Samfylkingin segi sig frá landsstjórninni

Samfylkingin átti helminginn í hrunstjórninni sem gætti seint og illa eða alls ekki hagsmuna almennings í aðdraganda hrunsins. Páll Hreinsson formaður sérstakrar rannsóknanefndar um hrunið boðaði að niðurstaða nefndarinnar yrði þjóðinni erfið.

Til að niðurstaða nefndarinnar fái eðlilega afgreiðslu af hálfu þings og ríkisstjórnar og að umræða almennings um skýrsluna verði við kjöraðstæður er eðlilegt að fara fram á að Samfylkingin segi sig frá ríkisstjórninni.

Minnihlutastjórn Vinstri grænna myndi starfa í umboði Alþingis í vetur, ganga frá fjárlögum og öðrum brýnum málum í breiðri sátt. Næsta haust, t.d. í septemberlok, yrði kosið á ný til Alþingis. Þjóðin væri búin að ræða skýrsluna í gott hálft ár fyrir kosningabaráttuna.

Jóhanna Sigurðardóttir gæti orðið mikilhæfur stjórnmálamaður ef hún brygðist við núverandi aðstæðum af stórmennsku og segði sig og Samfylkinguna frá landsstjórninni.


mbl.is Ráðherrar fyrir dóm?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Snjalli nágranni !

 Niðurstöður nefndar nafna þíns geta ekki orðið annað en skelfilegar.

 Skelfilegri eru þó myrkraverkin sem í næstu viku verða lögð á þjóðina vegna Icesave.

 Fyrir 7 árum gekk Samfylkingin og v-grænir nær af göflunum vegna hugmynda um 200 milljóna dollara ríkisábyrgðar fyrir DeCode. (Var aldrei gerð).

 Nú á að leggja drápsklyfjar á okkar afkomendur vegna Icesave. Upphæðin javel meiri en 2.000 milljónir dollara - og Samfylkingin segir :Amen !

 Vissulega skilur ekki nokkur vitiborinn maður slíkar ákvarðanir, og trúlega varla nokkur Samfylkingarmaður heldur !!

 Sagði ekki Jónas.: " Dauft er í sveitum, hnípin þjóð í vanda" ?!

 Kveðja af Nesinu góða  !

Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 18.11.2009 kl. 16:13

2 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Sammála með Samfylkinguna Páll, þetta er líkt og þegar einhver sem tengist máli er beðinn að víkja af fundi á meðan það er afgreitt. Samfylkingin hefur ekki verið hreinsuð af sínum þætti í hruninu og verður alveg örugglega ekki.

Hjörtur J. Guðmundsson, 18.11.2009 kl. 16:42

3 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

Samfylkingin er í eðli sínu ólýðræðislegur flokkur, sem er stofnaður beinlínis til þess að takmarka valkosti kjósenda.

Það er því ekki nokkur von eftir stórmennsku á þeim bæ. Sjáið bara hvernig samfylkingarfólkið Dagur B. og Bjálka-Björk hafa hagað sér í borgarmálaumræðunni. Sannleikurinn vefst ekki fyrir þeim og froðan vellur út um bæði munnvikin.

Emil Örn Kristjánsson, 18.11.2009 kl. 16:57

4 Smámynd: Sævar Helgason

Af vef Jónasar Kristjánssonar.

"Davíð hunzaði Trichet
Jean-Claude Trichet, aðalbankastjóri Seðlabanka Evrópu, hringdi ævareiður í Davíð Oddsson í apríllok 2008. Sagði íslenzku bankana stunda fjárglæfra, sem yrði að stöðva. Davíð gerði ekkert í málinu. Hann herti ekki á frystingunni, heldur lagði hana beinlínis niður. Losaði þannig um hömlur á bönkunum. Hann bannaði bönkunum ekki neitt. En fór í þess stað að lána þeim villt og galið án haldbærra veða. Enginn seðlabanki í heiminum gerði slíkt. Þannig varð Seðlabankinn gjaldþrota upp á 300 milljarða, sem ríkið varð að taka á sig. Það er Davíðs-tjónið, sem nú er verið að leggja á ævareiða skattgreiðendur."

Hún er víða forin vegna Hrunsins.

Sævar Helgason, 18.11.2009 kl. 16:58

5 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Ekki gleyma forsetadruslunni Páll, þar sem hann er órjúfanlegur hluti af landstjórninni verður hann að fara líka og það strax!!  Þessi oflátungur má ekki sitja af sér storminn og hætta síðan vegna persónulegra ástæðna til að bjarga mannorðinu.

En ég held ekki að VG ráði við verkefnið. Við verðum að fá utanþingstjórn og senda þessa alþingismenn í frí þangað til stjórnmálaflokkarnir hafa tekið til í sínum röðum

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 18.11.2009 kl. 17:09

6 identicon

Æ, Æ - nú fór í verra hjá Sævari. !

 Jónas Kristjánsson - af öllum mönnum - orðinn heimildarmaður !!

 Ja, lengi getur vont versnað !

Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 18.11.2009 kl. 17:56

7 Smámynd: Sævar Helgason

"Kalli Sveins"

Kannski svona eins og Davíð Oddsson er heimildarmaður Styrmis G. í bók hans um hrunið.  Ummæli sem höfð voru þar eftir í sjónvarpskynningu- hreinlega afskrifðu bókina....Já lengi getur vont versnað.

Sævar Helgason, 18.11.2009 kl. 20:14

8 identicon

Hef aldrei skilið að Samfylkingin hafist komist aftur til valda neitt frekar en Sjálfstæðisflokkurinn.  Og þau munu eyðileggja okkur með Icesave og spillingu fari þau ekki frá völdum.  Vil engan við völd sem styður Icesave.

ElleE (IP-tala skráð) 18.11.2009 kl. 20:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband