Vextir þurfa að hækka - alls ekki lækka

Þótt stýrivextir séu 12 prósent fær fólk aðeins 5-7 prósent vexti á innlánsreikninga sína. Verðbólga er tíu prósent og sparifjáreigendur eru þar með að borga með sér til bankanna. Ef ríkisbankar treysta sér ekki að borga vexti hærri en verðbólga verður að hækka stýrivexti.

Hluti atvinnulífsins er enn á útrásardampi og hærri vextir eru nauðsynlegir til að kæla kerfið.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbeinn Pálsson

Vextir þurfa að lækka án tafar, hefði átt að gerast fyrir ári, fara þó seint sé án tafa í Evrópuvexti, ef ekki í sömu tölu og Bandaríkin nota.

Okkur hefur blætt ótrúlega á einu ári í vaxtagreiðslum jöklabréfa. 0,5 - 2% vextir í eitt ár í stað 10 - 20% (sem ekki fyrir löngu hefði verið dæmt refsivert okur) er engin smáupphæð fyrir þjóðina að kasta frá sér fyrir handvömm óhæfra stjórnmálamanna.

Lang stærstu mistök Davíðs voru að trúa ekki á brjóstvitið og krefjast því ekki evrópuvaxta þegar í stað við innkomu sína í Seðlabankann, þvert ofan í rangar ráðleggingar sérfræðinga bankans.

Sömu vexti, eða vegið meðaltal vaxta í EU, USA og Japan.

Kolbeinn Pálsson, 28.10.2009 kl. 20:40

2 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Vextir þurfa auðvitað að lækka Páll. Bankarnir eru fullir af peningum sem enginn getur tekið að láni. Þessa peninga er brýnt að lána á vöxtum sem skuldarinn ræður við. Öðru vísi fer hagkerfið ekki í gang. Með sömu rökum er hægt að afnema hér verðtrygginguna á morgun. Innlendir fjármagnseigendur eiga ekkert val um sparileiðir. Flestir eru sennilega að bíða eftir að gjaldeyrishöftum verði aflétt svo þeir komist með féð úr landi og lái þeim hver sem vill

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 28.10.2009 kl. 20:55

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Lækkun vaxta verður að skila minni verðbólgu. Ef verðbólgan heldur áfram að vera mun meiri en vextirnir stefnum við ástandið sem Vilmundur Gylfason barðist gegn, - því að sparifjáreigendur væru rændir.

Ómar Ragnarsson, 28.10.2009 kl. 20:59

4 identicon

Það er skrítið ástandið hér , það trúir engin banka fyrir sínum peningum.  En samt á fólk ekkert val, nema að geyma peninga heima ?

Fyrir hverja á að lækka vexti ?

Fyrir hverja á að hækka vexti ?

JR (IP-tala skráð) 28.10.2009 kl. 22:02

5 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Innlánsvextir á almennu sparifé eru engin 5-7%. Aðeins 1-2% sem svarar ekki áhættunni að geyma það í bankanum að ógleymdri hækkun á fjármagnstekjuskatti.

Ég er ekki auðug kona hvað varðar lausafé, en hef gert einmitt eins og JR segir; geymi varasjóðinn minn "heima" eða svo gott sem. Bankinn getur þá sparað sér vextina á meðan, og ríkið missir af 15 prósentunum.

Kolbrún Hilmars, 28.10.2009 kl. 22:48

6 identicon

Stýrivextir þurfa að lækka vegna þess sem Jóhannes lýsir að ofan.  Hins vegar ættu bankarnar að vera með innlánsvexti yfir verðbólgunni, eins og Páll segir.  Ef ekki, gerist það sem Ómar vísaði í.  Innlánsvextir lægri en verðbólga er óhæft og svívirðing þegar skuldarar þurfa ALLTAF að borga bæði verðbætur og vextir ofan á það fyrir útlán frá sömu bönkum.  AGS stíll yfir þessu gott fólk, bankarnir númer 1, 2, 3, 4 + 5.   

ElleE (IP-tala skráð) 29.10.2009 kl. 20:02

7 Smámynd: Einar Guðjónsson

Það eru eiginlega engir sparifjáreigendur á Íslandi, aðeins peningar launþega í

lífeyrissjóðunum ( eru sennilega tapaðir í Haga og Magazine, snekkjur og bílífi ) 

Einar Guðjónsson, 30.10.2009 kl. 20:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband