Föstudagur, 6. nóvember 2009
Ímyndin, hrunið og umsóknin
Lögin eiga að efla ímynd og orðspor Íslands, segir í frumvarpinu. Lagasetning breytir engu til eða frá um ímynd og orðspor lands og þjóðar, ekki frekar en að ný föt geri þjóf að heiðarlegum manni. Verk ríkisstjórnar Íslands gætu aftur breytt einhverju um orðstír okkar.
Tvennt gæti ríkisstjórnin einhent sér í. Reyna að tryggja gjaldþrot útrásarafganga eins og Exista og Haga og koma útrásarliðinu undir manna hendur, samkvæmt málsmeðferð réttarríkisins - vitanlega.
Í öðru lagi að draga umsóknina um aðild að Evrópusambandinu tilbaka. Hrunið og umsóknin eru skelfilegustu tilræði seinni ára að ímynd og orðspori þjóðarinnar. Hrunið sýndi okkur fjármálalega kjána en umsóknin setti okkur í flokk vesalinga sem ekki geta staðið á eigin fótum þegar á móti blæs.
Margir bera ábyrgð á hruninu en Samfylkingin er allt í senn útgefandi, greiðandi og ábekingur umsóknarinnar um aðild að Evrópusambandinu.
Það verður langt þangað til að Samfylkingin verður í viðlíka stöðu og hún er í dag. Að geta gert þjóðinni stóran greiða og dregið aðildarumsóknina tilbaka.
Frumvarp um Íslandsstofu lagt fram | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hmmm velti fyrir mér þessari kósí "nafngift" ; Íslandsstofa, Ferðamálastofa sem kemur í stað rembingslegri nafngift; Útflutningsráð, Ferðamálaráð.
Þá er rétt að heimfæra fleiri "rembingsstofnanir" Borgarstofa, verslunarstofa, samkeppnisstofa, verðlagsstofa, nemendastofa.
Er nú tími baðstofunnar runnin upp aftur Páll, ekki það að ég sakni rembingsins, sem lítið var annað en nafnið sjálft.
Hefjum nú húslestur!
Jenný Stefanía Jensdóttir, 7.11.2009 kl. 03:48
Svo er það náttúrlega tilhlýðilegt að næsti fundur með forseta lýðveldisins og ríkisstjórnar, kallist; Ríkisstofufundur.
Jenný Stefanía Jensdóttir, 7.11.2009 kl. 03:51
Samkvæmt hugmyndafræði Jennýar Stefaníu ætti kontórinn hjá Gylfa í ASÍ að heita ,,alþýðustofa."
Jóhannes Ragnarsson, 7.11.2009 kl. 09:34
Er 100% sammála pistli Páls.
ElleE (IP-tala skráð) 8.11.2009 kl. 17:27
Nákvæmlega! ...Reyna að tryggja gjaldþrot útrásarafganga eins og Exista og Haga og koma útrásarliðinu undir manna hendur, samkvæmt málsmeðferð réttarríkisins - vitanlega... =FANGELSI
Og svo eiga Bjöggarnir og þeir sem skulda IceSave að borga það, ekki við hin. PUNKTUR!
Ómar (IP-tala skráð) 11.11.2009 kl. 22:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.