Ekkert malt í Samfylkingunni

Maltverskur stjórnmálamaður var fluttur inn á vegum aðildarsinna. Hann vitnaði í báðum rásum ríkisfrétta og sagði að fyrsta forsenda fyrir vel heppnaðri inngöngu í Evrópusambandið væri að skilgreina samningsmarkmiðin. Í öðru lagi að fá þjóðina með í leiðangurinn.

Samfylkingin hefur ekki skilgreint samningsmarkmið Íslands og þjóðin er ekki með í leiðangrinum til Brussel.

Samkvæmt sjónvarpsfréttum voru helstu áheyrendur maltverska stjórnmálamannsins fyrrverandi, núverandi eða verðandi kontóristar í Brussel.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Hansson

ESB-sinnar hafa ítrekað sagt (ranglega reyndar) að Malta hafi náð þeim merka áfanga að fá undanþágu frá sjávarútvegsstefnu ESB fyrir bátinn sinn.

Kom það fram í fréttunum? Ég missti af þeim.

Haraldur Hansson, 27.10.2009 kl. 19:47

2 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Það sem kom fram, Haraldur, var að Malta hefði fengið um 70 undanþágur. Ekki var það nánar útskýrt.

Páll Vilhjálmsson, 27.10.2009 kl. 19:50

3 Smámynd: Offari

Orðinn blankur auralaus

Enn á graut í saltið.

Villutrú í hassins haus

hér vill banna maltið.

Offari, 27.10.2009 kl. 20:16

4 Smámynd: Gústaf Níelsson

Fréttin var einstaklega illa unnin satt best að segja, og án úrskýringa á því sem maður hefði vilja fá að vita. Maltverjinn var hins vegar sæmilega sáttur við áhrif sín á Evrópuþinginu verandi einn af 736. En skárra væri það nú ef enginn af öllum þessum skara væri ekki sammála honum í einhverjum atriðum!!

Gústaf Níelsson, 27.10.2009 kl. 20:17

5 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Af hverju skyldi vera svona mikið atvinnuleysi á Möltu núna (7,2%) ? Er Malta kannski búin að verðleggja sig útaf landakorti ferðamanna heimsins nú þegar?

Samkvæmt evru-trúnni ætti Malta að vera í evru-sælu núna því enginn þar þarf að skipta um mynt eða nota kreditkort því allir heimsins ferðamenn ganga um allt með fulla vasa af evrum alltaf. En er svo kemur í ljós þeir eru bara í venjulegu íslensku bankahrun-atvinnuleysi. Það er nú gott að Maltverjar eru svona ánægðir með atvinnuleysið og að þjóðin styðji það. Það myndi hjálpa þeim að taka upp dollar því hann er ekki stjórnlaus lofbelgur. Hverjum skyldi vera flogið inn næst? Fjármálaráðherra Páfagarðs?

Gunnar Rögnvaldsson, 27.10.2009 kl. 20:41

6 Smámynd: Katrín

.......og með þessum lúsuga flokki ætlar formaður Sjálfstæðisflokksins í ferðalag til Brussel....og taka þjóðina með hvort sem hún vill eður ei....

Katrín, 27.10.2009 kl. 21:15

7 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

380 manns af 413.000 íbúum Möltu vinna við fiskveiðar (0,2%) og þar af fá 64 af þeim greidd laun fyrir þessar fiskveiðar.

Um 55% af vinnufæru fólki á Möltu hefur vinnu (82% á Íslandi)


Gunnar Rögnvaldsson, 27.10.2009 kl. 21:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband