Samsærið gegn krónunni

Samtök atvinnulífsins og ASÍ krefjast lægri stýrivaxta. Ríkisstjórnin leggst á sveif með þeim og Seðlabankinn þorir ekki öðru en að lækka vexti. Í beinu framhaldi lækkar gengi krónunnar.

Lægri vextir halda á floti ónýtum fyrirtækjum, sem keppa við atvinnuleysisbætur í launagreiðslum. Lægra gengi bætir aftur afkomu þeirra sem stunda útflutning, s.s. útgerðar og ferðaþjónustu.

Heimilin, sem búa við hækkandi vísitölur og hærra neysluverð, verða fyrir búsifjum. Sparifjáreigendur fá ekki raunvexti á sparnaðinn, bankar bjóða 5-7% vexti en verðbólgan er yfir tíu prósent.

 


mbl.is Krónan veikist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hörður Þórðarson

Heyr heyr, sammála hverju einasta orði, vel sagt.

Hörður Þórðarson, 6.11.2009 kl. 17:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband