja auðtrúa vesturlandabúum hvað sem er.

Tungsten alloy for gold substitution

http://www.tungsten-alloy.com/en/alloy11.htm

Baldur Fjölnisson, 19.11.2009 kl. 12:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband