Endurreisnin alltaf handan við hornið

Vextir áttu að lækka þegar Davíð fór úr Seðlabankanum, gengið átti að styrkjast með umsókninni um aðild að Evrópusambandinu. Stöðugleikasáttmálinn og Icesave-samningar, báðir, áttu að auka tiltrú á íslenska hagkerfinu og stuðla að lægri vöxtum og hærra gengi krónunnar.

Núna er það efnahagsáætlunin sem Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn hefur blessað og aukið lánsflæði til landsins sem eiga að redda málum ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur.

Ætli spunaliðið í ríkisstjórninni trúi eigin blekkingum? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Ný lán, hærri skuldir, stórauknar vaxtagreiðslur, allt í boði ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur á kostnað íslensks almennings

Tómas Ibsen Halldórsson, 28.10.2009 kl. 22:38

2 identicon

Strákar mínir:  Samráð í boði 4-flokksins. Eða nær minnið ekki lengra en nokkrar vikur aftur í tímann ?

Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 28.10.2009 kl. 22:46

3 identicon

Páll !

Reyndu bara einu sinni að vera jákvæður ?

Eða, er það þér alveg um megn ?  

 E.S.

Við skulum halda þvi til haga að allar skuldir þessarar þjóðar eru í boði sjálfstæðisflokksins  !  Það verður bara lygsaga ef þú segir eitthvað annað !

JR (IP-tala skráð) 28.10.2009 kl. 22:47

4 identicon

Þetta er alveg satt Páll. Meðan endurreisnin er ekki hérna megin við hornið, þá hlýtur hún að vera hinum við það. Nema náttúrulega að hún sé hvorugum megin, en þá erum við í vondum málum og best að ræða það ekki frekar.

Hins vegar er það umhugsunarefni að þeir sem hafa dregið lappirnar, stóðu í vegi fyrir að gripið væri til nauðsynlegra ráðstafana strax eftir hrunið, neituðu að axla ábyrgð á afglöpum seðlabankastjórnarinnar, brugðu fæti í heilt sumar fyrir nauðsynlegu uppgjöri vegna Icesave, skuli síðan kenna hinum sem heita eiga við stjórnina um hversu allt gangi seint. Hér á ég auðvitað ekki við þig, Páll minn, þú ert bara svartsýnn orðhákur en enginn dratthali.

Ómar Harðarson (IP-tala skráð) 28.10.2009 kl. 22:55

5 identicon

Heill og sæll; Páll, sem og aðrir, hér á síðu !

Hákon - E.S. og JR !

Þó; ég telji Pál engan velunnara Sjálfstæðisflokksins; sérstaklega, þá er hann einfaldlega, að lýsa fimbulfambi þeirra Jóhönnu og Steingríms; allt, frá Febrúar byrjun. Þau eru; nákvæmlega, - sömu helvítis gufurnar, sem Geir og Ingibjörg Sólrún, reyndust vera.

Það breytir ekki; ótvíræðri sök - aðalhönnuðanna, að þessu andskotans hrun kerfi, hverju þeir komu á laggir, með glæfraskap sínum - Davíð Oddsson - Jón Baldvin Hnnibalsson og Halldór Ásgrímsson, á síðasta tug liðinnar aldar - og; frameftir þeim líðandi, nýhafinnar aldar.

Tómas Ibsen !

Vona; að þú skiljir; einnig, sneið mína, verðskuldaða, til þeirra Valhallar húsbænda, þar með.  

Með beztu kveðjum; þjóðernissinna, af hinum gamla skóla, úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 28.10.2009 kl. 22:56

6 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

JR, eigum við ekki að halda því til haga að hvorki Svavar Gestsson, Steingrímur J. Sigfússon né heldur Jóhanna Sigurðardóttir eru í Sjálfstæðisflokknum.  Þessar lántökur eru á þeirra ábyrgð, það eru þau sem tóku ákvörðun um að skrifa uppá þessi ósköp, gleymdu því ekki, annað er sögufölsun.

Tómas Ibsen Halldórsson, 28.10.2009 kl. 22:57

7 identicon

Ágæti Óskar úr Árnesþingi og fleiri ritarar hér á þessu annars ágæta bloggi Páls. 

Bendi hér á alveg ljómandi samantekt frá Baldri McQueen sem nálgast þessa umræðu um samráð 4-flokksins með tölfræðinni. 

Svo eftir allt saman er þetta svo sáraeinfalt.

Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 28.10.2009 kl. 23:11

8 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Seðlabankinn 

Skjólið

Skjaldborgin

Traustið

Áætlanir

Áætlunin

ESBESBESB

ESBESB

ESB 

AGS

NL

UK

UHU 

Það er bara eitt eftir fyrir ríkisstjórnina

AA

Það dugar oft . . 

. . en kannski ekki á Steingrím, hann er orðinn svo forhertur

Gunnar Rögnvaldsson, 28.10.2009 kl. 23:16

9 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra segir að kjarninn í endurreisn íslensks athafnalífs felist í því að Ísland sæki um aðild að Evrópusambandinu snemma á næsta ári.

Gunnar Rögnvaldsson, 28.10.2009 kl. 23:20

10 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Björgvin kveðst fagna ummælum Olla Rehn, stækkunarstjóra Evrópusambandið um hraðferð íslenskrar umsóknar sem og ummælum Görans Perssons, fyrrverandi forsætisráðherra Svíþjóðar, um að aðildarumsókn gæti hjálpað Íslendingum upp úr kreppunni.

Gunnar Rögnvaldsson, 28.10.2009 kl. 23:21

11 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Með aðild að Evrópska efnahagssvæðinu gat fjármálakerfið orðið gríðarstórt “en íslenska ríkið og bakhjarlinn hafi ekki haft færi á að fylgja því eftir.”

Gunnar Rögnvaldsson, 28.10.2009 kl. 23:21

12 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

“Ég tel að það sé lykilatriði í nýrri líflínu Íslendinga að skjóta henni út í heim og sækja um aðild að Evrópusambandinu,” segir Björgvin “En auðvitað bíðum við niðurstöðu stjórnmálaflokka sem funda um málið í janúar. Því það blasir við að við þurfum að ná breiðri pólitískri samstöðu um aðildarumsókn.”

Gunnar Rögnvaldsson, 28.10.2009 kl. 23:22

13 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Spurður hvað verði um stjórnarsamstarfið hafni Sjálfstæðisflokkurinn ESB-aðild á landsfundi í janúar svarar Björgvin: “Það veit enginn. Í dag er Samfylkingin ein með þessa stefnu og til að ná árangri skiptir mestu máli að aðrir flokkar komist að sömu niðurstöðu og við vonumst til að það gerist.”

Gunnar Rögnvaldsson, 28.10.2009 kl. 23:22

14 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Viðskiptablaðið 11.12 2008

.

Svo er mynd af manninum, en ég sleppi henni

Gunnar Rögnvaldsson, 28.10.2009 kl. 23:24

15 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Trúðurinn í ágúst 2008

================

"Auðvitað skortir ekki úrtölur eða þá sem telja sig knúna til að tala útrás og fjárfestingarævintýri Íslendinga erlendis niður. Þannig eru nú hlutirnir einu sinni og því er það mikilvægt nú þegar hægir tímabundið á útrásinni vegna þrenginga á erlendum mörkuðum að halda frábærum árangri þessara flaggskipa atvinnulífsins okkar ríkulega til haga. Þetta eru okkar voldugustu fyrirtæki og nokkrar af helstu undirstöðum efnahagskerfis okkar til lengri tíma".

Gunnar Rögnvaldsson, 28.10.2009 kl. 23:28

16 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Já. Hann var víst yfirmaður FJÁRMÁLAEFTIRLITSINS. Þið vitið þessi stofnun sem notar sama búmerki og Always Ultra dömubindi

FME

Gunnar Rögnvaldsson, 28.10.2009 kl. 23:29

17 identicon

Ósköp reyndist þetta lítið stökk hjá þér Páll, frá því að vera wannabí í Samfylkingunni, yfir í náðarfaðm örgustu hægrimanna!

Og m.a.s. Staksteinar farnir að vitna í þig!

Þú ert sannarlega á toppnum.

P.S. Þessi Gunnar Rögnvaldsson mætti temja sér yfirvegun.

Jóhann (IP-tala skráð) 28.10.2009 kl. 23:36

18 identicon

Komið þið sælir; á ný !

Hákon !

Þakka þér fyrir; ágæta tilvísun, á síðu Baldurs McQueen, fyrir stundu.

Með beztu kveðjum; sem öðrum fyrri /

Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 29.10.2009 kl. 00:21

19 identicon

Jóhann !

Líkast til; er Gunnar Rögnvaldsson, með prúðari mönnum, hér á vef, sem rökvís - í hvívetna, svo áréttað sé, hér með.

ÓHH

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 29.10.2009 kl. 00:23

20 identicon

Óskar!

Þökk sé þér; fyrir þær ágætu, skýringar, er hafa, með sínum hætti; auðnað mér - vegvilltum manni - ; að sjá ljósið.

Jóhann (IP-tala skráð) 29.10.2009 kl. 00:53

21 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Endurreisnin er "handan við hornið" en verst að hún virðist vera föst þar. Þetta er sama vandamál og er í gangi vestanhafs þegar Obama talar um "green shoots" og álfurinn Geithner kyrjar með þyrlu-Ben: "good times are ahead". Ekkert nema blekkingar og spuni, í þeirri von að auka tiltrú manna og blása nýju (heitu) lofti í sprungna blöðru.

Guðmundur Ásgeirsson, 29.10.2009 kl. 11:52

22 identicon

Og Jóhann, Gunnar er fínn hvort sem hann er nú hægri eða vinstri.  Og spurðirðu Pál sjálfan hvort hann væri hægri-öfgamaður?   Það er stórundarlegt það fólk sem endalaust hatast við að klína Sjálfstæðisflokknum og öfga-hægri stefnu á bæði óháða kjósendur og oft vinstri kjósendur, eins og mig og Páll og nokkra sem ég veit um.   Það er einhver Andspilling sem hefur 3svar, í 3 mismunandi bloggsíðum, troðið mér þvert gegn mínum vilja inn í Sjálfstæðisflokkinn og kallað mig öfga-hægri sinna og kastaði í mig ótrúlegum skít fyrir mínar "hægri-öfgar".  Síðast í gærkvöld.  Og virtist tryllast þegar ég sagðist nú að vísu aldrei hafa kosið þann flokk og hafa kosið VG.  Í síðasta sinn að vísu.    

ElleE (IP-tala skráð) 29.10.2009 kl. 20:40

23 identicon

Björgvin G. er roðhænsn. Pólitískt viðrini af verstu sort.

Þorgeir Ragnarsson (IP-tala skráð) 30.10.2009 kl. 10:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband