30 prósent kúga 70 prósent þjóðarinnar

Umsókn Samfylkingarinnar um aðild Íslands að Evrópusambandinu eitrar pólitíska umræðu. Samfylkingin hafði einn flokka í kosningunum í vor það á stefnuskrá sinni að sækja um aðild.  Samfylkingin fékk 29 prósent atkvæðanna.

Vinstri grænir létu Samfylkinguna kúga sig. Vg hafði lofað kjósendum andstöðu við inngöngu Íslands í Evrópusambandið. Í atkvæðagreiðslu 16. júlí kom fram að þingmenn Vg greiddu atkvæði þvert gegn samvisku sinni þegar þeir féllust á að senda umsóknina.

Umsóknin gerir vinnu við endurreisnina erfiðari vegna þess að ríkisstjórnin er reist á svikum. Þjóðin lætur ekki bjóða sér þessi vinnubrögð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd:  Birgir Viðar Halldórsson

Sammála.

Birgir Viðar Halldórsson, 12.11.2009 kl. 12:24

2 Smámynd: Haraldur Hansson

Það var átakanlegt að sjá samninganefndina á fundi í RÚV fréttunum í gær. Að málið skuli vera komið á þetta stig í lýðræðisríki, án þess að fá til þess lýðræðislegt umboð.

Haraldur Hansson, 12.11.2009 kl. 12:38

3 identicon

Eitt það gáfulegasta sem komið hefur frá þér Páll.

nonni (IP-tala skráð) 12.11.2009 kl. 13:13

4 identicon

Hjartanlega sammála. Það vantar sárlega hóp landsmanna til að sporna við þessu sem fyrst. Því miður eru hópar innan stjórnarandstöðunnar sem eru fylgjandi umsóknarferlinu þannig að þjóðin þarf að rísa upp og andmæla og færa fram góð og gild rök gegn sambandsaðild.

baldvin berndsen (IP-tala skráð) 12.11.2009 kl. 13:15

5 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Þetta er nú fullmikil einföldun. Aðildaráhugi hefur aldrei verið bundinn við flokka og kannanir undanfarinna ára sýndu meirihluta fylgi við aðild þótt það kunni að hafa breytst núna vegna þess hvernig múgæsingamenn hafa notað icesave deiluna til að kynda undir hatri á ESB

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 12.11.2009 kl. 14:29

6 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Icesave deilan þarfnast engra múgæsingamanna til þess að "kynda undir hatri á ESB", hún sér um það alveg ein og sér.

Þar að auki er ESB umsóknin sniðug aðferð til þess að dreifa athygli fólksins - það yrði ekki gott mál fyrir stjórnina ef almúginn einbeitti sér að skjaldborgargagnrýninni.

Kolbrún Hilmars, 12.11.2009 kl. 14:44

7 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Það verður fróðlegt að fylgjast með afsökunum og útskýringum VG í aðdraganda næstu kosninga.  Hvernig ætla þeir að segja við kjósendur sína, "kjósið okkur, við stöndum við loforð okkar" og fá fólk til að trúa því ?

Tómas Ibsen Halldórsson, 12.11.2009 kl. 15:04

8 identicon

Sannur og góður pistill.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 12.11.2009 kl. 15:16

9 identicon

Ekki gleyma ICESAVE, nú er sá hluti VG sem Íslendingar eiga nú allt sitt undir, að undirbúa að greiða enn einu sinni atkvæði gegn samvisku sinni og sannfæringu.  Það er hrikalegt að sjá hvaða leið Guðfríður Lilja (sem hefur hingað til staðið sig eins og hetja í málinu) velur sem sína útgönguleið.

Stærsta slys Íslandssögunnar er í uppsiglingu og þeir innan VG sem hafa haft hug og þor til að ástunda gangrýna hugsun í málinu eru nú annað hvort að láta kúga sig til hlýðni, eða flýja út um bakdyrnar.

Þetta er sorglegt!

elli (IP-tala skráð) 12.11.2009 kl. 15:58

10 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Í síðustu skoðanakönnun kom í ljós að lítill munur er á milli þeirra sem vilja aðildarumsókn og hinna sem ekki vilja hana. 

Það bendir til þess að hljómgrunnur sé fyrir því að gera svipað og Norðmenn gerðu á sínum tíma og sækja um til að fá loksins á hreint hvaða samningum yrði hægt að ná. 

Ómar Ragnarsson, 12.11.2009 kl. 18:53

11 identicon

Jóhannes ->  Veit ekki um neitt fólk hefur notað Icesave deiluna til að kynda undir hatri á Evrópubandalaginu.  Hegðun Evrópubandalagsins sjálfs og Breta og Hollendinga hefur kynt undir hatri á þeim sjálfum.   Og líka hegðun stjórnvalda sem völtuðu yfir þjóðina í Alþingi 16. júlí sl og gerði fjölda fólks reitt.  Þessi reiði hefur líka valdið enn háværari mótmælum gegn Evrópubandalaginu. 

Ómar -> ESB yrði kolfellt, nóv, 09:

http://www.visir.is/article/20091105/FRETTIR01/535643082

http://eunews.blogspot.com/2009/11/new-poll-showing-majority-against-eu.html

http://www.amx.is/fuglahvisl/11220/

  Íslendingar treysta ekki Evrópubandalaginu, nóv, 09:

http://eunews.blogspot.com/2009/11/icelanders-dont-trust-eu.html

 

ElleE (IP-tala skráð) 13.11.2009 kl. 00:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband