Mánudagur, 2. nóvember 2009
Lítil áhætta að fella Icesave
Hollendingar og Bretar gátu þvælist fyrir áfangamati Alþjóða gjaldeyrissjóðsins í fáeina mánuði en gáfu að lokum eftir. Íslendingar létu krók koma á móti bragði, tóku sér góðan tíma og settu fyrirvara.
Það er kominn hálfleikur í Icesave-málinu. Við vitum að móðursýkiskast ríkisstjórnarinnar frá í sumar, um að Ísland yrði hornkerling alþjóðasamfélagsins ef við samþykktum ekki, var ástæðulaus taugaveiklunarótti Jóhönnu og Steingríms J.
Við eigum að fella Icesave-frumvarpið og senda nýtt lið út á völlinn í seinni hálfleik.
Engir fyrirvarar af hálfu AGS | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hverjir eiga að skipa það lið?
Björn Birgisson, 2.11.2009 kl. 17:08
Björn allavega enginn núverandi eða fyrrverandi þingmaður.
Einar Þór Strand, 2.11.2009 kl. 17:13
Af hverju látum við ekki Alþjóðadómstólinn fjalla um lögmæti og þá afarkosti sem í samningnum felast? Ef eina fyrirstaðan er sú að við höfum ekki undirgengist að hlíta úrskurði hans eru hæg heimatökin að bæta snarlega úr því.
Með þessu móti fær Alþingi skorið úr álitaefnum og getur þá tekið afstöðu til hvort það vill veita þessa ríkisábyrgð
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 2.11.2009 kl. 17:24
Boltinn er hjá Bretum og Hollendingum ef við fellum Icesave. Þeir verða þá að sækja að okkar marki og í því stendur til að byrja með Héraðsdómur Reykjavíkur og undir lokin líklega Hæstiréttur.
Ríkisstjórnin gerir sitt besta í að veikja dómstóla landsins með kröfu um niðurskurð, en dómstólar dæma að lögum og í þessu tilviki er það tilskipun EES: DIRECTIVE 94/19/EC sem dæmt er eftir. Hvergi er þess þar getið að ríki beri að standa undir ábyrgðum tryggingarsjóðs. Ábyrgðin endar við dyr sjóðsins.
Þingmenn landsins hefðu þess vegna getað tekið sitt sumarfrí í ró og næði ef ekki hefði verið fyrir einbeittan vilja Steingríms Joð og Jóhönnu að leiða komandi kynslóðir undir þennan skuldaklafa.
Látum Breta og Hollendinga sækja að markinu.
Ragnhildur Kolka, 2.11.2009 kl. 20:27
Himnarnir áttu að hrynja yfir okkur að sögn Jóhönnu og Steingríms, og gott ef við áttum ekki öll að brenna í víti þann 23. október ef að við værum ekki búnir að gangast endalega við algeri uppgjöfinni fyrir ofbeldisöflunum.
Veit einhver hvaða mánaðardagur er í dag?
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 2.11.2009 kl. 21:33
Já, akkúrat, himnarnir áttu að hrynja og landið að sökkva í sæ. Samt kom bara venjulegur föstudagur og nú er 2. nóvember. Endalaust ryk í augu fólks.
Við áttum alltaf að fella Icesave.
ElleE (IP-tala skráð) 2.11.2009 kl. 21:47
Rautt á ríkisstjórnina.
Helga Kristjánsdóttir, 3.11.2009 kl. 02:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.