Ísland í flokki með Búlgaríu og Rúmeníu

Ísland er ekki og getur ekki verið ytri landamæri Evrópu nema fyrir undarlegasta milliríkjasamning sem við höfum gert og er kenndur við Schengen. Eyríki Bretland og Írland eru ekki aðilar að Schengen, þótt bæði séu í Evrópusambandinu, og við eigum sannarlega ekki að vera aðilar.

Þegar Búlgarar og Rúmenar ganga inn í Schengen eru þeir að auðvelda samskipti sín vestur á bóginn. Við gerum okkur lífið flóknara, erfiðara og dýrara með Schengen-samstarfinu. Hættum því.


mbl.is Styttist í inngöngu Búlgaríu og Rúmeníu í Schengen
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nei hvaða hvaða, er ekki fínt að fá Búlgarana og Rúmenana í lið með Litháunum að rupla og ræna

Kristin (IP-tala skráð) 12.11.2009 kl. 18:20

2 identicon

Fyrst við erum eyland ætti ekki að vera flókið að fylgjast betur með hvað er að fara út landi í þessum gámum og póstsendingum. Hér geta menn ekki fyllt bílinn af þýfi og keyrt svo bara með það til Austurevrópu eins og hin norðurlöndin eru að glíma við. Það sem er að á íslandi er að löggæslan er svelt. Þessi glæponar myndu sjá í kringum fingur sér og senda hingað lið sem ekki væri á neinum skarskrám og láta það ræna og rupla ef ísland gengi úr Shengen.

Halli (IP-tala skráð) 12.11.2009 kl. 19:09

3 identicon

Sú var tíðin að okkur fannst gott að geta brugðið okkur á milli Norðurlandanna án þess að burðast með vegabréf og önnur ferðaskilríki. Svoleiðis er náttúrlega gleymt i þessu Schengenhasar.

Ég held að enginn hafi sýnt fram á að þessi látustu landamæragæsla sem eitt sinn var í Evrópu hafi haft nokkuð að segja varðandi glæpatíðni viðkomandi landa - og hvað átt þú Páll við með að lífið verði einfaldara, léttara og ódýrara ef við segjum okkur úr Schengensamstarfinu?

Konráð S. Konráðsson (IP-tala skráð) 12.11.2009 kl. 19:59

4 Smámynd: FLÓTTAMAÐURINN

Halli: á Íslandi geta menn víst fyllt hjá sér bílinn af þýfi og keyrt til austur evrópu!!! Þessa fullyrðingu byggi ég á því að ég gerðist landflóttamaður í september, fyllti bílinn af dótinu mínu, t.d. mótorhjóli, verkfærum, tölvu og fleiri hlutum. Ég fór með Norrænu úr landi og það var aldrei svo mikið sem kíkt inní bílinn, ég þurfti ekki að sýna nein skilríki um hver ég var og passinn minn var ónotaður þangað til á landamærunum á ákvörðunarstað, sem sagt Rúmeníu.

Þó svo að Ísland sé eyja þá er greinilegt að það er mjög auðvelt að komast úr landi þó svo að maður væri í farbanni. Ég sýndi að vísu skilríki þegar ég keypti miðan í Norrænu í Reykjavík en þurfti ekki að sýna neitt þegar ég fór um borð, ég hefði sem sagt geta látið einhvern krimma fá miðan minn og hann hefði komist úr landi án þess að nokkur vissi af því.

FLÓTTAMAÐURINN, 12.11.2009 kl. 20:10

5 identicon

Yfirleitt nenni ég ekki að kommentera hjá litlum hræddum ruslbloggurum, en þessi fyrirsögn og texti lýsir ótrúlegu yfirlæti og xenófóbíu sem ég vissi ekki að ætti jafn greiða leið í þjóðmálaumræðuna og raun ber vitni.

Samúel T. Pétursson (IP-tala skráð) 13.11.2009 kl. 08:02

6 Smámynd: Kalikles

Talandi um yfirlæti; "Yfirleitt nenni ég ekki að kommentera hjá litlum hræddum ruslbloggurum". :-Þ

Kalikles, 13.11.2009 kl. 13:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband