Grenjað samkvæmt gjaldskrá

Sigurður G. Guðjónsson lögmaður grét þegar Baugsfeðgar misstu Glitni og sakaði stjórnvöld um þjófnað. Baugsfeðgar eiga á hættu að missa Haga og enn er Sigurður G. mættur til að ásaka stjórnvöld um vonsku við fróman Jón Ásgeir og frómari Jóhannes.

Rökin fyrir samsæriskenningu Sigurðar G. eru þau að forstjóri Haga hafi í Kastljósviðtali atast í Gylfa Magnússyni viðskiptaráðherra. Sú saga gangi ,,fjöllunum hærra" að ráðherra hafi hringt í bankastjóra og gefið skipun um aðför að Baugsfeðgum.

Baugsliðið kann að hanna atburðarrás af þessu tagi. Fréttablaðið mun í framhaldi búa til frétt um það hvernig hið opinbera níðist á vanmáttugum Baugsfeðgum. Dálkahöfundur með heimilisfestu í Háskóla Íslands hittir ónafngreindan mann í flugvél sem sem segir honum að samsæri gegn feðgunum hafi verið skipulagt í skúmaskotum stjórnarráðsins. Sköllóttur og skögultenntur rithöfundur skrifar um draumfarir sínar og hvernig hann vaknar upp í martraðarkenndu Gylfalandi þar sem illmenni sitja yfir hlut frómra feðga.

Við bíðum spennt. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

hehe góður B) Svona blasir þetta við okkur mörgum

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 31.10.2009 kl. 14:36

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Góð lýsing og eflaust er nokkuð mikið til í henni.

Jóhann Elíasson, 31.10.2009 kl. 14:47

3 identicon

Það gefur augaleið að Gylfi gengur erinda Davíðs og er farinn að spyrna Náskers pungnum á milli þeirra.  Sigurður vældi líka yfir að Eva Joly væri fengin til að taka fram takkaskóna, fyrir hönd viðskiptavina sinna og nákominna, því hún þykir sparkvissari en gengur og gerist meðal landans. 

Baugsmálið taka 2, og núna fer Baugslygaveitan og Samfylkingin á fullt við að rægja allt og alla sem koma að rannsókn mála, og pólitíska smjörklípan smurð yfir alla rannsóknina og framkvæmd málum tengdum stolti Samfylkingarinnar. 

Dagar Gylfa er taldir sem ráðherra af því að Náskerið segir að hann er óvinur sinn.  Davíð og Morgunblaðið eiga eftir að fá afar fyrirsjáanlega afgreiðslu frá honum, hans lagahyski, flokknum hans Samfylkingunni og aftaníossum.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 31.10.2009 kl. 15:06

4 identicon

Þetta eru allt smábörn í sandkassa

spritti (IP-tala skráð) 31.10.2009 kl. 15:45

5 Smámynd: Finnur Bárðarson

Fyrirsögnin :):)

Finnur Bárðarson, 31.10.2009 kl. 17:54

6 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Þú ferð á kostum að vanda.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 31.10.2009 kl. 22:12

7 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Góð greining að vanda. Þetta verður vafalaust á þessum nótunum.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 31.10.2009 kl. 23:21

8 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Sumir hlutir eru ótrúlega fyrirsjáanlegir. Sigurður G, Samfylkingin og Baugur beita alltaf sömu aðferð.

Ragnhildur Kolka, 1.11.2009 kl. 10:52

9 identicon

Já, ha, ha.  Löngu kominn tími til að losna við þennan strák, Jón 'A Jóhannesson, og hans óþolandi tröllsveldi í öllum báknum, bönkum og skúmaskotum landsins. 

ElleE (IP-tala skráð) 1.11.2009 kl. 14:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband