Réttindi glæpamanna

Þegar réttindi glæpamanna til að ákveða hvar þeir afplána eru orðin slík að við sitjum uppi með útlenda afbrotamenn í stórum stíl er kominn tími til að bregðast við.

Sagði Ragna ástæðu til að huga að því að gera betur í þessum málum en slíkt ferli tæki tíma, sérstaklega þegar fangar væru mótfallnir því að vera sendir til afplánunar í sínu heimalandi. 

Það tekur engu tali að búa við þessar aðstæður. Við eigum snarlega að segja okkur frá Schengen-samningnum um frjálsan innflutning glæpamanna og hefja hér vegabréfaskoðun.


mbl.is Tímabundið vegabréfaeftirlit?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Undir þetta má taka því fátt er vitlausara en hafa ytri landamæri Evrópu(ESB) á Íslandi.     Þetta kostar okkur örugglega ómælt fé og sparar ekkert því vegabréf þarf maður alltaf að vera með, en vera má að ESB krefjist VISA-heimildar.    Ég hef ekki vitað vitlausara en þegar farið var að girða af fremsta hlutann af hafnargarðinum hér á Sauðárkróki til að fullnægja einhverjum landamærakröfum Schengen!!!     Sennilega hafa glæpamennirnir átt að lenda framan við girðinguna - en reyndar hefur hliðinu aldrei verið lokað - menn líklega séð hve vitlaust þetta var! 

Burt með Schengen og burt með glæpamennina - og svo ætti að taka upp "vatn og brauð" matarvenjuna - og þá á íslendingana líka en þeir fara nú vonandi að streyma í fangelsin!

Ragnar Eiríksson

Ragnar Eiriksson (IP-tala skráð) 4.11.2009 kl. 22:42

2 identicon

The lunatics have taken over the asylum, var einu sinni sagt.

Gildir enn í dag.

Í víðum skilningi.

Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 4.11.2009 kl. 22:59

3 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Mikið er ég sammála því að við komum okkur út úr Schengen, ég get alls ekki séð að kostir við að vera þar inni séu meiri en vandamálin sem því fylgja.

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 4.11.2009 kl. 23:04

4 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Ég get tekið undir það að Schengen-samningurinn hefur ekki reynst okkur happadrjúgur.  Betra væri að vera án hans.

Tómas Ibsen Halldórsson, 4.11.2009 kl. 23:20

5 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Í upplýsingariti um Schengen segir:

Íslendingar geta sagt samningnum upp einhliða og sama máli gegnir um Norðmenn. ESB-þjóðirnar geta eingöngu sagt samningnum upp ef Schengenlöndin í ráðherraráðinu samþykkja það. Uppsögn tekur gildi sex mánuðum eftir að hún er undirrituð

Heimild: http://www.delisl.ec.europa.eu/eu_and_country/schengen.doc 

 

Er eftir nokkru að bíða ? 

 

http://altice.blog.is/blog/altice/entry/974655/

Loftur Altice Þorsteinsson, 4.11.2009 kl. 23:36

6 identicon

Ragnar!  Afgirt svæði við hafnir víða um land hefur ekkert með Schengen að gera.

Þetta fyrirkomulag er tilkomið vegna kröfu USA til umheimsins um auknar varnir gegn hryðjuverkum fyrst og fremst (e. 11. sept 2001). Eftir sem áður fara fulltrúar tolls og í sumum tilfellum  útlendingaeftirlits um borð í öll erlend skip sem leggja að bryggju innan þessara girðinga þrátt fyrir að enginn úr áhöfn eða af farþegalista stígi fæti á bryggjuna.

Ég er ekki að mæla Schengen bót, og ef við förum alla leið inní ESB þá verður ekki einfalt fyrir Ísland að fara útúr Schengen, samanber Loft Altice hér að ofan.

Elías Bjarnason (IP-tala skráð) 5.11.2009 kl. 00:26

7 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Ef Schengen eykur landamæraöryggi Íslands, eins og haldið hefur verið fram, hvers vegna er þá sérstök heimild í Schengen-samkomulaginu sem heimilar aðildarríkjum þess að taka upp hefðbundið vegabréfaeftirlit þegar mikið liggur við? Nokkuð sem fjölmörg ríki hafa nýtt sér á undanförnum árum og þ.m.t. Ísland.

Staðreyndin er einfaldlega sú að það er óumdeilt að með tilkomu Schengen dró verulega úr landamæraöryggi Íslands.

Hjörtur J. Guðmundsson, 5.11.2009 kl. 00:36

8 identicon

Sammála.

(IP-tala skráð) 5.11.2009 kl. 00:48

9 Smámynd: Óskar Arnórsson

Útlendingar hefðu sem sagt ekki komið til Íslands, ef Ísland hefði verið utan Schengen? Og kárahnjúkar og annað væri verið að byggja af íslendingum?...á að hefja vegabréfaskoðun? þessi pistill er svona sem maður gæti bara heyrt af elliærum kellingum... BYGGIÐ BARA FANGELSI Í STAÐIN FYRIR LEIKHÚS!  Það bráðvantaði áður enn "frítt flæði glæpamanna var leyft til Íslands". Andskotans væl er þetta eiginlega!

Óskar Arnórsson, 5.11.2009 kl. 03:55

10 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Aðild að Schengen er valkvætt innan ESB, allavega geta Bretar og Írar verið utan þess.  Skorti upplýsingar til að skilja hvers vegna það er Íslandi svo mikilvægt að vera innan þessa dæmis. (trúlega eitthvað peningadæmi)

Bloggaði reyndar um þetta fáranlega Schengen í vor, út frá öðru sjónarhorni, þessu fáranlega "security rugli" sem fólk utan Schengen þarf að ganga í gegnum, beint út úr flugvélinni. 

Auðvitað á að vegabréfaskoða alla aðila sem koma til landsins, krosstékka við FBI, CIA, Scotland Yard, KGB og hvað þetta heitir.    Þá gildir einu hvort farþegar eru að koma frá USA, Litháen, Búlgaríu, Tyrklandi eða Danmörku.

Reynum ekki að gera það allt of auðvelt, að breyta Íslandi í stórasta glæpaland í heimi, á meðan við höfum einhvern mátt.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 5.11.2009 kl. 04:59

11 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Jenný, reyndar er aðild að Schengen ekki valkvætt fyrir ný ríki sem ganga í Evrópusambandið ekki frekar en t.d. evran. Þátttaka í því er óaðskiljanlegur hluti þess að ganga í sambandið.

Hjörtur J. Guðmundsson, 5.11.2009 kl. 08:26

12 identicon

Burt með Shengen,Burt með ESB-kjaftæðið.Upp með vegabréfin.Burt með glæpalýð.Burt með ofurþægindin í fangelsum.ÍSLANDI ALLT.

Númi (IP-tala skráð) 5.11.2009 kl. 10:10

13 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Þess utan hafa ráðamenn viðurkennt að eina ástæða þess í raun að Ísland gerðist aðili að Schengen var til þess að viðhalda norræna vegabréfasamstarfinu, nokkuð sem hefði liðið undir lok þar sem hin Norðurlöndin stefndu á þátttöku í Schengen. Það verða þó að teljast afskaplega léttvæg rök fyrir veru okkar í þessu samstarfi.

Með þátttökunni í Schengen hafa landamæri Ísland í reynd verið færð t.a.m. að Rússlandi, Hvíta-Rússlandi, Úkraínu, Tyrklandi og loks Miðjarðarhafinu. Ef Tyrkir síðan ganga einhvern tímann í Evrópusambandið og þar með Schengen værum við í raun m.a. komin með landamæri að Íran og Írak.

Suður- austur landamæri Schengen eru hriplek og er talið að hunduðir þúsundir manna komizt ólöglega inn fyrir þau á ári hverju. Þeir sem einu sinni eru komnir inn á svæðið geta í raun farið hvert sem er innan þess án þess að vera spurðir um skilríki, t.d. til Íslands.

Reyndar erum við auðvitað betur í sveit sett en flest ef ekki öll ríki Schengen þar sem við erum eyja og ekki hlaupið að því að koma til landsins hvar sem er. En það er líka einmitt m.a. það sem við fórnuðum með aðildinni að þessu samstarfi, náttúruleg landamæri.

Það er ekki tilviljun að Bretar ákváðu að standa fyrir utan Schengen, Bretland er jú líka eyja. Schengen er einfaldlega eins og svo ótalmargt annað sem komið hefur frá Evrópusambandinu hugsað út frá aðstæðum og hagsmunum ríkja á meginlandi Evrópu þar sem landamæri eru allajafna aðeins línur á jörðinni.

Hjörtur J. Guðmundsson, 5.11.2009 kl. 11:35

14 identicon

Með Shengen getur fólk farið innan Evrópu óáreitt og er það bara gott mál, hinsvegar er ísland með vegabréfaeftirlit þegar fólk kemur frá t.d. usa. Evrópusambandið er að vinna í því að gera flæði vöru og fólks einfalt innan álfunar sem hefur marga kosti. Ef ísland myndi ganga alla leið inn í sambandið þá myndi flæði vöru til íslands koma hingað óáreitt með gífurlegum lækkunum á vöruverði fyrir neitendur.

 Í dag þarf maður ekki að taka vegabréfið sitt með þegar ferðast er innan Evrópu, keyrir bara á milli aðildarríkja án þess að stoppa. En íslendingar eru einangraði og hafa alltaf verið það og vilja vera það áfram með sína krónu og spilltu stjórnmálamenn. 

jalli (IP-tala skráð) 5.11.2009 kl. 11:52

15 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Auk þeirrar ástæðu að viðhalda Norræna ferðafrelsinu, var ein önnur veigamikil ástæða fyrir Schengen-þáttöku Íslands. Það var löngun Sossanna að komast sem þéttast í faðm Evrópusambandinu. Þessi ástæða er í dag heldsta hindrun gegn úrgöngu.

 

Að öðru leyti en hefðbundinnar mótstöðu Sossanna, eru forsendur fyrir veru okkar í Schengen breyttar. Þátttaka Norðurlandanna í kúgun Evrópusambandsins á okkur, með Icesave og AGS valda því að ekki er lengur litið svo á, að við höfum þeim neitt að gjalda. Í dag myndum við til dæmis ekki gera þeim til geðs, að sækjast eftir sæti í Öryggisráðinu. Það brölt var allt gert til að þóknast Norðurlöndunum.

 

Nú er örugglega mikill meirihluti landsmanna fylgjandi endurskoðun á Schengen-aðildinni. Vandamálin sem aðild fylgja eru öllum orðin augljós og þarfnast bráðrar úrlausnar. Þess vegna þurfa menn að fylgja málinu fast eftir og knýja stjórnvöld til að segja upp Schengen, en gjarnan semja jafnframt um að hafa aðgang að gagnagrunnum og öðru því sem alþjóðleg löggætsla byggir á.

 

Loftur Altice Þorsteinsson, 5.11.2009 kl. 14:59

16 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Jalli, flæði á vörum er þegar svo gott sem hindrunarlaust vegna EES-samningsins sem gengur jú m.a. út á frjálst flæði vara og þjónustu. Fylgjast með.

Annað, þó þú þurfir ekki að sýna vegabréfið við komuna til t.d. Þýzkalands var einungis gerð sú breyting á að í þess stað þarftu ALLTAF að hafa það meðferðis innan landsins enda geta yfirvöld hvenær sem er óskað eftir því að sjá það, ef þú ert ekki með það ertu í vanda.

Persónulega þykir mér það bara traustvekjandi að sýna vegabréf við komuna til annars lands.

Hjörtur J. Guðmundsson, 6.11.2009 kl. 08:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband