Sunnudagur, 8. nóvember 2009
Austurblokkin og endalok ESB
Á morgun er afmæli hruns heimsmyndar sem kennd er við Berlínarmúrinn og skipti Evrópu í austur og vestur áratugina eftir seinna stríð. Evrópusambandið var getið, fætt og hlaut uppvöxt í skjóli Berlínarmúrsins. Ljósmóðir Sambandsins er Bandaríkin sem vildu fyrir hvern mun efla Vestur-Evrópu eftir stríð til að sporna við áhrifamætti kommúnismans og Sovétríkjanna í austri.
Evrópusambandið er valkostur í evrópskri sögu seinni tíma sem hefur einkennst af valdabrölti Frakka og Þjóðverja með fljótandi bandalögum við Breta og Rússa. Þar á milli eru þjóðir sem oftar en ekki eru leiksoppar stórveldanna.
Lögmæti er kjarnavandi Evrópusambandsins. Lögmæti opinbers valds fæst hjá almenningi. Til að fá lögmætið þarf einhvers konar samband að vera á milli almennings og valdsins. Og það samband getur ekki orðið til nema á sameiginlegum vettvangi. Öll þjóðríki á Vesturlöndum eiga þennan vettvang en Evrópusambandið ekki.
Nauðungin sem bjó til Evrópusambandið er horfin. Til að standa á eigin fótum reyndi Sambandið að víkka sig, tók inn austurblokkina, og dýpka með sameiginlegum gjaldmiðli og stjórnarskrá sem varð að Lissabonsáttmála. Ekkert af þessu leysir kjarnavanda Evrópusambandsins.
Evrópusambandið er dæmt til að fara sömu leið og Berlínarmúrinn.
Athugasemdir
Takk fyrir góða grein. Við megum passa okkur sérstaklega núna þegar andstæðingarnir þ.e. EU sinnar sína að þeir eru áhyggjufullir og meira að segja Jóhanna en það er partur af leiknum að viðurkenna vanmátt til að slæva andstæðinginn og rísa svo upp með öll tromp á hendi þ.e. unglinganna sem rétt eru ornir nógu gamlir til að kjósa.
Valdimar Samúelsson, 8.11.2009 kl. 11:01
Uprunalegur hugmyndafræðingur og verndari ESB draumaríkisins heitir Adolf Hitler. Hann er jafnframt höfundur þessara orða, sem ranglega hafa verið eignuð öðrum áróðursmeistara úr hans liði:
"Make the lie big, make it simple, keep saying it, and eventually they will believe it."
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 8.11.2009 kl. 13:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.