Föstudagur, 30. október 2009
Aumingjavæðing þjóðar
Stefna ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur er að aumingjavæða þjóðina. Markmiðið er að gera frjálsa einstaklinga að bónbjargarfólki. Hönnun aumingjavæðingarinnar er í höndum Samfylkingar annars vegar og hins vegar spillta kúlulánaliðsins sem vill fela fávísa græðgishegðun sína með því að gera sjálfbjarga menn að ómögum.
Ríkisstjórnin ætlar því sem næst að þvinga almenning til að breyta gerðum samningum um afborganir af húsnæðislánum og setur skilvísa undir sama hatt og óreiðufólk.
Vitað er að innan við fimmtungur þjóðarinnar átti við fjármálavanda að etja. Þegar frá eru talin viðrini sem eru með allt niðrum sig í góðæri sem hallæri eru kannski um tíundi hluti þjóðarinnar sem þarf sérstök úrræði.
Í stað þess að mæta þörfum tíunda hluta þjóðarinnar um sérstök úrræði er þjóðin öll aumingjavædd, gerð að vesalingum með einu pennastriki Samfylkingarinnar.
Tilgangurinn er að koma kúlulánaliðinu í skjól almennings. Eins og kom í ljós við meðferð Alþingis á þessu samfylkingarfrumvarpi var reynt að smygla inn í það sérákvæðum um skattameðferð á afskrifum kúlulánaliðsins. Ráðherra Vinstri grænna stöðvaði þann anga ófagnaðarins en hefði auðvitað átt að bremsa allt frumvarpið.
Afgangar útrásarinnar sitja enn að völdum.
Allir fá greiðslujöfnun nema þeir biðji um annað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Aftur er ég sammála þér Páll.
Það hlýtur að vera brot á samningarétti, að annar aðilinn geti breytt samningi einhliða og að hinn aðilinn þurfi að biðja um það sérstaklega að það verði ekki gert.
Er það ekki öfugsnúið?
Væri ekki réttara að þeir sem telja sig þurfa á þessari aðgerð að halda, myndu sækja um hana?
G
Guðrún Eggertsdóttir (IP-tala skráð) 30.10.2009 kl. 08:29
Nákvæmlega! Þetta er kjarni málsins!
Dæmigert er að fjölmiðlar fjalla lítið sem ekkert um þetta plott samfylkingarinnar, þessa viðleitni til að hjálpa spillingaröflunum sem keyptu flokkinn og eiga hann.
Ég tel að staða fjölmiðlunar á Íslandi sé eitt mesta áhyggjuefnið nú.
Þegar þjóðin þarf á öflugum og sjálfstæðum fjölmiðlum að halda reynast þeir gagnslausir auk þess sem sumir þeirra eru enn í eigu fólksins sem setti þjóðfélagið á hliðina.
Hrikalegt ástand.
Karl (IP-tala skráð) 30.10.2009 kl. 08:50
Hittir algerlega naglan á höfuðið. - Verður fróðlegt nú að sjá hvernig samfylkingin ætlar sér að bjarga Jóni Ásgeiri, með galdrabrögðum.
Óli (IP-tala skráð) 30.10.2009 kl. 10:57
Flottur og dagsannur pistill hjá þér Páll. Það er verið að bjarga ríka hyskinu með kúlulánin og fella niður skuldir hjá moldríku fólki á meðan er ráðist á öryrkja og annað láglaunafólk - ógeðslegir gjörningar þar á ferð !
Stefán (IP-tala skráð) 30.10.2009 kl. 11:22
Skattaákvæðið um afskriftir blessunarlega tekið út. Ef rýnt er í það sem eftir stendur er það sirka hálft skref í vitlausa átt, sem er nokkuð yfir væntingum.
Haraldur Hansson, 30.10.2009 kl. 12:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.