Launalöggan ASÍ

Alþýðusambandið var einu sinni baráttusamtök launafólks fyrir bættum kjörum. Á síðari árum hagar ASÍ sér oft sem stjórnvald án umboðs. Skrifstofulið ASÍ mótar stefnu í málaflokkum sem ekki endilega koma þeim við og berja á stjórnvöldum að lækka vexti eða ganga í Evrópusambandið, svo að tvö dæmi sé tekin af handahófi.

Eyjan segir frá bloggi Ragnars Þórs Ingólfssonar sem teflir fram upplýsingum að Alþýðusambandið sé orðin að launalöggu sem berji niður umsamdar launahækkanir. 

Möguleg skýring á launalækkunarstefnu ASÍ er að kontóristarnir vilji fyrir hvern mun fækka gjaldþrotum fyrirtækja vegna þess að það muni auka afskriftir lífeyrssjóðanna. ASÍ-elítan mannar lífeyrissjóðina og aukar afskriftir gætu orðið til þess að óþægilegar spurningar vaki um starfshætti elítunnar á útrásartímabilinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Ég held það sé rétt hjá þér að starf ASÍ forustunnar snýst sífellt meir um að verja eignir lífeyrissjóðanna og minna um hefðbundna kjarabaráttu.  Það þarf að færa þennan kaleik frá verkalýðsrekendunum og gera þjónustusamning við Ríkið um vörslu sjóðanna.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 9.11.2009 kl. 19:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband