Hlandskálin, Ármann, Rod Stewart og H. Grant

Hrunverjinn Ármann Þorvaldsson er orðinn að erkitýpu útrásarbjálfanna sem héldu að þeir gætu gengið á vatni. Lykilmálsgrein í umfjöllun Guardian er eftirfarandi

"Part of my reason for writing the book is to explain how it really happened," he says. "These were businesses that were built from almost nothing over a 15-year period. They were the result of a lot of hard work by talented people. The average man or woman on the street now thinks every banker is stupid, dishonest and overpaid, a risk junkie who should go to jail for the colossal vandalism we've caused. Being perceived like that doesn't feel great."  

Trúr séríslenska útrásarsbjálfahættinum heldur Ármann að hann geti útskýrt hvað raunverulega gerðist fáeinum mánuðum eftir hrun. En vitanlega getur hann það ekki og jarmar þess vegna um að alþjóðleg kreppa hafi valdið íslenska hruninu.

Til að ná athygli fólks segir Ármann frægðarsögur af sjálfum sér og félögum. Ármann meig í hlandskál með Rod Stewart á aðra hönd og Hugh Grant á hina. Maður sem mígur með frægðarfólki hlýtur að hafa eitthvað á milli eyrnanna. Ekki satt?


mbl.is „Líkist síðustu dögum Rómaveldis"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Andrés Magnússon

Nei, en það má vona að hann sé með eitthvað á milli handanna. Á því augnabliki a.m.k.

Andrés Magnússon, 6.11.2009 kl. 10:08

2 identicon

(O:  (Báðir)

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 6.11.2009 kl. 10:11

3 identicon

Ég tel hægt að draga eftirfarandi ályktanir:

1. Maðurinn er ábyggilega með eitthvað á milli fótanna.

2. Sennilega var hann með eitthvað á milli handanna.

3. En ábyggilega ekkert á milli eyrnanna

karl (IP-tala skráð) 6.11.2009 kl. 11:13

4 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Ein birtingamynd hofmóðs og siðblindu er, að kannast ekkert við sinn eigin þátt í vondum málum.

Svo er varið að nýta þessa 600 miljarða sem AGS segir vera hægt að afskrifa til heimila, í þágu þeirra sem rekið hafa sín fyrirtæki á botnlausum lánum og nú í þroti, líkt og Bónus og OVodafon

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 6.11.2009 kl. 12:43

5 identicon

Ég hef tapað stórfé á falli krónunnar, sparnaður minn féll um rúmlega helming.

Sparnaður sem greiða átti fyrir menntun mína erlendis.

Síðan les maður um þessa helv.. drullusokka, blaðrandi um gömlu góðu daganna, dagar sem þeir líkja við lokadaga rómarveldis (getið þið ímyndað ykkur lifnaðinn á þessu hyski fyrst þessi samlíking er notuð???)

Svo eigum VIÐ að greiða fyrir veisluna...ekki bara með skertum lífskjörum, skertu mannorði, heldur einnig stórauknum skattgreiðslum..  er til meira óréttlæti  ???

Ég sver það, að ef ég hefði ekki svo miklu að tapa, þá færi ég á veiðar !!!

Það kæmi mér hreint ekki á óvart að einhver örvæntingarfullur landi okkar  dustaði rykið af haglaranum á komandi misserum !!!

runar (IP-tala skráð) 6.11.2009 kl. 20:33

6 identicon

Athugasemd við grein Andrésar. 

Ja, ekki get ég dæmt um hvort hann sé með eitthvað á milli handanna, tæplega hefur hann eitthvað á milli eyrnanna, og ólyginn maður sagði mér að þeir sem keyri stærstu jeppana og veifi stærstu fjárhæðunum séu ekki með mikið á milli fótanna.

Athugasemd við grein Bjarna.

Þeta eru orð í tíma töluð. En sláturtíð er ekki enn lokið.

Lýðskrumari (IP-tala skráð) 8.11.2009 kl. 02:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband