Tvær forsíður, tveir heimar

Tvær aðalfréttir á forsíðu Morgunblaðsins í dag voru annars vegar um fjárlagafrumvarpið og hins vegar um greiðslujöfnun heimilanna. Fréttablaðið var með forsíðuppslátt  um að Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn teldi afrek hversu hratt tækist að endurreisa bankana. Í gær var aðalfréttin með þessari fyrirsögn: Jóhanna segir allt á uppleið.

Munurinn á Morgunblaðinu og Fréttablaðinu er sá að fyrrnefnda útgáfan stundar blaðamennsku en hin auglýsingamennsku.

Blaðamennska gerir ráð fyrir gagnrýnu viðhorfi, auglýsingamennska að barið sé í brestina í þágu þess sem borgar reikninginn.

Hver borgar reikninginn fyrir Fréttablaðið?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Páll.

Hver borgar fyrir þá sem segjast eiga Morgunblaðið ?

JR (IP-tala skráð) 30.10.2009 kl. 18:06

2 identicon

Þetta er svo satt, svo satt.  Sláandi í meira lagi. 

Gott að eiga þó einn traustan fjölmiðil.  Lítið spennandi að lesa auglýsingar frá spiltum öflum samfélagsins. 

Jón Áskeri (IP-tala skráð) 30.10.2009 kl. 18:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband