Miðvikudagur, 18. nóvember 2009
Heimskreppa eða bati - þar er efinn
Ógrynni af skuldum einkaaðila hefur síðustu misserin verið hlaðið á ríkisvaldið sem ekki getur að óbreyttu staðið undir þessum skuldum. Er verið að tala um Ísland? Nei, hagkerfi efnahagsvéla heims austan hafs og vestan í nýrri skýrslu franska Société Général.
Skýrslan er pælingapappír um hvert geti stefnt með hagkerfi heimsins næstu tvö árin eða svo. Það er ekki bjart yfir, verður að segja. Peningaprentun seðlabanka um víða veröld er komin á leiðarenda. Annað tveggja tekst tilraunin sem upp á ensku heitir ,,quantative easing" og vöxtur tekur kipp eða að verðhjöðnun verði ofaná skuldirnar sem myndi þýða katastrófu fyrir ofurskuldsett þjóðarbú.
Hér er hlekkur á úttekt Brósa í Símfréttum á skýrslu franska bankans. Það tekur þrjár mínútur að lesa textann og þeim þrem er vel varið.
Athugasemdir
Já, þetta lítur ekki vel út.
Enginn vill vera kaupandi en allir vilja selja og flytja vörur sínar út til neytenda í öðrum löndum.
Vísindamenn voru að finna vatn á tunglinu. Það er sennilega þaðan sem vöxturinn á að koma. Það er þangað sem t.d. útflutningsknúin hagkerfi evrusvæðis ætla að flytja út vörur sínar. Ekki er um aðra möguleika að ræða fyrir evrusvæðið og Asíu. Ekki með þennan loftbelg í eftirdragi sem heitir evra og búandi á elliheimili. Ekkert mun lagast fyrr en kaupendur komast í gang aftur og fara að kaupa vörur og þjónustu fyrirtækjanna á ný. Það mun ekki gerast fyrr en bankarnir eru komnir yfir það versta.
Og eignasafn þrotabús Landsbankans í útlöndum verður einskis virði ef illa fer. En skuldir Íslands myndu hins vegar halda verði sínu meira en mjög vel og greiðslubyrðin stigmagnast í takt við aukna verðhjöðnun.
Tek undir þetta hér
Ég tek undir með Meredith Whitney
"Eru bankarnir aftur orðnir vel fjármagnaðir?"
"No Way"
"Ekki það?"
"No Way"
Þetta myndskeið er vel þess virði að kíkja á það (reynið að loka eyrunum fyrir óþolandi hljóðbrellum CNBC, það eru þarna góðir molar)
Meredith Whitney: “I haven’t been this bearish in a year”
Gunnar Rögnvaldsson, 19.11.2009 kl. 01:29
Mér skilst að um 16 þús. tonn af "gullstöngum" í hvelfingum seðlabanka og annarra fjármálastofnana innihaldi 90-95% tungsten en séu húðaðar með alvöru gulli. Kíló af tungsten kostar einhverja tugi dollara þannig að þetta mun hafa verið gríðarlega ábatasamt dæmi.
Baldur Fjölnisson, 19.11.2009 kl. 10:16
Sé þetta rétt þá þarf náttúrlega að skipta þessu gervigulli út fyrir alvörugull. Tonn af gulli kostar núna um 40 milljónir dollara og 16 þús. tonn þá um 640 milljarða dollara. Þegar búið verður að dekka svikin hefur gullið síðan áreiðanlega þrefaldast í verði þannig að þetta verður upp á trilljónir dollara þegar upp er staðið. En seðlabankar og fjármálastofnanir munu að sjálfsögðu skella því beint á ríkissjóði og skattgreiðendur eins og afleiðingum annarrar svikastarfsemi.
Baldur Fjölnisson, 19.11.2009 kl. 10:28
Þetta er bara ein birtingarmynd gallaðs peningakerfis. Kerfið byggir á vexti þ.e. allar skuldir og eignir vaxa og til að mæta því þarf stöðugt vaxandi neyslu. Ekki vex plánetan okkar svo þetta kerfi var dauðadæmt þegar í fæðingu. Ekki nema við förum að flytja út drasl til tunglsins og flytja inn vatn og mat til baka...
Kommentarinn, 19.11.2009 kl. 11:50
Þetta trix að nota tungsten sem uppfyllingarefni í gervi gullstöffi er fremur gamalt og hér er eitt af mörgum kompaníum sem stunda það. Þeir flagga meira að segja gullstöngum á síðunni og vita sem er af langri reynslu að það er hægt að selja auðtrúa vesturlandabúum hvað sem er.
Tungsten alloy for gold substitution
http://www.tungsten-alloy.com/en/alloy11.htm
Baldur Fjölnisson, 19.11.2009 kl. 12:12
Nokkrar athyglisverðar greinar undanfarið.
Ambrose Evans-Pritchard: Is $6,300 Fair Value For Gold? (11/19)
Martin Hutchinson: Waiting For the Train-Wreck (11/18)
Jack Adamo: Gold Bull Market Not Manic Yet (11/17)
Steve Sjuggerud: ‘Gold Is Too Big Now But It Is the End of Bull Run’ (11/17)
Chad Macinnes: Obamanomics Just Won’t Work Part II (11/16)
Tom Raum: US Risks Following Japan’s Example of Stagnancy (11/13)
My Budget 360: The Invisible Recovery Outside Wall Street (11/13)
Michael Nystrom: The Dollar Meltdown – Review (11/11)
E.S. Browning: Dow Leaps in Skeptics’ Rally (11/10)
Bill Fleckenstein: India’s Big Vote For a Gold Rally (11/09)
Charles Hugh Smith: The Crash of 2008: It’s the Panic of 1825 All Over Again (11/09)
Jim Grant: Why I Am a Small ‘b’ Gold Bug (11/06)
Paul Solman: Reinhart and Rogoff Answer Questions on the History of Financial Crises (11/06)
Kenneth Bell: Dr. Doom vs. The Investment Biker (11/05)
Mark O’Byrne: Silver Set to Soar as it Did in the 1970s (11/05)
Martin Hutchinson: Bernanke Learns From the Wrong Crash (11/04)
GoldSeek: Jay Taylor Envisions Scary Specter of ‘30s-Style Depression (11/04)
Yves Smith: Roubini Predicts “Mother of All Carry Trade Unwinds (11/03)
Gary Dorsch: The Dangerous Side Effects of Ultra-Easy Money (11/02)
Paul Waldie: Currency Collapse Drives McDonald’s Out of Iceland (11/02)
Baldur Fjölnisson, 19.11.2009 kl. 15:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.