Laugardagur, 7. nóvember 2009
Samjöfnuður spillingar
Fréttin sem tengd er við þetta blogg á fullkomlega rétt á sér. Sama gildir um frétt Mbl.is í gær um lántökur Björgólfs Guðmundssonar í sjóðum sem hann átti ekki að eiga aðgang að. Fréttir Morgunblaðsins síðustu daga um málefni Haga eru jafnframt mikilvægar fyrir uppþvottinn eftir útrásina.
Ólafur Arnarson á Pressunni telur að ekki megi segja frá braski Kaupþingsstrákanna vegna þess að aðrir gætu líka haft óhreint mél í pokahorninu. Ólafur telur að málefni Haga verði að meta í samjöfnuði við frammistöðu Seðlabankans. Allir sæmilega skynsamir menn sjá að Hagar er spillingarmál á meðan frammistaða Seðlabankans tilheyrir umræðu um hagstjórn.
Ólafur er úti að aka með samjöfnuð sinn.
Skulda milljarð út á jarðakaup | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hjartanlega sammála. Samburðurinn er út úr korti. Það er orðið meira en ljóst að Ólafur hefur einhverjum allt öðrum hagsmunum að gæta í bókarskrifum, sem álitsgjafi í ljósvakamiðlum og Pressupistlum en að sannleikurinn komi í ljós. Kannski þarf ekki að leita skýringarinnar lengra en til fyrri vinnustaðar og vinnufélaga sem hann undi sér svo vel með, til að finna skýringuna. Trúverðuleiki mannsins er orðin afar lítill sé ekki meira sagt. Davíðsheilkennið, þekktast úr sjúkraskrám Jóns Ásgeirs, leikur Ólaf afar illa, og þá vonandi ekki vegna sérstakrar þóknunnar frá auðrónanum.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 7.11.2009 kl. 17:12
Sammála...
Birgir Viðar Halldórsson, 7.11.2009 kl. 17:31
Sammála
Gunnar Rögnvaldsson, 7.11.2009 kl. 18:03
Sammála.
Það er auðvitað þekkt fyrirbæri að þeir sem hafa orðið uppvísir að siðferðislega ankannalegri hegðun bendi á aðra verri í þeirri von að samanburðurinn geri menn betri.
Egill Jóhannsson, 7.11.2009 kl. 18:07
Gaman að þessu.
Skrímslapenninn Páll Vilhjálmsson skrifar jólasögu fyrir litlu skrímslin sem eru auðvitað fyrirfram hjartanlega sammála. Gömlu Valhallarfrasarnir og skítkastið á sínum stað:"Trúverðuleiki mannsins er orðin afar lítill sé ekki meira sagt. Davíðsheilkennið, þekktast úr sjúkraskrám Jóns Ásgeirs, leikur Ólaf afar illa, og þá vonandi ekki vegna sérstakrar þóknunnar frá auðrónanum."
Jólin byrja snemma hjá þér í ár Palli minn. Minni þig þó góðlátlega á að risaeðlurnar döguðu uppi á örskotsstund og þannig mun einnig fara með hyskið sem reynir að skrifa DO frá dómi sögunnar.
Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 7.11.2009 kl. 18:39
Hilmar Hafsteinsson. Þú ert etv. einn þessara Samspillingaspunatrúða sem hamast við að reyna að endurskrifa söguna, sem að vísu verður óvart að skemmtilegast farsa og gamansögu fyrir þá sem þekkja sannleikann. En ef verið er að "misskilja" söguskriftarframlag Ólafs, leggðu endilega fram eitthvað sem minnir á að hann efist um "snilli" Jóns Ásgeir miljarðaskuldarmannsins og Kaupþingsmanna fyrir og eftir hrun, og hvað þá að þeiri beri nokkra ábyrgð á því yfirleitt.
Þetta gamla góða að "sá á hund sem elur" á etv. afar vel við Ólaf og eintóna söguskriftartilburðina. En þú getur kannski sýnt fram á annað, og þá örugglega að Hannes nokkur Hólmsteinn er einnig algerlega hlutlaus í sínum skrifum, líka í Pressunni hvað Davíð og hans þátt í hruninu varðar.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 7.11.2009 kl. 19:23
hmmm... kannski trúður, Guðmundur second (to none), jafnvel spunatrúður, en aldrei hef ég samspilltur verið.
Ég er sjálfstæður maður, Gummi minn, ekki sjálfstæðisskrímsli eins og þið greyin. En þið skóníðingarnir kippið ykkur svo sem ekkert upp við það. Þið gjammið bara á daginn og gólið á kvöldin eins og hin erkiskrímslin.
Þið snillingarnir "þekkið svo sannarlega sannleikann", sérstaklega þegar honum er troðið öfugum ofan í kokið á þjóðinni af Móamafíunni. Títtnefndur Ólafur þekkir væntanlega þankagang ritstjórans betur en margir aðrir. Hann gerir sér væntanlega grein fyrir að það er ekki nóg að vera í FLokknum, ef maður bugtar sig ekki og beygir fyrir stjórnlausu Eimreiðinni.
Ég gef nákvæmlega ekkert fyrir HHGizkason. Jafnvel þú veist að dagar hans eru taldir - þó svo að hann neiti að átta sig á því. Það er framtíð þessarar þjóðar sem heldur fyrir mér vöku. Meðan landráðamenn finna griðland í Hádegismóum er illa komið fyrir Íslendingum.
Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 7.11.2009 kl. 20:36
Hilmar. Svona til glöggvunar þá hef ég ekkert með Sjálfstæðisflokkinn að gera og hef ekki kosið hann frekar en nokkurn flokk í rúma 2 áratugi. Síðuhaldari hefur ljóstrað upp að hann hafi látið gabbast til að kjósa VG í vor, og áður fyrr var hann stjórnarmaður í Samfylkingunni. Hugsanlega gild ástæða til að efast um hans dómgreind....????
Etv. er mögulegt að horfa á brölt og leðjuslag flokkanna og hafa skoðanir án þess að halda með nokkrum, sem um leið er meiri hætta á óþægilegum tilfinningum. Skrif Ólafs og heiftin sýnist mér fyrst og fremst geta stafað af því að hann veðjaði á kolrangan hest og er farinn af hjörunum eins og allt það hyski sem hann dansaði hrunsdansinn með, enda bjuggust þeir við að vera búnir að jarða Dabba dóna eitt skipti fyrir öll. Reynir "upptekinn" Traustason er annar af svipuðu sauðarhúsi en Hallgrímur Helga sá ljósið.
Ég fagna að rödd Davíðs heyrist sem oftast og hæst, sem og allra hrunsgrunaðra en ekki bara Baugsliða, og treysti mér ágætlega að sjá skóginn fyrir trjánum og meta hvað gæti verið rétt eða rangt. Sýnist karlinn vera farinn að velgja mönnum heldur betur undir uggum sem er vel. Ef hann fer með rangfærslur þá getur ekki verið flókið fyrir andstæðingana hans að sýna fram á og sanna annað með alla Baugsmiðlana og RÚV sem bakhjarla. Flokksblindnin þvælist ekki fyrir undirrituðum, sem betur fer, og örugglega kemur sannleikurinn á endanum í ljós þegar hrært er vel í spillingargrautnum. Best er að glæpalýðurinn verði búinn að pönkast sem mest á hverjum öðrum og kortleggja atburði sem best áður en endanlegi dómurinn fellur. Því miður frestaði rannsóknarnefnd þingsins birtingu skýrslunnar stóru, væntalega af kröfu Samfylkingarinna.
Vont að þú getur ekki lagt neitt fram sem hægt er að sýna fram á að Ólafur er ekki handbendill ákveðinna afla, með að hafað ráðist af hlutleysi á alla meinta ábyrgðaraðila hrunsins, eins og td. Jón Ásgeir og hans hyski, eða Kaupþingsmafíuna. Miðað við hans endurritunar á sögunni fara þar heiðursmenn og einungis fórnarlömb Davíðs og félaga.
Þér bauðst að "troða meintum rangfærslum ofan í mig aftur" með að leggja fram einhver skrif Ólafs þar sem hann bendir á augljósan og stórkostlega vítaverðan þátt Jóns Ásgeirs og Kaupþings og mafíuhyskisins þeirra sem hrunsforystugengisins, en gerðir ekki.
Hélt að lögheimili "landráðamanna" væri til húsa hjá 365 miðlum nú sem fyrr.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 7.11.2009 kl. 21:47
Nei, Guðmundur minn, við skulum ekki efast um dómgreindina hans Páls. Hins vegar er ég til í að styðja og styrkja Moggabloggskónginn í að draga réttar ályktanir - alla vega endrum og sinnum. Blessaður maðurinn er Seltirningur og þar lifa fáir og hugsa smátt, eins og alkunna er.
"Dabbi dóni" gerir mest í því að jarða sjálfan sig endanlega þessa dagana. Hann er langt kominn með að rústa Móafréttum, bæði efnislega og fjárhagslega. Hann kann ekki til verka í ritstjórninni frekar en seðlabankastjórninni. Það virðist því miður vera plagsiður hjá SkrímslaFLokknum að velja frekar þann versta til starfa en þann næst besta.
DO-fagnið þitt segir meira um sjálfan þig en raunveruleikann í kringum þig. Þú getur hringsólað í kringum verðandi dulstirni og baðað þig í gammageilsunum en það breytir ekki því að þú brennir þig ef þú hættir þér of nærri.
"Ef hann fer með rangfærslur..." segir þú! Bíddu við, þú ert að tala um manninn með sólgleraugun sem talaði óhefta frjálshyggju inn á þjóðina. DO hefur haft atvinnu af því að ljúga að þjóðinni árum saman. Þú ættir að vita það sjálfur að samtrygging fjórflokkanna á þingi kemur í veg fyrir að stjórnmálamenn verði dregnir til ábyrgðar fyrir Hrunið. Þeirra er þó ábyrgðin mest og stærst, Baugsliðið og bankastjórarnir dönsuðu eftir pípu þeirra.
Umræddur Ólafur, sem þið Palli Móapenni leyfið ykkur að pönkast á og draga í svaðið, má þó eiga það að hafa skrifað bók um Hrunið - þá fyrstu af mörgum. Þið belgið ykkur út í málefnalegri fátækt í boði gamla sólkonungsins og níðið æruna af þeim sem reyna að fjalla málefnalega um ástandið.
Ég efast ekki um það að margur góður stórkaupmaðurinn bíður með öndina í hálsinum eftir tækifæri til að yfirtaka leifarnar af Baugsveldinu til að skrúfa upp matarverð í landinu á kostnað neytenda. SkrímslaFLokkurinn hefur alla tíð verið handbendi hávöruverðsverslana (smbr. N1).
Ég ástunda ekki að "troða meintum rangfærslum" ofan í menn. Ég aðhyllist frjáls og opin skoðanaskipti, byggð á rökum. Þið aðhyllist því miður gaspur og gífuryrði að hætti foringjans.
Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 7.11.2009 kl. 23:21
Hilmar. Núna er ég ekki alveg að lesa þig. Þú ert farinn á límingunum yfir því að Dabbi sé að túlka söguna sér í hag, en um leið að segja að hann sé að grafa sér gröf með því og Moggans. Er það að hann er að grafa sér gröfina sem fer svona illa í þig, eða að Mogginn er í andaslitrunum? Segist hugur að flestir sem hafa mestar áhyggjur af "velferð" málgagnsins lesa hann ekki, né voru áskrifendur en segjast samt hafa sagt áskriftinni upp. Ég les hann ekki og þal. er ég ekki áskrifandi og sennilega þú ekki heldur, en vonandi lifa þeir báðir af til að fleiri raddir en hugnast vinstar liðinu og Baugsmafíunni fái að heyrast. Mas. fékk stærsti Baugsgrísinn að hrauna yfir Moggaritsjórann í hans eigin dagblaði. Hefur það einhverntíman gerst í Baugsmiðli að eitthvað annað en heimskt lof hafi verið leyfilegt um eigendurna?
En af engum áhrifamanni hef ég haft meira gaman af en Davíð, og sérstakleg með hvernig hann hefur Samfylkinguna, VG og Baugslygaveituna í höndum sér og stjórnar eins og strengjabrúðum, sem gerir að einstakri list í gaman brúðuleikhúsi. Skoðanir þeirra eru skoðanir Davíðs, þas. verða alltaf þveröfugar. Hann gæti fengið þetta lið til að verða sammála og fullvist um að jörðin er flöt. Skemmtanagildið hvað hann varðar þarf ekkert með samliggjandi skoðanir að gera. En miðað við Icesave og ESB hyski eins og Steingrím vindhana í ofsaroki og Heilaga Jóhönnu forsætisráðherfu, er vel skiljanlegt að fólk er farið að líta til Davíðs sem mögulegs þjóðarbjargvætts eins og kom fram í skoðannakönnun fyrir skemmstu. Segir allt um þau.
Það er athyglisvert að sjá að einhver finnist enn í dag sem vill meina að Dabbi hafi framið frjálshyggjubrögð á þjóðina á meðan að ríkið þandist út og óx með meiri hraða en nokkurn tíman fyrr á hans valdatíð. Á meðan snérist Samfylkingin til hreintrúnaðar á frjálshyggjuna og stóð í vegi fyrir öllu ríkiseftirliti og mögulegri heftingu og á útrásarsvínin sem "frjálshyggju" Davíð vildi þá koma á sponsora og vildarvini Samfylkingar, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar. Athyglisverð staðreynd, - ekki satt?
Enn verð ég að lýsa undrun minni á dugleysi þínu að hrekja það sem pistillinn fjallar um og fullyrðingar mínar að Örn Arnarson virðist ganga fyrst og fremst erinda Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Kaupþingsmafíunnar í þessum slöku skrifum sínum um Dabba vonda. Þegar sagan er skýrð aðeins frá einum sjónarhóli þá er hún gagnlaus. Með að Mogginn sinnir amk. hinni hliðinni eru einhverjar líkur á að sú rétta komi fram á endanum. Lítil hætta á að það verði Ólafur sem hefur þá skrásett hana miðað við það sem undan er gengið.
Hjartanlega sammála með að fjórflokkarnir munu koma í veg fyrir að böndum verði komið yfir glæpamenn sem bera ábyrgð á hruninu, en ekki kaupi ég að það verði missir af Baugsfeðgum í einokunarverslununum og að þjóðin muni fara verr út úr að skipta versluninni upp á fleiri hendur. Þú mátt ekki gleyma miljarða bakreikningnum sem þjóðinn verður að greiða ofan á Bónusverðin eftir svínarí feðgana.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 8.11.2009 kl. 00:30
Palli bladamadur....thú aettir ad skriva um kvótakerfisspillinguna.
yOTTy YottY (IP-tala skráð) 8.11.2009 kl. 09:30
Það er bæði satt og rétt Guðmundur minn, þú ert ekki alveg að lesa mig. Ég skal einfalda þetta fyrir þig - með von um örlítinn skilning.
Að mínu mati er DO ótíndur glæpamaður og það sem verra er - landráðamaður. Hann skákar í því skjólinu í dag að dómskerfið er lamað og þjóðfélagið á hliðinni, Í tíð sinni sem forsætisráðherra gróf hann landinu þá gröf sem við erum nú stödd í. Í sjálfskipuðu embætti sínu sem seðlabankastjóri setti hann ríkissjóð á hausinn og fórnaði fjárhagslegu sjálfstæði landsins.
Þetta superskrímsli þrífst á einfeldningum eins og ykkur Palla penna, sem eruð tilbúnir að hlægja að aulabröndurunum og mæra stjórnviskuna hjá ritstjóranefnunni. Ég er einfaldlega að segja ykkur að keisarinn er nakinn, klæðalaus. Allur dýrðlegi vefnaðurinn sem hefur í gegnum tíðina verið spunninn utan um kvið þessa háskólamenntaða handrukkara er hjóm - sýndarmennska og uppskrúfað pólitískt FLokksbull.
Við þær aðstæður sem uppi eru í landinu þurfum við ekki vitskerta vindmyllubana í pólitík. Við þurfum að rífa þjóðina upp úr hjólförum fjórflokksins og sameinast um að byggja upp nýtt þjóðfélag - um leið og við þurfum nauðsynlega að dæma pólitíska landráðamenn til langrar fangelsisvistar.
Eins og staðan er leynist veik von um að bankaræningjarnir og útrásaraðallinn fái hugsanlega nokkra mánaða skilorðsbundinn dóm, en verði síðan sleppt út í þjóðfélagið aftur eins og öðrum síbrotamönnum á Íslandi. Meðan fjórflokkurinn er við völd er hins vegar borin von að þeir sem mesta ábyrgð bera á Hruninu verði réttilega dæmdir.
Eina leiðin til að tryggja að þeir seku í Hruninu fái makleg málagjöld er að svipta fjórflokkinn völdum. Við þurfum nýja stjórnarskrá og virkt lýðræði sem tryggir að pólitískir brennuvargar fái makleg málagjöld.
Ég er að tala fyrir uppstokkun í þjóðfélaginu og pólitískri hundahreinsun. Ég er að tala fyrir því að kollvarpa því valdakerfi sem leitt hefur þjóðina í glötun. Ég er að tala fyrir því að lítilsgildar skrímslasleikjur eins og þú og Palli penni manni sig upp í að hugsa um hag þjóðarinnar en ekki N1-klíkunnar.
Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 8.11.2009 kl. 09:31
Hilmar. Það er í sjálfusér lítið um það að segja ef þú telur þig getað dæmt Davíð "glæpamann og landráðamann" væntalega án þess að styðjast við neinar rannsóknir annað en þú lest í Baugstíðindum, settar fram af þeim aðilum sem hafa sérstökum hagsmunum að gæta að "einfaldir" komist að þeirri niðurstöðu eftir skrif þeirra. Og þeir eru ansi margir.
Vissulega var að afar vond ákvörðun að hann gerðist Seðlabankastjóri, en honum til varnar er hann einn hundruða embættismanna sem eru ráðnir eftir fjórðungsskiptareglum flokkanna og er enn í gangi. Dýrasta einkavinavæðing sögunnar var gerð fyrir nokkrum mánuðum þegar Steingrímur J(arðfræðingur) Sigfússon réði einkavin sinn óhæfan Svavar Gestsson sem formann Icesave samninganefndarinnar. Ef þar er ekki komið gott dæmi um hugsanlegt landráð er vandséð hvernig slíkt verði framkvæmt.
Man ekki betur en strax eftir hrunið að Davíð hafi gagnrýnt harkalega seinagang og sinnuleysi stjórnvalda með að ganga fram að hörku með að rannsaka hrunið og hugsanlega glæpi því tengdu. Samfylkingin og VG gerðu allt sem þeir gátu til að hindra með málþófi stofnun sérstaks saksóknaraembættis og afnema bankaleynd auðróna sem dæmi.
Davíð fór fram á að hans þáttur yrði rannsakaður strax og látinn þá svara til saka ef eitthvað misjafnt fyndist. Að ráða 200 erlenda rannsóknarsérfræðinga væri þarfara en að segja upp fjölda manns sem hafið verið gert og í áætlun hjá Fjármálaeftirlitinu. Hugsanlega hefur það verið gamla trikkið hans að espa upp Samylkinguna sem eðlilega gerði allt þveröfugt annað en hann lagði til. Björgólfarnir þóttu líka vera hinir vænstu menn hjá Mogganum á meðan þeir áttu hann. N1 klíkuna þekki ég ekki nógu vel eða hversu öflugir þeir eru á markaði og þal. get ekki úttalað mig um hvernig þeir haga sér gagnvar neytendum og smkeppnisaðilum. Ef það er eitthvað við ætt vinnubragða Baugsmanna, þá er ekki spurning að þeir ættu að fara sömu leið og þeir, niðrum kamarinn.
Þú hefur það eins og þér hentar, með að þeir sem þér hugnast ekki þá eiga þeir ekki fá að tjá sig um sína hlið mála og hvað þá um ásaknir á hendur þeim. Þetta þekktist í gamla Sovét, Kína og Norður Kóreu, sem þú sennileg færð þínar hugmyndir um "réttlæti" frá. Menn voru og eru látnir hverfa sporlaust, og í besta falli lokaðir til æfiloka í fangelsum eða geðveikrahælum án dóms og laga. Vil endilega heyra sem mest frá öllum meintum glæpamönnum og gengja, hvorts sem það eru Baugsmenn, Glitnismenn, Landsbankamenn, Björgólfarnir, Wernersbræður, Bakkabræður, Hannes Smára, Bjarni Árna, allir Seðlabankastjórarnir, allir lykilmenn Seðlabankans sem og allir lykilmenn föllnu bankanna sem nýju, Pálmi Haralds, Geir Haarde, Ingibjörgu Sólrúnu, Árna Matt, Össur, Jón Sigurðsson, Þórunni Sveinbjarnard., Jónas Fr. Jónsson, bankastjórnir föllnu bankanna og Seðlabankans, Björgvin G. Siguðrðsson, Jóhönnu Sigurðardóttir, Ólaf Ragnar Grímsson, alla stjórnendur fjölmiðla og fjöldi blaðamanna sem gengu augljóslega erinda auðrónanna, spunakellingar, áróðursmeistara og fjármagnaðir embættismenn, frambjóðendur og þingmenn flokkanna os.frv..os.frv. Allt aðilar sem brugðust fullkomlega, hugsanlega með glæpsamlegum hætti, mútuþægni, yfirhylmingum, hreinum lygum og eiga þá að standa ábyrgir gjörða sinna. Allt aðilar sem þér er frjálst að dæma í "Hilmarsdómstólnum", en sjálfur vil ég bíða eftir að betur "gerðir" og vonandi "gefnir" (þitt að dæma um gáfnarfar) rannsóknaraðilar og dómstólar ljúki sinni vinnu, undir handleiðslu Evu Joly. Leyfa öllu þessu liði að bulla fram og til baka til að reyna að hvítþvo sjálfa sig og sína. Það er vissulega hætta að "einfeldingar" trúi alltaf seinasta ræðumanni, eins og þú augljóslega óttast að gerist (þá hugsanlega hjá sjálfum þér?) en er ekki viss um að það gerist hjá megin þorra hugsandi manna og vonandi ekki hjá þar til ráðnum dómurum.
Davíð má og á að blaðra eins og Jón Ásgeir og allir grunaðir eins og honum sýnist og vonandi sem mest, og tala ekki um að ef eitthvað nýtt sem sýnir fram á mögulega sekt eins og sakleysis annara, þá er það hið besta mál. Þöggunin eða einhliða söguskýring eins og hefur verið í gangi þar til að hann settist í ritstjórastólinn, er ávísunin á áframhaldandi spillingu og etv. hugnast þér það giska vel, en "einfeldningar" eins og við Páll augljóslega síður. Sjálfur hef ég alltaf haft þörf fyrir að standa með og reyna að verja þá sem eru lagðir í einelti, sér í lagi ef dómstól götunnar ætlar sér að fella endanlegan dóm.
En ennþá skrifaru margt og mikið en ekki orð sem minnir á að Ólafur, upprunalegt umræðuefnið, gangi ekki sérstaklega erindi Baugs og Kaupþingsmanna, nema "bara mér finnst það".
Og núna fer þetta að vera nokkuð gott. (O:
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 8.11.2009 kl. 13:33
"Leyfa öllu þessu liði að bulla fram og til baka til að reyna að hvítþvo sjálfa sig og sína" ritar yfirbullarinn G2G, eða hvað hann nú heitir sá góði maður. Væri ekki einfaldast fyrir þig, huldudrengurinn góði, að koma fram undir réttu nafni?
Reyndar er það háttur hrjáðra netbullara að veifa fölskum og röngum nafngiftum. Ruglið í þér Gummi minn(?) er átakanlegt.
Fyrir það fyrsta get ég ekki dæmt DO eitt eða annað, frekar en óhæfir dómstólar þessa útskers. Ég byggi þessa skoðun mína á eigin upplýsingum og þekkingu á innviðum þessa rotna stjórnkerfis, en ekki lestri Baugstíðinda, sem ég lít reyndar sjaldnast í.
Já, það var vissulega vond ákvörðun hjá sólkonunginum og handrukkaranum að halda að hann gæti haft stjórn á Seðlabankanum. En að sjálfsögðu er litla ekkiskrímslið tilbúið að taka upp hanskann fyrir átrúnaðargoðið sitt. Rökin þín eru þessi: Þetta var vissulega slæmt en aðrir voru ekkert betri! Hér mælir gegnheill froðusnakkur og Heimdellingur. Getur það verið að alterego HHGizz sé að stýra pennanum?
Þú þykist ekki þekkja N1 klíkuna sem bakkar upp N1 formann FLokksins - allt á skuldsettri yfirtöku að sjálfsögðu. Þrátt fyrir þekkingarleysið áttu blauta náðhúsdrauma um N1 í stíl við Baugsfeðga.
Skemmtilegur þessi útúrsnúningu þinn um meintan vilja minn um tjáningarófrelsi. Ég hef ekkert á móti því að DO og skrímslahyskið tjái sig vikum og mánuðum saman fyrir þar til bærum dómstólum, en jafnvel þú veist að genetískur lygari gerir ekkert annað en að bulla í þjóðarsálinni meðan hann má.
Rökþrota einstaklingar enda oftast á gamla Sovét og Nazistum. Þú ert ekki einn um það að skorta rökin í baráttunni um Ísland. Hins vegar er gaman að fölskvalausri aðdáun þinni á Evu Joly, hinni plástruðu. Er kannski annar stafurinn í nafninu þínu Egill Helgason?
Það er virðingarvert hjá þér G2G að leggjast gegn einelti. "Við eigum ekki að persónugera vandann" sagði Geir Maybe í miðjum Hrunadansinum. Mér sýnist þú sjá ljósið í þeirri staðreynd að DO á vissulega mjög undir högg að sækja. Þessi mesti brunnmígur Íslandssögunnar hefur hins vegar stundað það árum saman að leggja alla í einelti sem dirfst hafa að andmæla skoðunum hans - bæði innanFLokks og utan. Það er kominn tími til að níðingurinn fái að smakka á eigin meðulum. Með illu skal illt út reka.
Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 8.11.2009 kl. 15:46
Í guðanna bænum, ætlar fólk nú að fara að gera lítið úr eyðilegginu spillingar-skrímslisins og hundraða milljarða skuldarans Jóns Á. Jóhannessonar, Hilmar H.??? Hans skemmdarverk eru hans skemmdarverk og þarf að sækja hann fyrir þau. Og hvað sem pólitíkusar nú gerðu líka, mun hans siðblinda EKKI verða afsökuð. Og hvað veldur að fólk kemur og endalaust og treður fólki í Sjálfstæðisflokkinn, núna Hilmar???
ElleE (IP-tala skráð) 8.11.2009 kl. 18:01
Hilmar Hafsteinsson og þreytta smjörklípa Samspillingarmanna um að koma fram undir réttu nafni (0:. þá ertu væntalega "mikilmennið" sem átt eftir að gera grein fyrir hvað varð um alla peningana sem fjármögnuðu mótmælin á Austurvelli frá Baugsveldinu, VG og Samspillingunni, og ekki hefur verið gert grein fyrir, þó svo margoft hefur verið beðið um. Augljóslega eru tengslin mikil, að því að ekki getur hann haldið upp rökræðum án þess að setja stóra skítadreyfarann í gang. Paranojan og minnimáttarkendin gagnvart Agli Helga (merkilegur andskoti) er eitt höfundareinkennið og ógnarhræðslan við að Eva Joly fletti ofan af Baugsgrísunum, stjórnarflokkunum og tengslum þeirra við búsáhaldarbyltinguna og náttúrulega þig.
Flestum þykir það sennilega mikill heiður að vera taldir "fífl og hálfvitar" af þér og undirritaður er meðal þeirra. Ef þú ert ekki umrætt "stórmenni", þá gildir samt flest um framkomu þína og taugaveiklunarlega framgöngu. Verð að segja að ég kikna í hnjánun yfir "visku" þinni og "rökræðuhæfni" að getað aldrei svarað neinu sem þú ert spurður um en setur skítadreifarann á fullt og þeytir í allar áttir og mest á þig sjálfan. Gott væri samt að ef "miklir" vitsmunirnir þínir nýttust í að ræða það sem er sagt, en ekki það sem þú heldur að gæti verið meining ósagðra orða og getgátna þar að lútandi.
Nenni varla að skýra út fyrir þér að mér þótti ráðning Davíðs út í hött sem og allar pólitískar ráðningar sem og að fjórflokksskiptireglan gilti við hans ráðningu eins og hún hefur gert alla tíð og gerir enn. En svona til að leyfa þér að rugla eitthvað meira þá dái ég og dýrka, Davíð, Hannes, Björn B, Egil Helga og örugglega styð ég heilshugar Evu Joly ef hún verður þess valdandi að á rannsókn mála verði tekið af atvinnumennsku og að allir verði látnir sæta eðlilegrar og sanngjarnar rannsóknar og þá svara til saka hjá þar til gerðum dómstólum, en ekki þíns, þar sem þú ert augljóslega ert fastur í að reyna að breiða út boðskap Baugssvína og þeirra hyskis og vernda. Ég er nokkuð viss um að þar fara mestu glæpamenn Íslandssögunnar og eins og þú hef ég "stórkostlegar heimildir" þar að lútandi, en það er annara hlutverk að dæma þá en mitt. Þangað til stendur mín skoðun, á sama hátt að þér er velkomið að hafa einhverja aðra. Varðandi N1. Ef þeir hafa sýnt aðeins brot af óheilindum og óheiðarleika Baugsfeðga og þeirra ruslaralýðs í viðskiptum er ekki spurning að því fyrirtæki á að splundra eins og Högum/1998 ehf.
Vissulega er hlýt ég að hafað verið "að benda á sekt einhverja annara" eins og þú bendir á, þetta með "Að svo skal böl bæta að benda á annað", án þess að ég hafi ætlað að gera það og hvað þá gert. Mannstu að upphafspistillinn eru skrif Ólafs Arnarsonar og hæfileikar hans að sjá ekki skóginn fyrir trjánum? Þar kom fram að hann hafði ýmislegt við umfjöllun Mbl. að athuga um jarðarkaup Kaupþingsmanna sem skýrist etv, á tengsla hans við bankann sem mögulega ástæðu blindunnar?
Auðvitað er Davíð "einn sekur" og fullkomlega út í hött að eyða tíma og peningum að rannsaka nokkra aðra, sem væri afar heppileg lausn fyri þá sem þú vilt verja. Hefuru annars komið "öllum sönnunargögnum" um "glæpamennsku" og "landráð" Davíðs á framfæri við yfirvöld, sem er þín borgaralega skylda, eða er ekki tekið neitt mark á þér á þeim vígstöðvum? (Minni dálítið á "STÓRFENGLEGAR" innkomur þínar hjá vini þínum Agli Helga (O: ) Truflar þig svona mikið að Davíð skuli vera í aðstæðum til að svara fyrir sig ef hann er td. borinn röngum sökum, og gildir þöggunarkrafan líka gagnvart öðru grunuðu glæpahyski eins og foráðarmönnum Samspillingarinnar fyrr og nú og öðrum sem borguðu þér fyrir byltingarþáttökuna? Eða ertu farinn á límingunum að því að kallinn nýtur mest traust þjóðarinnar til að leiða hana út úr ógöngunum?
Ef Davíð hefur brotið lög þá á hann að sæta refsingu eins og allir aðrir.
En enn dáist ég að visku þinni og hæfni til rökræðna á eðlilegum nótum, og þakka heiðurinn að hafa fengið að njóta "dýrðarinnar". Verst að þú svaraðir aldrei neinu sem skipti máli. En gangi þér vel með uppgjörðið, sem væri sennilega tími betur nýttur en að láta týrun lýsa sem fyrr.
í lokinn ef þú ert Hilmar með "uppgjörið", þá eru þetta mín seinustu orð, einfaldlega vegna þess að ég geri lágmarks kröfur til þeirra sem ég eyði tíma í að rökræða við. Hilmar með "uppgjörið" nær þeim ekki.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 8.11.2009 kl. 19:06
Og tek undir með Guðmundi, einkum þó setninguna um mestu glæpamenn Íslandssögunnar. Og merkilegt að hvað þjófaskiltin blasa þó við manni í inngangi hryllings-veldisins um allt land. Og hef líka stórkostlegar heimildir þar að lútandi og ekki voða flóknar þó það þvælist fyrir siðblindingjunum sjálfum.
ElleE (IP-tala skráð) 8.11.2009 kl. 21:10
Það er náttúrulega alltaf jafn mannbætandi og ánægjulegt að eiga orðastað við nafnlausa Eyjuhyskið hans Egils Helga. Þessi andlegu stórmenni láta sannarlega vaða á súðum og skrifa sig snarlega inn í fortíðina með upphrópanir, feitletranir, undirstrikanir og flautið sitt.
G2G, ElleE og hvað þau heita nú litlu eyjuskrímslin og uppklappsliðið í hamfaraveislu heimskunnar þusa samhengislaust út og suður um hluti sem þau hafa eðlilega ekki vit á. Það vill svo til að ég hef gaman að því að fást við meindýravarnir og kinoka mér ekki við því að elta ykkur uppi í myrku skúmaskotunum ykkar á blogginu til að varpa ljósi á fáfræði ykkar og heimsku.
En hvað heitir þú nú annars fullu nafni G2G? Ertu maður til að viðurkenna það fyrir sjálfum þér og öðrum? Og ellE, eða hvað það skrípi kallar sig - hvert er þitt raunverulega nafn? Það er löngu kominn tími á að lög verði sett á bloggheima sem svæla nafnlausa skóníðinga og aumingja eins og ykkur út úr bloggfylgsnum sínum.
Það vantar ekki að þú ferð mikinn í bulli og bægslagangi G2G, en það sem stendur eftir er mannaumingi sem hefur ekki þor til að koma fram undir nafni. Ég rökræði ekki við mannleysur - þær eru best geymdar óþekktar í myrkrinu.
Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 8.11.2009 kl. 23:00
Um hvað ertu að tala Hilmar H. eða ertu kannski sjálfur jafn "nafnlaus" og vitlaus og þú sakar okkur um og heitir kannski Jón Á. Jóhannesson??? Getur ekki verið að þú hangir sjálfur í myrka skúmaskotinu sem þú heldur þig finna okkur í??? Það eru engin rök fyrir að verja skemmdarvargana sem þú verð. Og ekki minnist ég þess að hafa ráðist á þig eins og þú gerir nú þó ég hafi verið óssammála.
ElleE (IP-tala skráð) 8.11.2009 kl. 23:31
Guði sé lof og dýrð að þjóðin á "gáfumenni" eins og Hilmar litla Hafsteinsson, og seint verður hann toppaður þegar hann ert dottinn ofan í skítakamarinn sinn, núna sem fyrr.
En eftir stendur spurningin STÓRA sem svo margir hafa spurt hann, hvað varð um alla peningana sem hann fékkst frá Baugi, Samfylkingunni og Vinstri grænum fyrir mótmælin og hvenær ætlar hann að skila uppgjörinu, þas. ef hann treystir sér til þess yfirleitt?
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 8.11.2009 kl. 23:43
Og bíddu nú, Hilmar Hafsteinsson eða hvað þú nú í alvöru heitir. Prófaði að googla þetta nafn þitt og fann þig sjálfan í Eyjubloggi: http://eyjan.is/blog/2009/02/21/20-fundur-radda-folksins-a-austurvelli-klukkan-15-i-dag/
Varstu ekki að ljúga Eyjunni . . . . . upp á mig og hvað sem það nú þýddi??? Þarna ertu sjálfur þar og sakandi fólk um að vera nafnlausa Sjálftsæðismenn að laumast um í blogginu um nætur. Merkilegt, þannig að það er það sem þú hefur fyrir stafni: Ljúga nafnleysi og Sjálfstæðisflokknum upp á fólk og kalla fólk heimskt eins og þú gerir nú og gerðir þarna. Sko, ég leitaði ekki lengi, fyrsta sem ég hitti á var þetta gamla skítkast þitt og ekki vorum við Guðmundur þar nærri. Niðurstaða: Allir sem hafa skoðanir sem þér ekki líkar eru heimskir og nafnlausir Sjálfstæðismenn, þó við höfum kannski verið svo vitlaus að kjósa VG??? Viltu ekki sleppa þessari vitleysu og sleppa því að verja skemmdarvarga?
ElleE (IP-tala skráð) 9.11.2009 kl. 00:20
Hér er ágætt dæmi um hvernig hinn eini sanni Hilmar Hafsteinsson hagar sér, þas. ef að um raunverulegt nafn hans er að ræða? Hugsanlega er alnafni hans sem hefur látið dauft ljós sitt skýna hér á þræði einungis svona óheppinn að hafað verið skírður sama nafni og sá eini sanni, eða klúðrað feitt með að taka upp nafnið sem dulnefni, eins og hann ber upp á aðra? Ef um 2 er að ræða legg ég til að báðir finni sér dulnefni til að tjá sig á vefnum vegna augljósra vandamála og gefnu tilefni, og ekki síst ef einhver í umhverfi þeirra gæti þótt vænt um þá.
Hér fer hinn eini sanni Hilmar Hafsteinsson á velþekktum kostum. (Flautaukall sérstaklega fyrir hann.)
Egill Helgason
31.01 2009
Hvers vegna sigurhátíð?
Mér er alveg fyrirmunað að skilja hví Raddir fólksins boða til sigurhátíðar í dag.
Lítið hefur gerst nema að ein ríkisstjórn er fallin. Önnur hefur ekki einu sinni tekið við.
Nánast á hverjum degi berast fréttir af nýjum hneykslismálum í banka- og fjármálakerfinu. Maður sér ekki að sé mikið verið að taka á fjárglæframönnunum sem settu Ísland á hausinn.
Atvinnuleysi eykst og kjörin versna.
Er virkilega tilefni til að fagna sigri?
...
Hilmar Hafsteinsson
01.02 2009 kl.09:02
… og mér er alveg fyrirmunað að skilja, Egill Helgason, hví fimbulfambi eins og þú ryðst fram í heilagri vandlætingu án þess að vinna heimavinnuna þína. Vinsamlegast lestu fréttatilkynningu Radda fólksins þar sem kemur skýrt fram að við vorum að fagna áfangasigri. Þessi “skjóta fyrst og spyrja svo” æsifréttamennska þín er bara hallærisleg.
01.02 2009 kl.09:21
AF VEF RADDA FÓLKSINS, ÞARNA ER AUGLÝST SIGURHÁTÍÐ OG SIGURTÓNLEIKAR
Sigurhátíð Radda fólksins á Austurvelli
Janúar 30th, 2009
Sautjándi mótmælafundur Radda fólksins verður haldinn á Austurvelli laugardaginn 31. janúar nk. kl. 15:00.
Yfirskrift fundarins er sem fyrr Breiðfylking gegn ástandinu.
Í sautján vikur hafa Raddir fólksins barist gegn flokksræði og siðleysi í íslenskum stjórnmálum. Tugþúsundir Íslendinga hafa flykkst á Austurvöll til að knýja fram virkt lýðræði og nýja stjórnarskrá.
Með samstilltu átaki fjöldans og einbeittum markmiðum hefur okkur tekist að ná glæsilegum áfangasigri. Ein óvinsælasta stjórn Íslandssögunnar er fallin, boðað hefur verið til kosninga og búið er að víkja stjórn Fjármálaeftirlitsins frá störfum.
Eftir er þó lokavígi landráða og valdagræðgi í íslenskri flokkspólitík. Stjórn Seðlabankans situr enn. Þeir vanhæfu einstaklingar sem þar sitja verða að víkja tafarlaust og sæta ábyrgð fyrir embættisafglöp.
Ávörp og ræður:
* Viðar Hreinsson, bókmenntafræðingur
* Katrín Snæhólm Baldursdóttir, listakona
* Viðar Þorsteinsson, heimsspekingur
Fundarstjóri er Hörður Torfason
Búsáhaldaboogie á NASA
Að kvöldi dags, laugardaginn 31. janúar, halda Raddir fólksins sigurtónleika, Búsáhaldaboogie, á NASA. Mugison, Sudden Weather Change, Reykjavík, Erpur og XXXRottweiler og Jeff Who troða upp með tilþrifum og halda byltingunni gangandi fram á rauða nótt. Tónleikarnir hefjast stundvíslega kl. 23:00. Aðgangseyrir er kr. 1000,- og rennur óskiptur til Radda fólksins.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 9.11.2009 kl. 00:58
Og ekki reynist mannvitsbrekkan lakari undir dulnefninu? Hilmar Hafsteinsson sem er orðið nokkuð augljóslega að er enginn annar en sjálfur Jón Ásgeir Jóhannesson eða klónaður spunatrúður hans. Athugasemdirnar sem koma frá "snillingnum" á athugasemdarkerfinu eru óborganlegar.
http://silfuregils.eyjan.is/2009/02/15/athugasemd-fra-hilmari/#comments
15.02 2009 - 120 ummæli »
Athugasemd frá Hilmari
Hilmar Hafsteinsson er einn af forystumönnum Radda fólksins. Hann hefur meðal annars setið á fundum með ráðamönnum ásamt Herði Torfasyni – til dæmis með Ólafi Ragnari Grímssyni.
Hilmar ritaði eftirfarandi athugasemd hér á vefinn í gærkvöldi.
Mér þykir hún merkileg að tvennu leyti.
Hann virðist telja það ósvinnu að beina sjónum að “auðmönnum og bankamönnum” í mótmælum og talar í því sambandi um að með því yrði “farið á svig við landslög”.
Og síðan gagnrýnir hann mig fyrir að “vega að forseta lýðveldisins” – að með því að beina athygli að honum sé verið að “vega að grunnþáttum lýðræðis í landinu”.
Og eitt enn: Hverjir eru hliðverðir flokkseigenda á RÚV?
Eru þeir að störfum á fréttastofunni, í Speglinum, Kastljósi, Víðsjá, í þáttum Hjálmars Sveinssonar eða í Silfrinu?
Hér er bréf Hilmars, sem eins og ég segi, gengur næstur Herði að tign innan Radda fólksins.
— — —
EH virðist sleginn pólitískri blindu að hætti næstumþvíframsóknarmanna.
Hví í ósköpunum mega talsmenn Radda fólksins ekki ræða við forsætisráðherra, viðskiptaráðherra og forseta Alþýðusambandsins um stöðu Seðlabankastjóra og “hústöku” Davíðs? Þurfa Íslendingar núna uppáskrift hjá kommissar EH ef þeir vilja ræða við mann og annan? ”
“Í síðustu viku boðuðu Raddir fólksins hreinsanir í fjölmiðlum og háskólum” margtyggur EH af heilagri vandlætingu. Hið sanna er að í yfirlýsingu Radda fólksins frá 6. febrúar sl. segir: “Nú er nauðsynlegt að taka upp virkt lýðræði og losa þjóðina við útsendara flokkseigenda í fjármálafyrirtækjum, stjórnsýslunni, háskólum og fjölmiðlum.” Mótmælir einhver því að það sé tímabært að ýta sérplöntuðum hliðvörðum flokkseigenda út úr RÚV? Á ekki “Útvarp allra landsmanna” að vera hlutlaus og ópólitísk stofnun?
EH hefur lengi verið með “ólígarkana og kleptókratana sem settu landið á hausinn” á heilanum og viljað stjórna framgöngu mótmæla á þann veg að fyrst yrði ráðist á auðmenn og bankamenn og síðan landsfeður. Í pólitískum barnaskap telur EH að það sé vísasta leiðin til árangurs að fara á svig við landslög. Hann verður að eiga það við sjálfan sig.
Þáttastjórnandanum sjónumhrygga munar ekki um að vega að forseta lýðveldisins og biðja aðra um að beina athygli að honum. Gerðu það sjálfur Egill! Þáttastjórnandi á ofurlaunum ætti að vera í stakk búinn að vega að grunnþáttum lýðræðis í landinu. Bara að muna að undirbúa sig einu sinni dálítið vel.
EH virðist því miður staddur í öngstræti pólitísks barnaskapar og farið að slá á silfrið.
- Hilmar Hafsteinsson
...
PS. Bið síðuhaldara velvirðingar á langlokunum og að ég yfirleitt nenni að svara "vitsmunaverunni" sem skrifar undir dulnefninu Hilmar Hafsteinsson.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 9.11.2009 kl. 01:28
...nú væla veðurvitarnir eins og stungnir Bónusgrísir.
Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 9.11.2009 kl. 06:51
"Hilmar Hafsteinsson" eða kannski Jón Ásgeir Jóhannesson ? Varstu ekki að heimta að ofan að fólki yrði að skrifa undir nafni ? Vildirðu ekki að fólki yrði bannað að skrifa undir dulnefni ? Það gildir þó ekki fyrir þig er það ? Það kemur ENGINN fram í bloggi undir fullu nafni og ver mann af öllu afli sem skuldar þjóðinni hundruði milljarða sem fóru á viðbjöðslegan hátt úr bönkunum og hurfu!
Það er vægast sagt grunsamlegt að þú skulir koma fram í bloggi eftir blogg og verja alræmdan drullusokkinn Jón Ásgeir Jóhannesson með drullukasti í venjulegt fólk. Og að ætla að draga athyglina sérstaklega burt frá Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og kenna stjórnmálamönnum um öll hans ógleymanlegu verk er aumkunarvert og algerlega gegnsætt að þar fer enginn hlutlaus. Og þó þú hefðir bara komið einu sinni fram og varið það ótínda fífl. Farðu nú að vinna í fyrsta sinn og láttu venjulegt vinnandi fólk í friði. Helst farðu úr landi og taktu Hannes Smárason og alla ykkar líka með. Og umfram allt haltu þig burt úr ríkisbönkunum.
Og þú færð ekki nafnið mitt. Það er ekki glæpur að skrifa undir dulnefni. Það er glæpur að stela.
ÓNEFNDUR SKATTBORGARI (IP-tala skráð) 9.11.2009 kl. 09:26
Ég tel ástæðu til að þakka honum Gumma tvífara fyrir endurbirtingu á bloggskiptum okkar EH frá því í vetur. Af Mr. Helgason er það helst að frétta þessa dagana að milljónamaðurinn hefur flúið land og sést því ekki á 101- svæðinu í bráð. Litlu Mófuglarnir og Eglubloggdýrin eiga því erfitt þessa dagana. Ég segi hins vegar: Farið hefur fé betra.
Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 9.11.2009 kl. 17:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.