Auðmaðurinn og minning dóttur

Björgólfur Guðmundsson er ekki af þessum heimi. Maður sem stofnar minningarsjóð um dóttur sína og sækir fjármuni til þess með vafasömum hætti er með siðvitund handan skilnings dauðlegra manna.

Ólíkt velflestum útrásargemsunum var Björgólfur ekki ungur kjáni með fangið fullt af peningum í fyrsta sinn. Björgólfur saup Hafskipsfjöruna fyrir aldarfjórðungi og menn út þroska við slíka lífsreyslu. Ekki hann Björgólfur Guðmundsson. Hvar og hvernig hann varð græðgisblindu að bráð veit hann einn.

Björgólfur veit líka einn hvers vegna mátti ekki leyfa minningu lifa án fjármuna af vafasömum uppruna.

Sorglegt.

 

 

 

 

 

 

 


mbl.is Vísað til efnahagsbrotadeildar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Lægra leggjast menn varla, þótt að ýmislegt hafi þeir auðrónarnir gerst sekir um.  Samfylkingarþingmaðurinn Ásgeir Friðgeirsson sem yfirgaf þingsali til að gerast spuna - og kjaftakelling Björgólfsfeðga, mun sennilega ekki með fagurgala og fínum orðum reyna að bjarga karlinum út úr þessu klúðrinu.

Úr DV í dag:

„Björgólfur á engin fyrirtæki lengur sem geta borgað fyrir þjónustu mína,“ segir Ásgeir Friðgeirsson

 Samfylkingunni veitir ekki af slíkum manni með jafn vonda reynslu í lygaveituna við að endurskrifa söguna.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 6.11.2009 kl. 20:32

2 identicon

Páll.

Manni dettur bara eitt í hug :   Nýju föt keisarans  !

Hvað er merkilegast við þennan mann  ?    Sýndarveruleiki !

JR (IP-tala skráð) 6.11.2009 kl. 20:42

3 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

--Hvar og hvernig hann varð græðgisblindu að bráð veit hann einn.--

Ég hygg þú getir séð upphafið í Hafskipsæfintýrinu.  Þá varð hann þekktur fyrir glaumgosa líf.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 6.11.2009 kl. 22:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband