Mánudagur, 9. nóvember 2009
Skattar, fullveldi og réttlæti
Ríkisstjórnin er á dauðastigu hærri skatta, tapaðs fullveldis og réttlætis sem sópað er undir teppið. Utanaðkomandi gætu haldið að ríkisstjórnin reyndi sitt ítrasta til að sýnast óskynsöm, óbilgjörn og ótuktarleg. Og tekst það nokkuð vel.
47% skattur á launatekjur? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hægrimenn komu þjóðinni í gjaldþrot
Vinstrimenn eru að reyna að koma þjóðinni aftur í plús
Hægrimenn kvarta
Hvernig var þetta aftur með bjálkann og augað?
Ragnar (IP-tala skráð) 9.11.2009 kl. 21:27
Ríkissjóður er gjaldþrota með skuldir upp á 2000 milljarða sem samsvarar fimmföldum árstekjum og þegar öll kurl verða komin til grafar þá munu skuldirnar vafalaust nema 7-10X tekjum amk. Nú, seðlabankinn hefur þegar farið einu sinni á hausinn og mun án efa verða fallít í það minnsta árlega næstu misserin. Gjaldþrota ríkisbankar eru síðan með hin ýmsu raðgjaldþrot á sinni könnu. Landsvirkjun er hlægilegur skrípaleikur og löngu gjaldþrota og þannig mætti lengi telja. Síðan hafa hægri kommúnistar hróflað hér upp geðveikislegu ríkisapparati sem þetta gjaldþrota ríkiskerfi þarf núna að standa undir ofan á eigin gjaldþrot. Hvað ber að gera? Auka tekjur stórkostlega og skera gjöld niður við trog? Hver eru úrræðin?
Baldur Fjölnisson, 9.11.2009 kl. 22:38
Þið eruð nú meiri bullukollarnir Ragnar og Baldur. Eruð þið afkomendur Nelsons flotaforingja, nema blindir á báðum ?
Seðlabankinn er ekki né var hann gjaldþrota. Þar fyrir utan, sáuð þið kannski ekki fréttina um FIH í Danmörku sem Seðlabankinn /ríkið tók yfir ? Milljarða hagnaður.
Kemur maður þjóðinni í plús með því að gera öreiga úr launamönnum þessa lands ? Það er stefnan miðað við skatthækkanaglýju Steingríms Júdasar og Heilagrar flugfreyjunnar. Hvernig eiga launamennirnir að geta haft lífsviðurværi þegar búið er að tína hverja krónu af honum ? Hvernig á þá kaupmaðurinn, sjómaðurinn, iðnaðarmaðurinn að lifa af þegar enginn er til að kaupa þjónustu þeirra vegna þess að Vampíru-tvíeykið er búið að mergsjúga budduna hjá skattgreiðendum ?
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 10.11.2009 kl. 02:29
Aldrei, aldrei aftur vinstri stjórn.
launþeginn (IP-tala skráð) 10.11.2009 kl. 09:23
Hvað er að í hausnum á þessu pakki,ástandið var slæmt áður enn þessir ónytjungar tóku við,en það er enn verra nú,Því bið ég ykkur Samspillingarráðherrar , Í guðana bænum farið til Brussel og hverfið í afætuhít skrifstofubáknsins þar,því þar eigið þið svo sannarlega heima,á launum hjá EB við að gera ekki neitt að viti.Þá fær kannski Íslensk alþýða frið fyrir ykkur.Ps.Viðhengið ykkar má líka fara öllum Íslendingum að meinalausu.
magnús steinar (IP-tala skráð) 10.11.2009 kl. 12:36
Prédikari, spinndoktorar ríkisins viðurkenna að ríkissjóður skuldi nú þegar 2000 milljarða, sem jafngildir fimmföldum árstekjum sjóðsins. Síðan blasa við 1) risavaxinn halli næstu árin sem augljóslega mun leiða til skuldaaukningar og 2) ýmis óuppgerð leiðindadæmi úr bankakerfinu sáluga og 3) fjölmargar gjaldþrota fyrirtækjamartraðir sem eru komnar á könnu vita gjaldþrota bankaskrípa hins opinbera. Þannig að það er nánast öruggt að eftir 2-3 ár verði skuldir ríkisins amk. 7-10X teljur þess. Þá fer þriðjungur til helmingur í vexti og lán tekin fyrir þeim osfrv. Samkvæmt þessarri stöðu er augljóslega nauðsynlegt að tvöfalda tekjurnar strax og skera gjöldin jafnframt grimmt niður.
Baldur Fjölnisson, 10.11.2009 kl. 14:55
Það er búið að upplýsa að þessar svokölluðu skuldir ríkisins koma ríkinu að mestu leyti ekkert við.
Af 310 % skulda miðað við verga landsframleiðslu þá skuldar fyrirtækið Actavis „Deutsche Bank 70 af þessum 310 %. Þetta fyrirtæki er komið í eigu bankans og kemur ríkisskuldum Íslands ekkert við.
40 af þessum 310% eru erlendar skuldir íslenzkra eignarhaldsfélaga, sem eru skuldheimtumönnum tapaðar þar sem félögin geta ekki borgað. Kemur Íslandi ekkert við.
Álverin skulda 30-40 af þessum 310 %. Ekki eru þetta erlendar skuldir Íslendinga.
30 eru skuldir íslenzkra einkafyrirtækja, ekki ríkisins.
Gjaldeyrislán ríkisins væru með peningalegar eignir á móti, menn ættu innistæðu á tékkareikningi fyrir stórum hluta lánanna.
Þegar allt væri talið næmu nettóskuldir íslenzka ríkisins ekki nema um einni VF, sem væri með því besta sem þekktist.”
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 10.11.2009 kl. 15:07
FBL. 5. okt. 2009.
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra talaði um efnahagshrunið á landsþingi Ungra jafnaðarmanna:
Jóhanna fór yfir stöðu þjóðarbúsins
og framtíðarmöguleika þess á
þinginu. Hún sagði skuldir ríkissjóðs
hafa vaxið úr 300 milljörðum
við bankahrunið í 1.700 milljarða og
þá væri Icesave-reikningurinn ekki
talinn með. .....
------------------------------------
Sem sagt; skuldir ríkissjóðs eru þá upp
á eitthvað á þriðja þúsund milljarða
núna og síðan munu óhjákvæmilega bætast
við lántökur vegna botnlauss halla næstu
árin, lántökur fyrir vöxtum og afborgunum
af þessum skuldafjallgörðum og skellir
vegna rekstrarmartraða sem raðgjaldþrota
sem fallít bankar hins opinbera sitja uppi
með.
Gjaldþrot seðlabankans kostaði ríkissjóð
eitthvað um 300 milljarða og hann fer
tvímælalaust á hausinn aftur á næstu misserum.
Gjaldeyrisbraskarar munu rýja kálhausana þar
algjörlega og ekki hafa mikið fyrir því.
Baldur Fjölnisson, 10.11.2009 kl. 17:18
Jóhanna sagði........ sælir eru einfaldir sem trúa lygaþvættingnum í þessum gerfiráðherra sem er skrípamynd af alvöru stjórnmálamanni.Sem og aðrir samspillingarráðherrar.
magnús steinar (IP-tala skráð) 10.11.2009 kl. 18:13
Þetta skuldabákn þýðir árleg vaxtagjöld upp á 100-150 milljarða sem síðan fer án efa hátt í 200 milljarða þegar fleiri stórar og ljótar beinagrindur koma í ljós úr skáp efnahagshrunsins. Nú þegar fara 20-25% af tekjum ríkissjóðs í vaxtagjöld.
Hann þarf augljóslega að stórauka tekjur sínar á næstu misserum, kannski allt að því tvöfalda þær og skera gjöldin jafnframt grimmt niður til að standa undir þessum óhugnaði. Það er bara því miður engin leið framhjá þessu.
Baldur Fjölnisson, 10.11.2009 kl. 18:15
FBL. 8.sep. 2009
Heildarskuldir ríkissjóðs
námu alls 1.403 milljörðum
króna um mitt ár, eða sem
nam 92 prósentum af landsframleiðslu
ársins. Þetta kemur fram í
samantekt Hagstofu Íslands.
Skuldir ríkissjóðs hafa ríflega
tvöfaldast frá því á sama tíma í
fyrra, þegar ríkið skuldaði 573
milljarða króna, eða um 39 prósent
af landsframleiðslu.
Heildartekjur ríkissjóðs voru
13 milljörðum króna lægri á
öðrum ársfjórðungi 2009 en á
sama tímabili í fyrra, alls 150
milljarðar króna. Lækkunin
skýrist mest af minni tekjum af
virðisauka- og tekjuskatti. -
-------------------
Þessar tölur miðast við mitt árið og eru án Icesave eins og hjá Jóhönnu og hún var vafalaust með nýrri tölur þarna í síðasta mánuði.
Baldur Fjölnisson, 10.11.2009 kl. 18:20
Þaðstendur óhaggað augljólega að án Icesave klafans sem eigendur einkabankans Landsbankans skulda þá er skuld ríkissjóðs/skattgreiðenda ekki meira en 1 verg landsframleiðsla.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 10.11.2009 kl. 18:23
MBL. 14. jul. 2009
Erlendar skuldir íslenska ríkisins nema 140- 240% af vergri landsframleiðslu allt eftir því hvernig reiknað er. Þetta kom fram í fréttum RÚV í morgun. Í Fréttablaðinu kemur fram að erlendar skuldir ríkissjóðs nemi 200% af vergri landsframleiðslu. Inni í þeirri tölu eru skuldbindingar íslenska ríkisins vegna Icesave.
Fulltrúar Seðlabankans hafa verið boðaðir til fundar við efnahags- og skattanefndar Alþingis í fyrramálið.
Samkvæmt heimildum fréttastofu RÚV hafa menn í efnahags og skattanefnd Alþingis verið að vinna með tölur sem eru á bilinu 140-240%**** af vergri þjóðarframleiðslu.
Skuldirnar fara eftir því hvaða breytur eru teknar með í útreikningana, í hærri tölunni er til dæmis búið að taka mið af öllum skuldum, það er skuldum sveitarfélaga, fyrirtækja og erlendum lánum sem fyrirhugað er að taka á næstunni svo og Icesaveskuldbindingunum.
-------------------------
**** samsvarar 2100-3600 milljörðum [BF]
Baldur Fjölnisson, 10.11.2009 kl. 18:28
Prédikari, jafnvel þó svo væri sem er algjör óskhyggja, þá fer samt fjórðungur tekna ríkissjóðs í vaxtagjöld. Þú hlýtur að sjá að það er alveg vonlaus staða miðað við núverandi tekjur.
Baldur Fjölnisson, 10.11.2009 kl. 18:34
Skv. fjárlagafrumvarpinu fyrir næsta ár nema skuldir ríkissjóðs um 1750 milljörðum króna og tekið er fram að skuldbindingar vegna Icesave séu ekki taldar þar með. Síðan eru lán AGS og Noregs til þrotabús seðlabankans ekki heldur talin til skulda ríkissjóðs. Samt kemur einnig fram í téðu frumvarpi að ríkissjóður hafi tekið á sig 300 milljarða sem óvitar í seðlabankanum mokuðu í gjaldþrota bankakerfi (tapaðar veðlánakröfur). Einnig þurfti ríkissjóður að setja 300 milljarða í hræ viðskiptabankanna sem hann tók yfir til að gera hræin amk. að sombíum. Núna geta þessi sombí ekki gert upp eigin fallít kúnna vegna þess að þá yrðu sombíin að hræjum á ný. Þannig er nú staðan, bræður og systur, og vafalaust er hún í raun enn verri en þetta.
Baldur Fjölnisson, 10.11.2009 kl. 19:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.