Fimmtudagur, 5. nóvember 2009
Heimsveldi og bílarisar
Obama hringdi í Merkel í Þýskalandi og sagðist ætla að samhæfa bandaríska hagsmuni við þýska í Opel-deilunni. Í austri gnístir Pútín tönnum og finnst Bandaríkin hafa gefið Rússum fingurinn. Gamall spunakarl Blairs, Mendelson núverandi viðskiptaráðherra Bretlands, er fremur jákvæður enda engilsaxnesk samvinna Bretum hugþekk.
Bílarisinn GM, sem bandaríska ríkið á að stórum hluta, ætlaði að selja Vauxhall-verksmiðjurnar sínar í Bretlandi og Opel-fabrikkurnar í Þýskalandi en hætti skyndilega við.
Hér er áhugaverð umfjöllun um deiluna sem stefnir Atlantshafsviðskiptum í voða.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.