Fimmtudagur, 29. október 2009
Siðasnauð lagatækni Hæstaréttar
Kröfur um strangari lög verða háværar eftir þennan dóm Hæstaréttar. Dómurinn virðist í saminn í anda útrásarsiðferðis sem teygði og togaði lög, reglur og venjur til að þjóna siðasnauðri lagatækni.
Hnefarétturinn verður ekki fegraður með húðflúri lagatækninnar. Dómurinn segir að stjórnir megi snuða hluthafa hlutafélaga með því að hygla ráðandi hluthöfum.
Viðskiptasiðferði er bágt á Íslandi og Hæstiréttur er smitaður.
Skelfileg skilaboð frá Hæstarétti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Páll.
Heldur þú að þeir sem fengu hæstaréttardómarastarf viti ekki hverjum þeir eiga að þjóna ?
Þetta var allt sama mafían, og því miður er hún öll enn að störfum !
Það þarf að ,,sótthreinsa" allar stofnanir og embætti !
JR (IP-tala skráð) 29.10.2009 kl. 21:13
Þjóðin treystir ekki lengur HÆSTARÉTTI ÍSLANDS.
Við heimtum erlenda dómstóla, þeir íslensku eru vanhæfir.
Kolbrún Bára (IP-tala skráð) 29.10.2009 kl. 21:32
Hæstiréttur dæmir ekki eftir "siðferði" eða til að þóknast múgástandinu í landinu. Og á heldur ekki að gera það, heldur einungis lögum.
H (IP-tala skráð) 30.10.2009 kl. 10:56
Skyldu þessar dómaraspírur hafa fengið kúlulán hjá Bjarna
magnús steinar (IP-tala skráð) 31.10.2009 kl. 10:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.