Stjörnulögmenn skemma mannorð

Venjulegt fólk sem að ósekju er handtekið þarf ekki á þjónustu stjörnulögmanna að halda. Stjörnulögmenn eru fyrir þá sem hafa eitthvað að fela. Þeir sem kaupa almannatengslaþjónustu hjá lögmönnum eru iðulega haldnir ranghugmyndum um að til sé fjölmiðlaréttlæti sem standi ofar öðru réttlæti.

Almannatenglaþjónusta lögmanna staðfestir skemmt mannorð.


mbl.is „Lögreglan neitaði að handtaka konuna“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Auðvita vill fólk fá þann best til að reka mál fyrir sig, alveg sama hvort það sé saklaust eða ekki.

harpa (IP-tala skráð) 30.10.2009 kl. 19:57

2 identicon

En takið eftir því hvernig fjölmiðlar spila með gegn lögreglunni. Svo hafa "börnin" ákveðið að kæra handtöku mömmunar! Og þau er bæði undir tíu ára aldri. Hver er ábyrgð fjölmiðla?? Að öðruleiti tek ég undir þennan pistil hjá þér Páll.

Helgi (IP-tala skráð) 30.10.2009 kl. 20:09

3 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Það er mikið til í þessu hjá þér Páll.

Ragnhildur Kolka, 30.10.2009 kl. 20:57

4 identicon

Hafa ,,stjörnulögmenn"  mannorð ?

Annars hefur maður spurt sig að því, hver er að nota hvern í þessu máli ?

JR (IP-tala skráð) 30.10.2009 kl. 21:58

5 Smámynd: Þorsteinn Jónas Skjóldal Haraldsson

Þegar það lítur út eins og skítur og lyktar eins og skítur er það yfirleitt skítur.Lögreglan á 'Islandi er fullorðnast og það hratt.Það er blessun.

Þorsteinn Jónas Skjóldal Haraldsson, 30.10.2009 kl. 22:25

6 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Sá sem alltaf tekur stöðu með glæpamönnunum og gegn ríkinu og hagsmunum hins almenna borgara er ekki "stjörnulögmaður" hvað svo sem það hugtak merkir í huga fólks nú til dags.  Mafían er t.d kunn fyrir að hafa í sinni þjónustu bestu lögmennina og það er umhugsunarvert að þegar hér koma upp stór dómsmál sem tengjast alþjóðlegri glæpastarfsemi þá dúkka alltaf upp sömu íslensku lögmennirnir sem verjendur. Jafnvel kallaðir heim úr fríum á Kanarí..

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 30.10.2009 kl. 23:34

7 Smámynd: Einhver Ágúst

Einmitt, það er ekki merki um "afgerandi" sakleysi að hafa Villa og Svenna sem lögmenn, en allir eiga víst rétt á lögmanni og réttlátri málfsmeðferð.

Nema Litháskar stúlkur sem seldar eru milli landa til kynferðislegra afnota.

Nú fjallar þetta mál um ekkert annað en einhverja skitna handtöku, réttláta eða ekki og upphaf málsins og hinar raunverulegu þjáningar eru minna atrið enda bara einhverjir útlendingar.

Hvar er Sveinn Andri þegar stúlkan er annars vegar?

Einhver Ágúst, 31.10.2009 kl. 09:53

8 identicon

Af hverju er þessi skrípamynd af manni kallaður "stjörnulögfræðingur"

magnús steinar (IP-tala skráð) 31.10.2009 kl. 10:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband