Trúarfrekja

Trúarfrekja er það þegar útlendingar krefjast sérstakrar tillitssemi vegna þess að þeir vilja ekki haga sér í samræmi við venjur og siði búsetulands. Trúarfrekja getur birst í glæpsamlegri háttsemi, t.d. umskurði ungra stúlkna eða þvinguðum hjónaböndum.

Í Sjónvarpsfréttum í kvöld kemur talsmaður múslíma og fer fram á séraðstöðu við Háskóla Íslands til að iðka trú sína. Einhver staðkunnugur ætti að benda manninum á að þótt kirkjur séu á Íslandi eru þær ekki byggðar fyrir tilbeiðslu heldur athafnir. Íslendingar, sem á annað borð stunda bænahald, biðja í þögn þar sem þeir hverju sinni og þurfa ekkert sérstakt rými til þess. Múslímar ættu að taka upp háttu heimamanna.

Ef gefið er eftir trúarfrekju einu sinni kemur óðara næsta krafa í nafni trúarinnar og verður ekki stundlegur friður fyrir hverskyns firrum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hér hefur þegar verið gefið eftir mestu trúarfrekju sem hægt er að ímynda sér. Nefnileg ÞJÓÐKIRKJU. Hér má skoða kostnaðinn á fjárlögum:

http://datamarket.net/is/thjonusta/gagnagraejur/daemi/fjarlog/?lidur=06

Magnús Ragnarsson (IP-tala skráð) 26.10.2009 kl. 21:58

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Fáninn okkar er helgaður Kristni, peningar kristnum persónum að miklu leyti. Þjóðsöngurinn er ú Davíðssálmum og skjaldamerkið prýðir krossmarkið og tákn guðspjallamannanna. Allar opinberar athafnir og þingsetningar eru merktar kristilegum prédíkunum og svo mætti lengi telja. Ergelsi og andúð þbiskups og þjóðkirkjupresta í garð trúfrjálsra er alþekkt og þeim til skammar. Þeir heimta einnig exclusivan aðgang að dagheimilum og grunnskólum með fabúlur sínar, borga ekki skatta og fá 6.000.000.000 frá ríkinu á ári hverju. Haldið er úti 110 prestsembættum á meðan verið er að skera sýslumannsembættin niður í 7.  Þjóðkirkjan markar allt okkar líf rá vöggu til grafar. Nafngift, kynþroska, hjúskaparsáttmála og greftrun.

Svo vogar þú að gefa í skyn að trúariðkun hér sé hógvær og látlaus??? Ef eitthvað er hægt að kalla trúfrekju, þá er það í hinum Kristna sið, sem ofan á allt vill hafa mónópólí á andlegri iðkun. 

Margur heldur mig sig. Ég segi nú ekki annað. 

Jón Steinar Ragnarsson, 26.10.2009 kl. 22:17

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

&. milljarðar er helmingi meira en sett er í rekstur ríkisútvarps og sjónvarps og menn gnísta tönnum yfir því. Tvískinnungurinn og hræsnin ríður sannarlega ekki við einteyming í þessum efnum.

Jón Steinar Ragnarsson, 26.10.2009 kl. 22:19

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

6. milljarða ....átti að standa

Jón Steinar Ragnarsson, 26.10.2009 kl. 22:19

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Fá þeim, sem innleiddi hugmyndina um helvítinselda og eilífa glötun:

34Ætlið ekki, að ég sé kominn að færa frið á jörð. Ég kom ekki að færa frið, heldur sverð. 35Ég er kominn að gjöra ,son andvígan föður sínum, dóttur móður sinni og tengdadóttur tengdamóður sinni. 36Og heimamenn manns verða óvinir hans.'

37Sá sem ann föður eða móður meir en mér, er mín ekki verður, og sá sem ann syni eða dóttur meir en mér, er mín ekki verður. 38Hver sem tekur ekki sinn kross og fylgir mér, er mín ekki verður. 39Sá sem ætlar að finna líf sitt, týnir því, og sá sem týnir lífi sínu mín vegna, finnur það.

Matt 10:34-39

Félegur andskoti eða hitt þó heldur.

Jón Steinar Ragnarsson, 26.10.2009 kl. 22:39

6 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Þú vælir fagurt Jón Steinar. Sættu þig við að við tókum kristni fyrir þúsund árum og ein ráðandi trú er í nær öllum samfélögum. Ef íslenska þjóðkirkjan er sæmilega rekin og trú sögu og hefðum er ástæðulaust að kvaka. Trúleysingjar iðka sitt leysi og ættu að fá að vera í friði fyrir trúuðum.

Páll Vilhjálmsson, 26.10.2009 kl. 22:47

7 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Jón Steinar :

Þjóðkirkjan fær ekki fjárframlög út af engu frá ríkinu. Þið hálfsannleiksmenn þreytist aldrei á þessum afflutningi er það ? Það er mjög einföld skýring á þessum greiðslum Helst er að nefna að ríkið er að greiða umsamið leigugjald fyrir gríðarlegar eignir sem það tók yfir með samningi þar um. Aðrir leigusalar myndu heimta hærra gjald en þetta fyrir sömu eignir og þætti ekki skrítið. Hitt er að ríkið innheimtir sóknargjöld allra trúfélaga og skilar inn til viðkomandi trúfélags.

Svona til að upplýsa þetta nánar hér þá skal vitnað í góða Morgunblaðsgrein Jóns Vals Jenssonar guðfræðings hins kaþólska sem er vitnað í í bloggpistli hans sem ég mun nú líma hér við :

Jón Valur JenssonJón Valur Jensson

Sunnudagur, 30. desember 2007

„Gegn árásum á Þjóðkirkjuna

Svo hét grein mín í Mbl. 19. des. 2002 þar sem fjallað var um mál sem oft ber hér á góma: eignamál kirkjunnar og rétt Þjóðkirkjunnar til framlags úr ríkissjóði til rekstrar síns. Afar harðar hafa þær árásir oft verið, sem trúleysingjar og afbrýðisamir veraldarhyggjumenn ýmissa flokka hafa haldið uppi, einkum frá og með Kristnihátíðarárinu 2000 og nú enn og aftur, þegar örfámennur hópur virkra trúleysisboðenda hellir sér yfir dagblöð og bloggsíður nánast daglega.

Margir láta sem Þjóðkirkjan eigi hér engan rétt – sniðganga þar með þinglýstar og skráðar eignarheimildir hennar í margar aldir, unz ákveðið var, að ríkið tæki alfarið við jarðeignum þessum gegn endurnýjun þess lagaákvæðis, að ríkið borgi laun presta og Biskupsstofu. Sumir (og raunar fáir) hávaðasamir veitast að kirkjunni fyrir ýmist meinta ágirnd eða sníkjulífi, á meðan aðrir (sjá t.d. umræðuna á þessari síðustu vefsíðu minni) virðast aldrei geta áttað sig á því, að við erum hér hluti af réttarríki, þar sem arfhelg réttindi, m.a. eignarréttur, eru síður en svo eitthvað sem brýtur gegn almennum mannréttindum, heldur eru þau einmitt einn undirstöðuþáttur þeirra.

Já, það er óumflýjanleg grunnforsenda þessa máls, að "kirkjan fer ekki fram á ölmusu, einungis að ríkið standi við gerða samninga," eins og ég sagði í greininni gömlu, en ófyrndu, sem ég endurbirti nú hér á eftir.

Gegn árásum á Þjóðkirkjuna

FORMAÐUR Siðmenntar, Hope Knútsson, ritar grein í Mbl. 30.10. 2002: 'Hvað felst í aðskilnaði ríkis og kirkju?' Þar sker í augu alger vöntun á umfjöllun um eignir kirkjunnar, eins og þær skipti engu í sambandi við þann "styrk" frá ríkinu sem Hope segir Þjóðkirkjuna fá og vill láta afnema. "Þjóðkirkjan nýtur hundraða milljóna króna styrks [svo!] árlega umfram önnur trúfélög," segir hún. Það er einfaldlega rangt. Ríkisvaldið tók kirkjujarðir (fyrir utan prestssetur) í sína umsjá 1907, innheimtir af þeim tekjur og greiðir í staðinn laun til presta.

Hvaðan komu þessar jarðir, 16% jarðeigna landsins 1907? Stór hluti tilheyrði kaþólskri kirkju á sínum tíma. Eins og sjá má af gjafabréfum eignafólks til kirkna og klaustra, áttu þær gjafir að styðja við Guðs kristni, helgast þjónustu við söfnuði hans. Eftir siðaskipti var ekki öðrum til að dreifa til kristnihalds en lútherskum klerkum sem framfleyttu sér, önnuðust viðhald kirkna og önnur útgjöld með þeim eigna- og tekjustofnum sem konungur lét óhreyfða þegar hann hrifsaði undir sig klaustra- og stólseignir. Var hitt þó ærinn skellur að sú menningar- og þjóðþrifastarfsemi sem fram fór í klaustrunum var í einu vetfangi aflögð, er konungur gerði eignir þeirra upptækar.

Kirkjan var á 14. öld langauðugasti landeigandi hérlendis og auðgaðist enn til 1550. Þá áttu biskupsstólarnir 14.119 hundruð í jarðeignum, sjöttung alls jarðnæðis. Síðar hafa margir býsnazt yfir auðsöfnun kirkjunnar, en eins og Björn Þorsteinsson sagnfræðiprófessor fræddi okkur nemendur sína um, var kirkjan leiguliðum sínum léttari í álögum en aðrir landsdrottnar. Að auki veitti hún fátækum og sjúkum ómetanlega hjálp. Um 1650 var þriðjungur jarðeigna í eigu kirkna, biskupsstóla, Kristfjárjarða og spítala, sjöttungur eign konungs og helmingur bændaeign.

Fyrir þá, sem líta ekki á eign sem þjófnað eins og stjórnleysinginn Proudhon, ætti að vera sjálfsagt að skoða þessi mál af jafnaðargeði og réttsýni. Eðlilegri kröfu kirkjunnar að fá að halda tekjustofnum sínum verður ekki mótmælt í nafni trúfrelsis.

Ekki tilheyri ég Þjóðkirkjunni, er ekki þess vegna að verja hana ásælni. En vegna þrákelkni Hope í atsókninni finnst mér rétt að hún upplýsi okkur um fáein atriði:

  1. Heldur hún að kristnir Íslendingar láti höggva undan sér þær efnalegu stoðir sem forfeður okkar reistu til að halda uppi kirkjum, helgihaldi og þjónustu í þágu safnaðanna?
  2. Telur hún kristið fólk svo auðblekkt og geðlaust, að það standi ekki á eignarrétti sínum og eftirkomenda sinna?
  3. Trúir hún í alvöru að hún geti biðlað til ríkisstjórnarflokkanna um stuðning við að ræna kirkjuna eignum sínum og/eða samningsbundinni réttarstöðu? M.ö.o.: Með hliðsjón af því, að ríkisstjórnin segir í stefnuskrá sinni að kristin trú og gildi hafi "mótað mannlíf í landinu og verið þjóðinni ómetanlegur styrkur," auk þess sem báðir flokkarnir eru því andvígir "að löggjafinn gangi of nærri friðhelgi eignarréttarins" eða "taki sér nokkurt vald sem stríðir gegn grundvallarréttindum," trúir Hope því, að flokkarnir gangi á bak þeirra orða? Hefur hún svo lágt álit á þeim að hún ímyndi sér að þeir fáist til þess í bráðræði að hafna þannig kjörfylgi fjölda kristinna manna?
  4. Álítur hún mín lúthersku systkini þvílíkar gungur að þau láti rifta einhliða þeim samningi sem gildir milli ríkis og Þjóðkirkju um árlegt framlag til hennar úr ríkissjóði (sem er metið sem eðlilegt endurgjald fyrir þau 16% jarðeigna í landinu sem kirkjan lét af hendi við ríkið)?
  5. Kæmi það henni á óvart að Þjóðkirkjan fengi (í Hæstarétti eða með því að leita til æðsta dómstigs í Evrópu) þann samning staðfestan eða jarðeignir sínar afhentar aftur, ef ríkið fremdi þau samningsrof að hætta að greiða þetta árlega afgjaldsígildi úr ríkissjóði?
  6. Ef Hope ánafnaði Siðmennt eignir sínar, fyndist henni þá réttlætismál að einhver ríkisstjórn þjóðnýtti þær með einu pennastriki?
  7. Af því að henni er tíðrætt um réttlæti, jafnrétti og trúfrelsi, er að lokum spurt: Yrði það í þágu réttaröryggis ef magnaðasta valdið, ríkisbáknið, gæti sölsað undir sig sameign frjálsra félagasamtaka?

Kirkjan fer ekki fram á ölmusu, einungis að ríkið standi við gerða samninga. Ef ekki væri samstaða á Alþingi um lögin frá 1907 og 1997, ætti Þjóðkirkjan að taka við eignum sínum aftur og ávaxta þær á arðsaman hátt með nútímalegri fjármálastjórn til að tryggja, að hún geti staðið undir helgihaldi, viðhaldi kirkjuhúsa, hjálparstarfi og þjónustu til frambúðar. Ef hún hlypist undan þeirri ábyrgð (t.d. af hræðslugæðum eða í viðleitni til að þókknast öllum, umfram allt einhverri tízkuhugsun), væru það svik við köllun kirkjunnar, þá sem hafa stutt hana og við sjálfan þann sem sendi hana. Til þess hefur kirkjan þegið þennan arf að vinna úr honum til heilla fyrir íslenzka þjóð.”

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 26.10.2009 kl. 23:07

8 identicon

Trúariðkun hefur ekkert að gera innan veggja skóla, vinnustaða.. blah.

Predíkarinn kemur með sömu gömlu lummuna.. kirkjan vill ekki ölmusu...  takið eftir að predíkarinn er að taka kirkjuna framyfir þjóð sína... slík er vitleysan í trúarbrögðum.
Menn kvarta mikið yfir útrásarvíkingum... menn mega ekki gleyma innrásarhjátrú sem fær menn til þess að dissa eigin þjóð.

DoctorE (IP-tala skráð) 26.10.2009 kl. 23:22

9 identicon

Það sem þú skrifar Páll um trúarfrekju, er næstum það sama og ég hugsaði, þegar ég sá fréttina í kvöld.

Takk fyrir þetta.

Guðrún Eggertsdóttir (IP-tala skráð) 26.10.2009 kl. 23:36

10 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þessisóknargjöld eru úr vasa fólksins. Þau eru innheimt fyrir þetta steingerða bákn. Í hvað fara þessir peningar? Getið þið útvegarð mér eintak af ársreikningi?

Þetta áliti, sem ég lýsi, er ekki bara bundi við trúlausa eða hlutlausa. Trúfrekjan hér ofbýður öllum.  Lítið í eigin barm. Þessi Jesúfasismi ykkar á sér enga réttlætingu. Hvorki sögulega nér praktíska.  Það á einlega ekkert að vera ráðandi í þessum efnum. Ég kæri mig ekki um geistlegt einræði framkvæmt af mönnum. Það má vel vera að til séu ráðandi trústefnur í öllum löndum, (sem innbyrðis eru á kverkunum hver á öðrum) þa´er engin réttlæting fyrir einhverri ríkistrú, sem tekur sé það bessaleyfi að skrá ómálga börn í költið.

Ef trúin er svona sterkur þáttur í samfélaginu, þá ætti hún ekki að vera í vandræðum að standa ein. Aðskilnaður er réttlætis og jafnaðarmál og gefur fólki frelsi til að velja.  Talandi um hálfsannleik rédíkari, þá bið ég þig að taka trúblindugleraugun af þér og lesa grein ofstækismannsins og músllimahatarans Jóns Vals.

Þökk sé honum annars og hans líkum að krafan um aðskilnað og óbeit á trúarbrögðum skrifast algerlega á þá. 

Jón Steinar Ragnarsson, 27.10.2009 kl. 04:58

11 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég vil svo minna á að samkvæmt Kaþólskunni, er Lúterstrú villutrú. Hún var bannfærð í upphafi 16. aldar og Lúter líka. Honum  raunar lýst sem antikristi.

Svo er það enn, svo órrúlegt er að lesa hræsni Jóns, þegar hann talar um Lúterska trúbræður. 

Hafið þið aldrei lesið þessi rit eða söguna?  Hvaða hagsmuna eruð þið að gæta með þessum yfirgangi? Er það óttinn við dauðan eða von um stúkusæti á himnum sem ræður? Sjáið þið ekkert kja'ánalegt og barnalegt við sannfæringu ykkar?

Ég verð alltaf jafn hissa að sjá fullorðið fólk gapa glaseygt um þessar fabúlur.

Jón Steinar Ragnarsson, 27.10.2009 kl. 05:04

12 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Vel mælt Páll, ég ætla ekki að skipta mér af öðru en efni greinarinnar.

En þessi frekju má einmitt setja upp sem dæmisögu til þess að útskýra "harða" afstöðu kristinna manna:

Þetta svipar þetta til að við, þ.e.a.s. karlpeningurinn færum að gera kröfu á að nota kvennaklósetinn, með þeim rökum að þetta væru klósett líka eins og hin og hver sem er ætti að geta nota þau. Sérðu fyrir þér viðbrögð kvennanna? Fyrir þeim er þessi staður helgaður þeim og telst heilög jörð. Enginn fer að troða sér þarna inn nema kona sé. 

Sama gildir um þetta KRISTNA hús, okkur er ekki sama um hver treður sér þarna inn, því hús þetta er helgað okkar Kristna Guð, ekki allt öðrum Guði Kóransins. Þess vegna tek ég þetta dæmi um klósetin svo að fólk skilji hvaða afstöðu margir kristnir hafa um þetta mál.

En samfélag okkar er orðið svo "pólitískt rétt" að ekkert er heilagt lengur og fær ekki að vera friði fyrir þeim fáu sem hrópa hæst. Sem er virkilega sorglegt.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 27.10.2009 kl. 08:03

13 identicon

Ég er orðinn þreyttur á þessum sérkröfum hjá múslímum víða um heim.  Ekki heyrir maður um sérkröfur hjá öðrum trúarhópum t.d. gyðingum, búddah-trúarfólki eða hindúum.

Þið ættuð bara sjá hvernig múslímar hafa verið að fara með hin norrænu og vestrænu samfélög.  Þeir fá öll réttindi, en eru undanþegnir öllumskyldum.  Þeir fá sérstakan mat í skólum og dagvistarstofnunum, víða á mörgum vinnustöðum hafa skemmtanir er tegnjast kristni t.d. jólaskemmtanir verið afnumdar af tillitssemi við þá. 

Það má með sanni segja, að þetta sé nýlendustefna hjá múslímum.  Þeir flykkjast til vesturlanda, til samfélaga sem í grundvallaratriðum eru í andstöðu við trúarsannfæringu þeirra, t.d. í þessum samfélögum er hófleg áfengisnotkun talin eðlileg, svínakjöt er hluti af matarmenningu viðkomandi ríkja, konur ráða sér sjálfar og kristni er (ennþá) ráðandi trú.

Hvað fær múslíma þá til að flykkjast til vesturlanda, til landa sem í grundvallaratriðum andstæð þeirra trúarsannfæringu?

Viðar H. Eysteinsson (IP-tala skráð) 27.10.2009 kl. 08:35

14 Smámynd: Yousef Ingi Tamimi

Þú hefðir hugsanlega átt að hlusta á fréttina betur, en þá hefðiru kannski áttaði þig á því að það er verið að berjast fyrir fjöltrúarlegu bænaherbergi, eitthvað sem viðgengst útum allan heim, til að leyfa fleiri nemendum háskólans iðkað trú sína á meðan skólatíma stendur. Þetta svipar til þeirra "multifaith prayer room" sem þú hefur eflaust séð í Bretlandi.

 Múslimar fengu aðstöðu í kapellu í 1 og hálfan mánuð og þá var í raun bara verið að gefa aðstöðu til að biðja á meðan hinn heilagi Ramadan var. En að sjálfögðu fór enginn þarna inn ef Kapellan var upptekin eða það var fyrirsjáanlegt að þetta myndi trufla aðra. Aðeins var beðin um aðstaða til að fá að biðja bænir okkar, en háskólinn sjálfur valdi Kapelluna!

Og nei, ég er ekki útlendingur og margir þeir múslimar sem stunda nám við HÍ eru heldur ekki útlendingar. Við verðum að fara úr þeim hugsunarhættir að allir múslimar á Íslandi séu útlendingar og viðurkenna að mjög margir hafa tekið trú.

Yousef Ingi Tamimi, 27.10.2009 kl. 08:40

15 identicon

Ég er með lausn á þessu máli.  Loka kapellunni.  Nemendur eiga að nota tímann til að læra.  Trúmál á að stunda utan skóla.

Gunnar (IP-tala skráð) 27.10.2009 kl. 09:42

16 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Guðsteinn Haukur: Sama gildir um þetta KRISTNA hús,
Aðalbygging Háskóla Íslands er ekki kirkja. 
Guðsteinn Haukur: því hús þetta er helgað okkar Kristna Guð, ekki allt öðrum Guði Kóransins

Nei hættu nú alveg, þú veist að þarna er um sama gvuð að ræða.

Að sjálfsögðu á svo ekki að vera nokkur aðstaða fyrir trúariðkun í Háskóla Íslands.

Matthías Ásgeirsson, 27.10.2009 kl. 11:48

17 identicon

Ef það er eitthvað verra en að Háskóli Íslands skaffi húsnæði undir galdraathafnir er það að HÍ skaffi húsnæði undir eina ákveðna gerð af galdraathöfnum, en úthýsi hinum.

Í fjölmenningarþjóðfélagi eins og okkar er náttúrulega fráleitt að

a) skaffa galdrastofu fyrir ríkiskirkjuna en engar aðrar eða
b) skaffa galdrastofu fyrir allar mismunandi gerðir galdra.

Einu raunhæfu og réttlátu lausnirnar hljóta að vera að

a) skaffa eina stofu sem allir sem vilja galdra mega nota eða
b) loka galdrastofunni og láta alla um að redda sér sjálfir.

Helgi Briem (IP-tala skráð) 27.10.2009 kl. 12:49

18 identicon

Trú er ekkert annað en afneitun... töfrar eru raunverulegir, ég lifi að eilífu.. dauðinn er ekki endastöð, hann er byrjunin á einhverju betra.

HÍ getur ekki verið neitt nema hlægilegur og fáránlegur á meðan hann er með tilbeiðslustofur fyrir áhangendur galdrakarla innan sinna veggja.

DoctorE (IP-tala skráð) 27.10.2009 kl. 13:19

19 Smámynd: Rebekka

Þetta svipar þetta til að við, þ.e.a.s. karlpeningurinn færum að gera kröfu á að nota kvennaklósetinn, með þeim rökum að þetta væru klósett líka eins og hin og hver sem er ætti að geta nota þau.

Mér finnst þetta einmitt ekki svipað, vegna þess að í HÍ er bara EITT bænaherbergi.  Ef aðeins væri eitt klósett í HÍ, held ég að konurnar væru alveg til í að deila því með körlunum.

Annars skil ég ekki hvað bænaherbergi er að gera í háskóla.  Seinast þegar ég gáði var opinberum stofnunum bannað að mismuna fólki, m.a. eftir trú.  Er það ekki mismunun að leyfa bara kristnum að hafa bænaherbergi í Háskólanum, en ekki fólki sem stundar önnur trúarbrögð?  Einfaldasta og ódýrasta lausnin væri auðvitað að loka þessu blessaða herbergi,  "afblessa" það og breyta í skólastofu.  Eða kústaskáp eða eitthvað, ég veit ekkert hvað það er stórt. 

Rebekka, 27.10.2009 kl. 14:33

20 identicon

"Þið ættuð bara sjá hvernig múslímar hafa verið að fara með hin norrænu og vestrænu samfélög."

Ekki rústuðu múslimar íslenska velferðarkerfinu og flest öll lönd í Vestur- Evrópu geta þakkað hagvöxt undanfarina ára innflytjendum, aðallega múslimum. 

Eruð þið að krefjast þess að múslimar sem hér búa eða hingað flytja séu skyldaðir til að taka þátt í helgarfylliríunum ykkar.

"Trúarfrekja getur birst í glæpsamlegri háttsemi, t.d. umskurði ungra stúlkna"

Þú ert aumkunnaverður Páll, íslenskur múslimi vill fá aðstöðu til bæna í HÍ og líkir því við umskurð kvenna.  

Ég held ég sneiði hjá skrifum þínum héðan í frá.  

Sverrir Agnarsson (IP-tala skráð) 27.10.2009 kl. 15:46

21 Smámynd: Arnar

Trúarfrekja er það þegar útlendingar krefjast sérstakrar tillitssemi

Eh, nei.  Trúarfrekja er það þegar trúaðir krefjast sérstakrar tillitssemi, óháð þjóðerni eða trúarbrögðum almennt.

Arnar, 27.10.2009 kl. 15:59

22 identicon

"Guð"fræði ætti ekki að kenna í HÍ... ekki frekar en aðra hjátrú.

Þetta bænaherbergismál í HÍ er smækkuð mynd á hvernig trúarbrögðin skapa ekkert nema hatur og kjaftæði.
Ef HÍ vill vera alvöru skóli þá á hann að loka fyrir allt hjátrúardæmið frá a-ö, engin bænaherbergi, enginn hjátrúarkennsla... að vera með slíkt innan veggja menntastofnunar er svartur blettur og ekkert annað.


DoctorE (IP-tala skráð) 27.10.2009 kl. 16:03

23 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Viðar H. Eysteinsson er alveg með þetta á hreinu. Opnið augun þegar þið farið næst til Noregs. Þar er þjóðfélagið í einni þvælu út af morðum,glæpaflokkum,nauðgurum,brennuvörgum,heiðursmorðum,barnaræningjum,svindlurum,fölsurum,þjófum, tryggingasvikum,skattsvikurum og mætti telja upp léttilega 2-300 önnur athæfi til viðbótar. Viðar? af hverju fara þeir til norðurlanda? Þessir múslímar þarna eiga ekkert sameginlegt með flóttafólki.

Þetta veit Wolfang

Eyjólfur Jónsson, 27.10.2009 kl. 16:04

24 identicon

Flott Páll nú ertu kominn í góðan félagsskap!

Geturðu ekki bætt um betur og toppað Eyjólf?

Sverrir Agnarsson (IP-tala skráð) 27.10.2009 kl. 16:13

25 identicon

Er hið íslenska verlferðarkerfi í rúst?  Ekki vissi ég það.

Og hvernig geta hin vestrænu lönd þakkað innflytjendum, aðallega múslímum, hagvöxt undanfarinna ára? 

Sverrir, múslímar eru að breyta hinum vestrænu samfélögum innan frá eftir sínu höfðu, eða öllu heldur, sinni trúarsannfæringu.  Þetta þýðir að íbúar í þessum ríkjum sem byggja þessi lönd fyrir, verða að láta undan sínum venjum til að koma til móts við kröfur múslíma.

Við skulum ekki gleyma því að í mörgum múslímaríkjum eru trúarminnihlutahópar kúgaðir, t.d. njóta kristnir í múslímaríkjum ekki sömu réttinda og múslímar.  Kirkjur þeirra eru brendar og reynt er að halda þeim niðri eins mikið og hægt er.

Það sem ég skil ekki, hvers vegna eru múslímar að flykkjast til vesturlanda?

Enginn hefur getað svarað þessari einföldu spurningu á vitrænan hátt.

Vesturlönd er gjörsamlega ólik þeim menningarheimi sem telst til múslímaheimsins.  En samt sem áður flykkjast múslímar til vesturlanda.  Meira að segja til Bandaríkjanna!  Af hverju?

Viðar H. Eysteinsson (IP-tala skráð) 27.10.2009 kl. 16:24

26 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Viðar H. af hverju flykkjast íslendingar nú til útlanda, t.d. Noregs og Danmörku? 

Þegar þú svarar þeirri spurningu, þá svarar þú spurningu þinni um leið.

Matthías Ásgeirsson, 27.10.2009 kl. 16:33

27 identicon

Viðar, meinarðu að Danir og Þjóðverjar drekki minna og borði minna svínakjöt en áður?

Það vær gott fyrir þá en mér svo sem sama.´

sverrir agnarsson (IP-tala skráð) 27.10.2009 kl. 16:44

28 Smámynd: corvus corax

Það er náttúrlega fáránlegt að hafa einhverjar kuklstofur í Háskóla Íslands. Þetta trúarhyski getur bara stundað sitt kukl heima hjá sér.

corvus corax, 27.10.2009 kl. 16:54

29 identicon

Væri ekki verðugri barátta fyrir þig "corvus corax" að hefja baráttu gegn alvöru kukli eins og jóla og páskahaldi en litlu bænaherbergi í HÍ.

Svo get ég ekki annað sé að t.d. hagfræðin sem kennd er í HÍ sé gagnslaust kukl eigum við ekki að banna það líka?

sverri agnarsson (IP-tala skráð) 27.10.2009 kl. 17:08

30 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Það er nefnilega það. Er kapellan mikið notuð til þess að biðjast þar fyrir af kristnu fólki? Held ekki, sennilega ekki neitt enda væntanlega ekki hugsuð til þess eins og Páll bendir á heldur fyrir athafnir. Hvort sem fólki líkar betur eða verr er ríkiskirkja í landinu og Háskóli Íslands er ríkisstofnun. Þeir sem telja sig þurfa sérstaka aðstöðu til þess að biðjast fyrir geta skroppið heim til sín eða annað þar sem sú aðstaða er fyrir hendi sama hvaða trúarbrögð þeir annars kunna að stunda.

Hjörtur J. Guðmundsson, 27.10.2009 kl. 17:14

31 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Er kapellan mikið notuð til þess að biðjast þar fyrir af kristnu fólki? Held ekki, sennilega ekki neitt enda væntanlega ekki hugsuð til þess eins og Páll bendir á heldur fyrir athafnir.

Hjörtur, kynntu þér hlutina áður en þú tjáir þig.  Hverslags athafnir heldur þú að fari fram í kapellunni?

Morgunbænir eru hvern virkan dag kl. 10. Stundirnar eru hljóðar bænastundir þar sem allur söngur er látinn víkja til hliðar. Lesið er úr Biblíunni, lesin ljóð eða hver annar sá texti sem stjórnanda stundarinnar líkar. Bænastund fer síðan fram eftir því sem viðstöddum finnst best.  #

Í aðalbyggingu Háskólas er hátíðarsalur sem notaður er fyrir athafnir sem ekki eru trúarlegar.

Þeir sem telja sig þurfa sérstaka aðstöðu til þess að biðjast fyrir geta skroppið heim til sín eða annað þar sem sú aðstaða er fyrir hendi sama hvaða trúarbrögð þeir annars kunna að stunda.

Gaman að sjá að Hjörtur tekur undir með okkur sem segja að engin aðstaða eigi að vera fyrir nokkrar trúarathafnir í Háksóla Íslands.

Matthías Ásgeirsson, 27.10.2009 kl. 17:50

32 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Afhverju var aðgangur að þessu herbergi felldur niður eftir 1 og 1/2 mánuð ?

Eða fá þeir líka að biðja í herberginu næsta Ramadan.

Er aðgangurinn bundinn við Ramadan.

Eða komu einhverjir því til leiðar að köttað var á aðgang muslima að umræddu herbergi.

Dularfullt.

hvað er málið.  Það er verið að biðja til sama Guðs= sama herbergi notað.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 27.10.2009 kl. 18:03

33 identicon

Þetta er einkennileg röksemdafærsla hjá þér Páll. Það eru fleiri en útlendingar sem eru af öðrum trúarbrögðum en hinni evangelísku lútersku. Hér eru líka lúterskir útlendingar. Sé um trúarfrekju að ræða ber að heimfæra hana upp á trúmenn, og þá skipti ekki máli hvaða goð þeir trúa á.

Háskólakapelluna á hins vegar að taka undir aðra starfsemi. Guðfræðideildina á auðvitað að leggja niður, enda engin þörf á því að mennta presta. En á meðan núverandi ástand varir, þá er sjálfsagt að múslimar, mormónar, kaþólskir, bahá'íar, vottar jehóva, búddístar, hvítasunnumenn etc. etc. fái að stunda sitt bænakvak í kapellunni. Það er ekki frekja heldur réttlát krafa um jafnræði. Frekjan er hjá hinum evangelísku lútersku sem hafa yfirtekið eignir almennings.

Ómar Harðarson (IP-tala skráð) 27.10.2009 kl. 18:16

34 identicon

"Helst er að nefna að ríkið er að greiða umsamið leigugjald fyrir gríðarlegar eignir sem það tók yfir með samningi þar um"

 Af hverju erum við að borga leigu fyrir jarðir sem báknið sölsaði undir sig á fyrri öldum með misóheiðarlegum hætti, við eigum ekki að borga leigu fyrir þýfi.

Inside Bilderberg (IP-tala skráð) 27.10.2009 kl. 18:31

35 identicon

Þetta var í fréttum áðan.. mér heyrist að nú ætli HÍ að opna annað tilbeiðsluherbergi... HALLÓ.. þetta er SKÓLI ekki fargin hellelújastofnun.
Hvað kemur næst, mun verða opnað herbergi fyrir miðilsfundi með Þórhalli... og svo spákonur sem námsráðgjafar.

HÍ er orðin eins og brandari í þessu máli.. hans eina von til að halda höfði er að loka þessu kuklrúmi sem fyrir er og segja nemendum sem vilja tilbiðja galdrakarla að gera það utan skóla.

DoctorE (IP-tala skráð) 27.10.2009 kl. 19:38

36 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Hjá sameinuðu þjóðunum var komið upp fjöltrúarlegu bænaherbergi. Það leið ekki á löngu þar til múslímar tóku það yfir til eigin nota og fældu aðra frá.

 Enginn stígur þar nú inn fæti nema hann eigi erindi við Allah.

Ragnhildur Kolka, 27.10.2009 kl. 20:32

37 identicon

Alla er Yahweh og visa versa...

Í fyrndinni tóku nokkrir prestar það á sig að ákveða að skáldsagnapersónan Jesú væri guð sjálfur... múslímar eru ekki sáttir við þetta, þeir vilja meina að Sússi sé bara eins og Mummi, spámaður...

Við sem hugsum vitum vel að þetta er allt saman púra skáldskapur og hreinasta vitleysa að vera að punga undir tilbeiðslurými um allar trissur.

Krakkar, það er að koma 2010... hvernig getur fólk yfirhöfuð verið að afneita dauðanum með svona vitleysu.. hvernig geta menntastofnanir verið að bugta sig undir fáfræði og rugl... Málið er einfalt, ef menn geta ekki farið í moskur, kirkjur eða hvað þessir himnadildóar kallast.. nú eða bara sýslað í þessu heima hjá sér... þá verður fólk bara að sleppa því að vinna og mennta sig... bara tilbiðja gröfina á sínu yfirnáttúrulega Stokkhólms heilkenni.

Sheesh

DoctorE (IP-tala skráð) 27.10.2009 kl. 20:39

38 identicon

mér er persónulega ekkert illa við múslima, og held ég að megnið af þeim séu ágætis fólk eins og fólk í öllum trúarbrögðum.    ég er ekki trúaður en ég ber virðingu fyrir öllu fólki sama hvaða trú þau iðka, og þess vegna vil ég að fólk virði mig fyrir að trúa ekki,,    mér fynnst bara hræðilegt hvernig múslimar nota trúnna sína til allskins voðaverka, víðast hvar er kvenfólk minna virði en beljur, fólk aflimað fyrir að stela eplum kannski aðframkomið af hungri, dætur myrtar fyrir að eiga við vestræna menn og hvaðan af verra, hitt er annað mál,, við getum ekki farið í sandinn og iðkað "okkar" trú hver sem hún er,    við getum ekki komið með okkar venjur og gert það sem við viljum í þeirra löndum, en múslimar troða sér inn í öll vestræn ríki og fjölga sér hraðar en kanínur,, nú verður einhver reiður,, það er bara svo, einhver kann að segja núna að kristnir séu ekkert betri og hafa drepið í nafni trúarinnar í gegnum aldirnar, jú það er rétt, en það er ekki að gerast á íslandi í dag, og ég vil ekki að það gerist á morgun, ég hvet fólk til að skoða þetta myndband............

http://www.youtube.com/watch?v=6-3X5hIFXYU

venni bergs (IP-tala skráð) 27.10.2009 kl. 21:37

39 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Matthías, ég legg það yfirleitt í vana minn að kynna mér hlutina áður en ég skrifa um þá. Þarna er um að ræða skipulega athöfn á vegum Félags guðfræðinema, eins konar þjálfun fyrir verðandi presta. Það sem ég átti við, og taldi augljóst, er að einstakir nemendur við HÍ fari í kapelluna í einhverjum mæli til þess að biðjast fyrir, að eigin frumkvæði. Það er væntanlega það sem múslimar við HÍ eru að fara fram á að geta gert, ekki satt? Kapellan er í HÍ að mér skilst í tengslum við guðfræðideildina en ekki sem aðstaða fyrir einstaka nemendur skólans til tilbeiðslu. Það eru aðrir staðir fyrir það hvaða trúarbrögð sem viðkomandi annars aðhyllist.

Hjörtur J. Guðmundsson, 27.10.2009 kl. 22:01

40 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Óh Hjörtur, þetta er lélegt.  Þú varst einfaldlega ekkert búinn að kynna þér þetta.

Það er bænastund í Kapellunni á hverjum morgni.

eins konar þjálfun fyrir verðandi presta

Nei, það er annað.  Þetta er dagleg bænastund, svo fólk geti komið og beðið til (hins kristna) gvuðs.

Auk þess eru haldnar þarna guðsþjónustur.

Það sem ég átti við, og taldi augljóst, er að einstakir nemendur við HÍ fari í kapelluna í einhverjum mæli til þess að biðjast fyrir, að eigin frumkvæði

Hvað veist þú um það?  Það er a.m.k. ljóst að kristnum nemendum Háskóla Íslands stendur til boða að biðja bænirnar sínar í kapellunni.

Það eru aðrir staðir fyrir það hvaða trúarbrögð sem viðkomandi annars aðhyllist. 

Þú veist í alvörunni nákvæmlega ekkert um málið.  Þetta er kostulegt.  Nei, það eru ekki aðrir staðir.

Að sjálfsögðu eiga ekki að vera tilbeiðslustaðir við Háskóla Íslands, hvorki fyrir kristna nemendur né aðra.  Um það getum við þó alveg örugglega verið sammála.

Matthías Ásgeirsson, 28.10.2009 kl. 00:06

41 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Ég mæli með því að "venni bergs" lesi þetta: http://rationalysis.blogspot.com/2009/05/muslim-demographics-debunked.html

eða þetta:

http://news.bbc.co.uk/2/hi/8189231.stm

og átti sig á því að jútjúbmyndbönd segja ekki alltaf satt.

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 28.10.2009 kl. 01:43

42 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Hér er ein grein í viðbót, svona til gamans: http://www.snopes.com/politics/religion/demographics.asp

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 28.10.2009 kl. 01:48

43 identicon

Tek undir hvert orð með síðuhöfundi, en vil jafnframt taka fram að ekkert bænaherbergi á heima innan skólakerfissins nema í þeirri deild þar sem menn læra til slíks samanber í guðfræðideild og skal það þá einungist notast til kennslu.

En þessari kröfu mátti búast við ef við viljum sjá hvað gerist í örðum lödnum.  Næst verður farið fram á að almenningsklósett snúi í rétta átt, því ekki má nú snúa rassinum í Allha, og svo verður það krafa um sérstakan dómstól eins og í Bretlandi, svo kemur að því að lögreglan hér á landi horfir upp til himins eða í hina áttina þegar fólk sem aðhyllist slíka trú gengur í skrokk á konu sinni eða barni  út á götu eins og ég varð vitni að í þÝskaland, svo spyr maður af hverju?*????? eins og asni , og fær þau svör frá þýsku löggunni að af þessu fólki megi þeir ekki skipta sér af því þau eigi rétt  á sínum "trúarbrögðum." Og svo labba þeir skömmustulegir burtu.  Já það á margt fjölbreytilegt eftir að gerast hér á landi.

(IP-tala skráð) 28.10.2009 kl. 09:14

44 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

"Næst verður farið fram á að almenningsklósett snúi í rétta átt, því ekki má nú snúa rassinum í Allha [sic]"

Já, og kannske bara bíó og leikhús líka...hey, bara allar byggingar! Það er nú algjör óþarfi að vera með svona vitleysu, Silla. Hefur einhver farið fram á að klósett snúi í ákveðna átt?

Ég sé ekki að það séu miklar líkur á því að margir múslimar verði hér á landi. Jafnvel þó fjöldinn næði 3% landsmanna, sem er svipað hlutfall og í Bretlandi, væru það ekki nógu margir til að réttlætanlegt væri að krefjast sérmeðferðar fyrir lögum (reyndar er ekkert hlutfall nógu hátt til þess, og enginn fjöldi sem réttlætir slíkt. 3% af Bretum er samt ansi mikið meira en 3% af Íslendingum, og því kannske meira áberandi þar. 

Ég er hinsvegar sammála því að kapellur og bænaherbergi eru óþörf, en finnst að guðfræðideildina mætti endurskipuleggja - kenna þar secular trúarbragðafræði og láta kirkjurnar sjá um prests"menntunina".

---

Mér finnst síðan (eins og fleirum, sé ég) ansi grunsamleg skýring síðuhöfundar á orðinu 'trúarfrekja'. Trúarfrekja byggist væntanlega á heimtufrekju vegna trúarbragða, og skil ég ekki hvers vegna hann tengir það sérstaklega við útlendinga. Ef síðuhöfundi er illa við að innflytjendur haldi í sína siði, umfram það sem honum þykir ásættanlegt, mætti hann frekar nota orðið 'menningarfrekja'. Ég sé svo ekki betur en að það sé óttaleg trúarfrekja að heimta sérherbergi fyrir kristna að dunda sér í og meina öðrum aðgang með sitt trúardundur.

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 28.10.2009 kl. 10:46

45 identicon

Tinna mín,  Múslimar fóru fram á það í Bretlandi þegar byrjað var á því að skipuleggja væntanlegan ólympíuvettvang að klósett skildu snúa í "rétta" átt, það var tilefni þessara oðra minna. En mér finnst þetta góð hugmynd að kirkjan sjá sjálf um menntun sinna presta.

(IP-tala skráð) 28.10.2009 kl. 10:56

46 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Fann þetta. Reyndar vildu þeir að klósettin snéru í áttina frá Mekka - og það verður einungis hluti salernanna. Það er varla svakaleg hneisa að redda sérklósettum fyrir þessa fötlun eins og aðra...

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 28.10.2009 kl. 11:10

47 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Þetta er vægast sagt fáránleg krafa af múslimumskum nemendum HÍ. Kapella HÍ er vígð til helgihalds og bænagjörðar til Jesú Krists. Guð Múslima er allt annar Guðs em á ekkert sameiginlegt með Guði kristinna manna.

Guðrún Sæmundsdóttir, 28.10.2009 kl. 13:44

48 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Enn kemur Guðrún upp um fáfræði sína og fordóma...þetta er eiginlega hætt að vera fyndið.

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 28.10.2009 kl. 14:03

49 identicon

Matthías Ásgeirsson;

Íslendingar eru alla vegan ekki að flykkjast til arabalanda eða annarra múslímaríkja.  Og við vitum öllu af hverju þeir flytjast til hinnar svokölluðu bræðraríkja sinna á norðulöndum.  Þessir flutningar íslendigna er af allt örðum toga og vegna menningartengsla þessar landa.  Þegar um hægist hér, koma flestir aftur heim.  Það er annað með múslíma, þeir snúa aldrei aftur heim.

Ég skil ekkert í þér að vera að bera svona heimskulega samlíkingu á borð, maður.

Þeir flytja vegna trúarsannfæringar sinnar sem segir, "fara skaltu um ókunn lönd og breiða út trú okkar og skapa frjósaman akur fyrir hana, svo hún megi verða trú alls heimsins", eða eitthvða á þá lund.

Ef þú ert að líkja þessu eitthvað saman, þá er þetta eins og bera saman epli og ágúrkur.

Ég myndi skilja þennan mikla straum múslíma fráheimaríkjum sínum ef þeir flyttu til annarra múslímaríkja, en hinn (ennþá) kristnu Vesturlönd virðast hafa meira aðdráttaralf.  Af hverju?  Það væri gaman að fá þína skýringu á því.  Sennilega er þín skýring í anda miskilinnar og barnlegrar vinstrimennsku hvað varðar innflytjendur, sem trúa á góðmennskuiðnað við innflytjendur af framandi uppruna sem trúa á fjölmennignarhyggju sem reyndar allstaðar hefur mistekist hrapalega.

Viðar H. Eysteinsson (IP-tala skráð) 28.10.2009 kl. 14:26

50 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Tinna ert þú ekki alltof "steikt" til að taka þátt í þessari umræðu?

Guðrún Sæmundsdóttir, 28.10.2009 kl. 14:36

51 identicon

Sæl Tinna.

Ég sé að þú stendur enní baráttu fyrir vexti og framgangi íslams hér á landi.  Þú hefur s.s. ekk tekið mark á aðvörunum sonar míns sáluga.

faðir marcos (IP-tala skráð) 28.10.2009 kl. 15:01

52 identicon

Svona ljóðaði minn góði sonur til þín kæra vina.

Tinna mín kæra trúðu mér væna

trauðla þér gagnast ástin á íslam

Hlýddu mér væna, hlauptu í burtu,

Hlustaðu frekar á Wig Wam.

faðir marcos (IP-tala skráð) 28.10.2009 kl. 15:05

53 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Bara strax komin í svona skítkast? Nýtt met.

Þú sagðir að guð kristinna manna ætti  ekkert sameiginlegt með guði múslima. Það er auðvitað kolrangt hjá þér, eins og nánast hvert einasta mannsbarn sem heyrt hefur orðin Abrahamísku trúarbrögðin veit. Gyðingdómur er elstur þeirra þriggja, síðan kemur kristnin, sem byggist á gyðingdómi, og svo íslam, en það tekur margt frá hinum tveimur. Meira að segja Jesú kemur fyrir í íslam.

Fyndist þér í lagi að gyðingur bæðist fyrir í kapellunni? En að trúleysingi tyllti sér þar inn til að hugsa í friði? Hvernig dregur það úr 'helgi' kapellunnar að fólk af öðrum trúarbrögðum fái að nýta hana? Svo lengi sem ekkert er skemmt, hver er þá skaðinn?

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 28.10.2009 kl. 15:10

54 identicon

Kristnir hafa ekki nein rök, þess vegna fara þeir út í það sem Guðrún er að gera.

Guðrún dýrkar fjöldamorðingja.. barnamorðingja, guð sem hatar konur... þetta gerir hún vegna þess að hún telur að hún fái verðlaun þegar hún er dauð.. mútuþægni og gervimútur, hlutirnir gerast vart verri.

DoctorE (IP-tala skráð) 28.10.2009 kl. 15:40

55 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Mér finnst eitt ekki alveg ljóst ennþá.

Sko, fyrst var þeim leyft að biðja bænir í herberginu - svo ekki.

Á sínum tíma voru skrif svokallaðra "kristinna" ma. hérna á mbl bloggi um hvílíkur skandall þetta væri.

Spurt er:  Komu sem sagt svokallaðir kristnir í veg fyri að muslimar fengju að biðja í umræddu kamesi ?

Ef ekkert svar berst - þá verð ég að túlka það þannig að svoleiðis sé virkilega í pottinn búið.  Þ.e. að þeir hinir kristnu hafi með trúfrekju sinni komið í veg fyrir að muslimar fengu að biðja í herberginu.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 28.10.2009 kl. 15:41

56 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Tinna, er ég að byrja skítkast? hvernig ávarpar þú mig í byrjun?

Jesús Kristur er lifandi Guð það vita allir sem þekkja hans orð og hans heilaga anda. Merki okkar kristinna er krossinn, ég geri seint ráð fyrir því að múslimar sem hafa Allah að guði geri sína bænagjörð fyrir framan krossinn!

messíanskir gyðingar hafa meðtekið Jesú krist sem Messíah og þeir gera sína bænagjörðir frammi fyrir krossi Krists ef þeir kjósa það, en aðrir gyðingar sem hafna Jesú biðja ekki frammi fyrir krossinum.

Tinna mér finnst ekkert að því að fólk leyti Guðs í kristnum kirkjum en þeim ber ekki að ákalla heiðna Guði þar inni eða Alla guð múslima. það er vanvirðing við Jesú Krist.

Guðrún Sæmundsdóttir, 28.10.2009 kl. 16:02

57 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Tinna þó svo að múslimar fjalli um Jesú Krist þá gera þeir það á kolrangan hátt, og ég hef nú bæði lesið Kóraninn og Biblíuna, og er alveg dómbær á það að Jesús Kristur á ekkert sameiginlegt með þeim "guði" sem kóraninn boðar.

Guðrún Sæmundsdóttir, 28.10.2009 kl. 16:05

58 identicon

Nú Jóhanna.. Sússi hótar eilífum pyntingum fyrir þá sem gera ekki eins og hann segir... Sússi er viðurkenndur af múslímum sem spámaður... guð biblíu og kórans  er nákvæmlega jafn hryllilegur...
Sorry babe you are doing it wrong

DoctorE (IP-tala skráð) 28.10.2009 kl. 16:18

59 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Guðrún,  afhverju biðið þið bænir fyrir framan einhvern kross ?  Það er nú haft eftir Jesú sjálfum hvernig eigi að bera sig að:

"En nær þú biðst fyrir, skaltu ganga inn í herbergi þitt, loka dyrunum og biðja föður þinn, sem er í leynum"

Gæjinn minnist ekkert á einhvern kross.

Annars er það ótrúlega lélegt af ykkur að umbera ekki einu sinni fólk sem biður bænir til sama Guðs  og þið.  Þvílík trúfrekja í ykkur. 

Ómar Bjarki Kristjánsson, 28.10.2009 kl. 16:45

60 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Ómar, ég er ekki háð því að biðja fyrir framan Krossinn, en Krossinn er í öllum kristnum kirkjum og  hann uppi í kapellunni. 

Múslimar, búddistar, hindúar og fleiri hafa ekki sama Guð og kristnir. það er grundvallarskilningur, kapellan í HÍ er til  komin vegna guðfræðideilar HÍ sem ætlað er að mennta presta til kristinnar guðsþjónustu þó svo að öðrum sé velkomið að stunda nám við deildina.  HÍ er eini íslenski háskólinn sem er með guðfræðideild og þessvegna sá eini sem er með kapellu en hún er eins og fyrr kom fram ætluð fyrir guðfræðideildina. Guðfræðideildin er ekki ætluð fyrir þjálfun múslimaklerka, og þessvegna eru þar ekki í boði einhverskonar Moskherbergi

Guðrún Sæmundsdóttir, 28.10.2009 kl. 16:56

61 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Hvað heldur þú að til séu margir guðir, og hafnar þú því að íslam, kristni og gyðingdómur séu öll sprottin af sama meiði? 

Er óréttlátt að allir nemendur ríkisrekins háskóla hafi sömu eða svipaða aðstöðu til að iðka trú sína? Kapellan er klárlega ekki bara notuð sem 'æfingahúsnæði' guðfræðideildar, heldur er hún opin (kristnum) nemendum til bæna. Er þá óréttlátt að aðrir nemendur hafi aðgang að sambærilegri aðstöðu til sinna bæna?

Hvernig dregur það úr helgi kapellunnar að aðrir noti hana? Móðgast Jesú svona auðveldlega? Breytist andrúmsloftið? Skilja hinir vantrúuðu eftir sig vonda lykt? Er kapellan ekki nákvæmlega eins fyrir og eftir? Ef múslimar sætta sig við að biðja fyrir framan krossinn, hví viltu banna þeim það? Er það til merkis um hið margumtalaða kristna umburðarlyndi að úthýsa þeim sem ekki aðhyllast þína túlkun á trúnni? Hvar viltu draga mörkin? Hversu heitt verður fólk að trúa? Er í lagi að þeir sem líta á Jesú sem góðan siðapostula -en ekki son Guðs- noti kapelluna?

Þar fyrir utan: er ekki réttast að kirkjurnar sjái sjálfar um að mennta presta, og að guðfræðideild snúist um guðfræði almennt, en ekki evengelísk-lútherska theólógíu eingöngu?

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 28.10.2009 kl. 18:25

62 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Tinna ég hafna því að Guð okkar kristinna sé sá sami og Guð Islam Hindúa og Buddista, sem og hverskyns nýaldarguða.

Það dregur úr helgi kapellunnar sem og annara kristinna guðshúsa að þar séu tilbeðnir aðrir Guðir en Jesús Kristur. 

Múslimar eru fullfærir um að finna sér annan bænastað og það er ekki skylda Háskólans að skaffa það

Guðrún Sæmundsdóttir, 28.10.2009 kl. 19:57

63 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Ágæti Viðar. 

Íslendingar flytja til útlanda í leit að vinnu og betra lífi.

Ég er viss um að það aðrir íbúar veraldar flytji milli landa af sömu ástæðu.

Þeir flytja vegna trúarsannfæringar sinnar sem segir, "fara skaltu um ókunn lönd og breiða út trú okkar og skapa frjósaman akur fyrir hana, svo hún megi verða trú alls heimsins", eða eitthvða á þá lund.

Hvað sagði Jesús?  

Nei, þú ert að bulla.  Þetta fólk flytur milli landa af nákvæmlega sömu ástæðu og annað fólk.  Í leit að betra lífi.

 Ég myndi skilja þennan mikla straum múslíma fráheimaríkjum sínum ef þeir flyttu til annarra múslímaríkja, en hinn (ennþá) kristnu Vesturlönd virðast hafa meira aðdráttaralf.  Af hverju?  Það væri gaman að fá þína skýringu á því.

Af nákvæmlega sömu ástæðu og þú kýst frekar að búa í einu af þessum löndum.  Vegna þess að hér er betra að búa.

Matthías Ásgeirsson, 28.10.2009 kl. 20:50

64 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Hvernig dregur það úr helgi kapellunnar, Guðrún?

Það er sama hvað þú þrætir fyrir það, þetta er í grunninn sami guðinn, hvort sem hann er kallaður Jesú, Jahve eða Allah. Í Búddhisma er enginn eiginlegur guð. Ég er hér eingöngu að tala um guð Abrahams - þann sem kristnir, gyðingar og múslimar tilbiðja.

Það er ekki skylda Háskólans að skaffa trúarpláss fyrir neinn, ekki kristna heldur.  Hér eru hins vegar lög um að ekki megi mismuna fólki á grundvelli trúarbragða. Þú ert líklega ósammála þeim líka? Værirðu sátt við að guðfræðideildin yrði lögð niður í núverandi mynd og menntun presta færð til trúfélaganna? Værirðu sátt við að kapellunni yrði lokað - það er jú nóg af tómum kirkjum útum allt, svo kristnir geta alveg beðið þar...nú eða heima hjá sér. Kristnir eru fullfærir um að finna sér annan bænastað, ekki satt?

Er jafnrétti þér algjörlega ókunnugt hugtak?

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 28.10.2009 kl. 21:12

65 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Tinna mín, það er erfitt að útskýra helgi trúalífs fyrir steiktum fíkniefnaneitendum.

Seint megum við eiga von á því að Kristni njóti umburðarlyndis í löndum Íslam. Hvaða Islam háskóli skyldi bjóða kristnum nemendum sínum uppá aðstöðu til bænahalds?

Hvenær megum við kristin eiga von á kristnum kirkjum í Saudi Arabíu?

Guðrún Sæmundsdóttir, 28.10.2009 kl. 21:24

66 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

og Tinna það er reginn miskiningur hjá þér að múslimar og kristnir tilbiðji sama Guð, og rétt er það að Búddistar tilbiðja eitthvað annað en þeir virðast þó tilbiðja mest sjálfan sig.

Guðrún Sæmundsdóttir, 28.10.2009 kl. 21:32

67 Smámynd: Svala Jónsdóttir

Fyrirgefðu, Páll, en var einhver ÚTLENDINGUR í þessari frétt um íslenska háskólanema?

Svo veit ég ekki betur en að kristnin sé innflutt trú frá Mið-Austurlöndum.

Svala Jónsdóttir, 28.10.2009 kl. 21:45

68 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Guðrún: meint fíkniefnaneysla mín kemur málinu ekki nokkuð við. Það er svosem dæmigert að þú dragir það inn í umræðuna í stað þess að svara einföldum spurningum.

Þú mátt svosem halda því fram að Abrahamísku trúarbrögðin séu alls óskyld. Enginn þessarra guða er til, svo að lokum skiptir það ekki máli.

Þessi afsökun ykkar, að kristni sé ekki vel liðin í múslimaríkjum, er vægast sagt slöpp. Ertu alveg sátt við að leggjast á sama plan?

Kannastu við þessi orð: Það sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra! Ef þetta vefst eitthvað fyrir þér, þá þýðir þetta að ef þú vilt að múslimar sýni þinni trú virðingu, skalt þú sýna þeirra trú virðingu. Eða er kannske búið að strika þessa reglu út?

Þú virðist þjást af afbrigði þess sem hefur verið kallað "fatwa-envy". Innst inni ertu öfundsjúk út í öfgamúslima fyrir að komast að miklu leyti upp með að beita kúgun og ofbeldi, eins og sést á því hvað þér þykir leitt að geta ekki beitt t.d. kannabisneytendur ofbeldi og kúgun.

Ef þú getur ekki haldið þig við umræðuefnið og sleppt dylgjum um kannabisneyslu mína, skaltu bara sleppa því að tjá þig. 

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 28.10.2009 kl. 22:09

69 identicon

Guðrún.. guðinn þinn var einu sinni ekki bara einn guð, það voru margir guðir.. þar var Allah líka... þessum guðum var svo steypt saman í einn guð.
Í íslam er sama sköpunarsaga og alles.. það er bara hræsni af þér að segja að þú hafir valið betur en þeir.. að þinn guð sé ekki sami guð og þeirra... það er staðreynd að sami guð er í kristni, íslam og gyðingdóm.
Þú ert bara að segja okkur að þú þekkir ekki það sem þú segist trúa á, þú þekkir ekki hvernig trú þín varð til... þú veist líklega ekki heldur að nokkrir kuflar tóku þá ákvörðun fyrir alla kristna að Sússi væri guð og visa versa... auðvitað gerðu þeir það, það var í þeirra hag.. þeir voru jú að búa til trú þína, þeir voru að búa til gulrót fyrir þig og aðra til að elstast við

DoctorE (IP-tala skráð) 28.10.2009 kl. 22:17

70 identicon

Litlu kjánaprik.

Þið kallið ykkur trúleysingja og berjist svo með kjafti og klóm fyrir framgangi íslams.

Þetta er eins og að hamast á að kannabis verði áfram bannað en heimta jafnframt að heróín sé selt á nammibörum.

Hvað fyndist Tinnu um það?

Hér er ein vísa frá syni mínum sáluga.

Trúlega hefur Tinna

troðið í eina feita.

Íslam allt vill vinna

engri kristni sinna.

faðir marcos (IP-tala skráð) 29.10.2009 kl. 00:26

71 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Hefurðu ekkert gáfulegt að segja, marco minn? Eitthvað sem tengist umræðuefninu, t.d?

Það er merkilegt hvernig þið getið alltaf ruglað því saman að vilja minnka forréttindi kristinna og að 'berjast fyrir framgangi íslam'. Helst myndi ég vilja að kristnin hefði jafnmikil áhrif hér á landi og íslam, semsagt nánast engin. Ég er að reyna að draga úr kristni, ekki auka íslam. Sérðu muninn?

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 29.10.2009 kl. 02:45

72 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Varðandi háskólakapellu, þá er verið að gera hér úlfalda úr mýflugu. Þarna voru nokkrir prúðir gestir sem fengu að nýta kapelluna, guðfræðideildin (eða fulltrúar hennar) sá ekkert athugavert við það.

Það sem skiptir máli í þessu, eins og öðru er að gengið sé um húsnæði af virðingu og að fólk sé umgengist með virðingu. 

Háskólakórinn nýtti kapelluna, a.m.k. þegar ég var í guðfræðideild, og það sem var aðaláhyggjuefnið var umgengni, þ.e.a.s. að ekki væru skildir eftir kaffibollar á altari og álíka eitthvað drasl. 

VIRÐING er því lykilatriði, að mínu mati. Bæði á bloggi sem í umgengni á húsnæði.   Húsnæði er bara húsnæði, það fyllist af þeim anda sem fólkið ber með sér, á meðan að fólkið er á svæðinu, svo bara skiptir það um anda þegar fólkið hverfur frá. 

Sbr. kennslustofu eða leikhússal. Það fer allt eftir samsetningu þess fólks sem er í salnum hvernig "andi" er í salnum og allt eftir nemendasamsetningu hvernig "andi" er í bekknum. Það þekkja kennarar og leikhúsfólk. 

Við eigum aldrei að hugsa; myndu þessir eða hinir bjóða okkur velkomin í heimsókn, sbr. Múslimar myndu ekki bjóða kristnum í sínar Moskur. Þannig er ekki skilyrðislaus kærleikshugsun.

Kærleikurinn er óeigingjarn og gætir ekki síns eigin.  Kærleikurinn er umburðalyndur.

Ofbeldi er andstæða kærleika, í upphafi innleggs er talað um umskurði og þvinguð hjónabönd, það tvennt er ofbeldi.  

Þarna er um frelssiskerðingu að ræða, frelsi kvenna (og reyndar karla líka í ákveðnum tilfellum)  til að ráða yfir eigin líkama.  Þegar búið er að skera er ekki aftur snúið.

Nú kynni einhver að spyrja hvort að skírn væri ekki ofbeldi líka. Ég veit að margir trúlausir þola illa að ungviðið er skírt.  Skírn er andleg athöfn, athöfn sem hefur nákvæmlega engin áhrif á barnið ef hugsað er út frá trúleysi. Ef enginn er Guð og enginn er andinn, þá er þetta bara léttur hárþvottur og halleluja-athöfn í kringum barn. 

Þeir sem trúa ekki ættu því varla að engjast um fyrir hönd barnanna, og ég tel að við ættum að treysta foreldrum að þessu leyti þar sem ekki er um ofbeldi að ræða. 

Kapellan er vissulega eitt af "kennsluherbergjum" guðfræðideildar, þar lærði ég sjálf að tóna og flytja hugvekjur. Mér þykir vænt um þennan gamla stað, en það eina sem ég fer fram á er að um þessa stofu sé gengið af virðingu, eins og reyndar um allar stofur skólans. Stofa V  var ekki minna "heilög" fyrir mér en kapellan, en það var stofa þar sem flestar samræður og kennslustundir áttu sér stað í guðfræðideild. 

Við verðum að sætta okkur við það að við erum í fjölmenningarsamfélagi. Trúfrelsi verður að fá að ríkja, alltaf með formerkjum þess að lýðræðisleg lög Íslands verða að vera æðri lögum trúfélaga svo ekki líðist neins konar ofbeldisverk í nafni viðkomandi guðs, hverra manna hann er. ;-)

Jóhanna Magnúsdóttir, 29.10.2009 kl. 08:01

73 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Kærleiksboðskapur Jesú krists ógildir ekki eitt einasta af orði hans og boðskap. Jesús boðar að Hann sé Vegurinn Sannleikurinn og Lífið, enginn sé hólpinn nema fyrir hann. Aldrei samþykkir Jesú einhverskonar hrærigraut trúarbragða af "virðingu" við aðra, þó svo að við lifum í fjölbreyttri veröld merkir það ekki að við eigum að kasta okkar trú eða gefa afslátt af henni. Kærleikur er ekki einhver ákvörðun sem fólk getur tamið sér, hann er ávöxtur samfélags við heilagan Anda, slíkan kærleik fann maður hjá herra Sigurbirni Einarssyni biskup en guðlegur kærleikur streymdi frá honum, þeir eru nú því miður ekki margir prestarnir sem státa af guðlegum kærleika enda ekki von ef þeir eru orðnir sykur í stað salts og volgir í því að tigna, dýrka og boða Jesú Krist. sem hinn eina sannleika.

Að sjálfsögðu eigum við að sýna fólki af öðrum trúarbrögðum hlýhug, en það má aldrei verða með því að vanhelga vígðar kapellur, og kennarar eða nemendur HÍ mega alls ekki umgangast vígða kapellu Háskóla íslands af vanvirðingu.

Guðrún Sæmundsdóttir, 29.10.2009 kl. 09:14

74 identicon

Við verðum að sætta okkur við það að við erum í fjölmenningarsamfélagi. Trúfrelsi verður að fá að ríkja, alltaf með formerkjum þess að lýðræðisleg lög Íslands verða að vera æðri lögum trúfélaga svo ekki líðist neins konar ofbeldisverk í nafni viðkomandi guðs, hverra manna hann er. ;-)

 Þetta er  það sem málið snýst um en er ekki virt af múslimum þar sem þeir ná að fóta sig, saman ber það að þeir eru komnir með eigin dómstól í Bretlandi, og langt komnir með  það í þýskalandi. Það má vera að það séu fleiri sem ekki virða slíkt þegar flutt er til annara landa, og það er þá jafn slæmt, hér allavega hafa ekki ratað í fjölmiðla nema sérkröfur múslima sem sífellt ganga lengra og lengra.

(IP-tala skráð) 29.10.2009 kl. 09:17

75 Smámynd: Jón Ragnarsson

Ég hef aldrei skilið af hverju það þarf sér húsnæði undir trúariðkanir. Hlustar Guð(ir) ekki nema þú sért staddur í sérstöku blessuðu herbergi, helst undir handleiðslu embættismanns? Væri ekki alveg hægt að taka frá fundarherbergi fyrir þetta?

Jón Ragnarsson, 29.10.2009 kl. 09:56

76 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Líkt og kristnir þá vilja múslimar hafa sína staði fyrir athafnir og tilbeiðslu.  Í Hí er bara einn slíkur staður og er eyrnamerktur kristninni.  Það er eðlilegt að múslimar eða aðrir sem vilja fá svipaða aðstöðu banki á dyrnar og veki máls á því.  Ísland er ekki lengur einsleitt evangelísk-lútherskt samfélag, með einn "sið" og eina "venju".  Það er í anda úreltrar forræðishyggju og yfirgangssemi að ætla öllum, innlendum sem erlendum, að "laga sig að okkar siðum og venjum".  Við höfum engan rétt á þeirri kröfu, en hins vegar hefur þjóðfélagið, gegnum ákvarðanir löggjafans, rétt á því að skapa ramma um hlutina, þ.e. eins konar lágmarks siðferðiskröfu og aðhald að því frelsi sem fólk hefur til að iðka trú eða annað.  T.d. má ekki leyfa kúgun eða ofbeldi í skjóli trúarbragða eða annarra hugmyndakerfa.  Einnig þarf ríkið og stofnanir þess, eins og HÍ að passa það að meðhöndla öll lífsskoðunarfélög, trúarleg eða veraldleg á sama máta.  Ef aðstaða er látin þeim í té, verður að vera jafnræði á milli þeirra ellegar sleppa því.  Nú þarf því HÍ að annað hvort loka þessari kapellu eða koma upp aðstöðu fyrir önnur trúarbrögð einnig.  Ég vildi frekar að Hí hefði engin bænaherbergi því að ég tel að ríkisstofnanir eigi að vera aðskildar frá persónulegum lífsskoðunum fólks, en get einnig sætt mig við að aðstaðan sé jöfnuð. 

Það sem þessir múslimar við HÍ eru að biðja um er alls engin "trúarfrekja" eins og þú nefnir það Páll.  Það má aftur telja það til "trúarfrekju" hjá Þjóðkirkjunni að baða sig í sífellu í forréttindum og sérstakri aðstöðu umfram önnur lífsskoðunarfélög í landinu.  Eins og hún Jóhanna nefnir hér að ofan þá virkar kærleikurinn ekki á þá vegu að maður krefjist skilyrða fyrir því að gefa eða deila með sér gæðunum og ég tek innilega undir síðustu málsgrein hennar um trúfrelsi og lýðræðislega skipan.   - Kveðja

Svanur Sigurbjörnsson, 29.10.2009 kl. 10:25

77 identicon

Ég er nú svo róttæk að telja það eigi bara að leggja niðru öll trúarleg hof/krikju og þess háttar, barnaleg er ég kannski en ég trúi að sá guð sem við ræktun í hjarta okkar og sál sé hinn eini og sanni og ekki þurfi neina steinkubbalda til að elska sinn guð hver sem hann er, fyrir mér er það sýndarmennska á háu stigi að þurfa slíka staði.

(IP-tala skráð) 29.10.2009 kl. 10:39

78 identicon

Allah-trúin á eftir að yfirtaka veröldina,enda er það ætlun þeirra sem á hana trúa,að Allah,sé hin mesti og besti.Það er sama hvaða glæpur er framkvæmdur hjá þeim er á hann trúa,að Allah fyrirgefur þeim allt . Trúarbull nútímans einskorðast við öfgar,sama hvaða trúar er um þar að ræða.

Númi (IP-tala skráð) 29.10.2009 kl. 11:14

79 identicon

Það er nokkuð ljóst að guðrún myndi fordæma þennan guð sinn ef hún teldi sig ekki fá verðlaun fyrir að gera það ekki.
Kristnir eru einfaldlega að lýsa yfir að þeir eru mútuþægir, að ekkert skiptir máli svo lengi sem þeir fái það sem þeir geta ekki fengið, eilíft líf.

Skammast sín enginn fyrir að dýrka fjöldamorðingja... skrítið

DoctorE (IP-tala skráð) 29.10.2009 kl. 11:14

80 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

"Aldrei samþykkir Jesú einhverskonar hrærigraut trúarbragða af "virðingu" við aðra"

Sagði hann þér þetta sjálfur? 

Hvernig er það vanhelgun að aðrir en kristnir fái að nota kapelluna? Ef múslimi fer inn í kapelluna, biðst fyrir og fer svo, getur þú merkt einhverja breytingu á rýminu? Hvað gerist? Verður Jesú reiður?  Sagði hann þér það kannske líka?

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 29.10.2009 kl. 12:18

81 Smámynd: Kommentarinn

Úff stundum líður mér eins og Guðrún hafi greind á við 6 ára barn. Það meikar ekkert sens sem hún heldur fram og drepur hún svo umræðunni á dreif með því að saka þá sem eru ósammála henni um fíkniefnaneyslu. Þetta er eiginlega bara fyndið...

Kommentarinn, 29.10.2009 kl. 12:55

82 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Tinna og kommentar

 Ef þið viljið leita ykkur upplýsinga um boðskap Jesú þá mæli ég með lestri Nýja testamentisins og Tinna í guðspjöllunum segir hann sjálfur okkur sína hlið

Guðrún Sæmundsdóttir, 29.10.2009 kl. 13:02

83 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Ég efast um að þú hafir sjálf lesið NT, Guðrún. Hvar segir Jesú, nákvæmlega, að þú eigir að vera leiðinleg við annað fólk? Hvar segir hann að þú eigir að vísa fólki úr landi? Hvar segir hann að þú eigir að ljúga?

Hvar segir hann að þú eigir að biðjast fyrir í kapellu?

Geturðu ekki svarað því hvernig það er vanvirðng að leyfa öðrum afnot af þessu tiltekna herbergi?

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 29.10.2009 kl. 13:38

84 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Tinna, ég les í Nýja testamentinu á hverju einasta kvöldi, mér til andlegrar næringar, lestur á Orði Guðs er í senn uppbyggilegt og gefur sannan frið, frið sem er æðri öllum skilningi og ekkert vímuefni fær jafnast á við. 

 Kapellan er ekki eins og hvert annað herbergi, hún er þarna til tilbeiðslu og helgiathafna á Guði kristinna manna,  hún hefur verið vígð honum til dýrðar, þessvegna getur hún ekki verið í notkun fyrir trúarhópa sem hafa hafnað Jesú Kristi sem frelsara sínum. 

Guðrún Sæmundsdóttir, 29.10.2009 kl. 13:58

85 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

"og ekkert vímuefni fær jafnast á við."

Hvernig veistu?

Ég skil ekki enn hvernig það dregur úr helgi staðarins að aðrir en kristnir noti hann. Eru kirkjur minna helgar ef trúleysingjar koma þar inn fyrir dyr?

Hvernig samræmirðu boðskap Jesú og þína persónulegu hegðan?

"Hver sem reiðist bróður sínum, skal svara til saka fyrir dómi. Sá sem hrakyrðir bróður sinn skal svara til saka fyrir ráðinu og hver sem svívirðir hann, hefur unnið til eldsvítis." (Matt. 4:21)

"Rísið ekki gegn þeim sem gerir yður mein. Nei, slái einhver þig á hægri kinn, þá bjóð honum einnig hina. Og vilji einhver þreyta lög við þig og hafa af þér kyrtil þinn, gef honum eftir yfirhöfnina líka. Og neyði einhver þig með sér eina mílu, þá far með honum tvær. Gef þeim sem biður þig, og snú ekki baki við þeim, sem vill fá lán hjá þér."

Hvað heldurðu að Jesú myndi segja ef þú kæmir til hans og segðir stolt að þú hefðir rekið burt menn sem óskuðu eftir plássi og friði til bæna?

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 29.10.2009 kl. 15:32

86 identicon

Guðrún ætti að vera glöð með IceSlave... Sússi studdi þrælahald heilshugar.. sá ekkert að því, nosiribob

Hræsni.. er hún ekki hallærisleg

DoctorE (IP-tala skráð) 29.10.2009 kl. 15:58

87 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Tinna ert þú að segjast vera bróðir minn? (systir mín?)

Hvaða bróður mínum hef ég reiðst? hvaða bróður minn hef ég hrakyrt? og hvaða bróður minn hef ég svívirt? Ég á marga bræður og systur í Kristi, nefndu eitt þeirra sem ég hef brotið gegn.

Engan veginn vill Jesú að ég feti guðleysisvegu eina eða tvær mílur með þér Tinna, og vissulega hef ég setið þegandi undir persónulegum svíviðringum ykkar Rottvælersins Dokksa hér á blogginu en ég þegi  ekki undir neinu guðlasti eða dópáróðri frá ykkur og mun aldrei gera.

Þegar Jesús var spurður hvert væri aðalboðorðið þá svaraði hann, Elska skaltu Guð þinn af öllu hjarta þínu öllum mætti þínum og öllum huga þínum, þú skalt ekki aðra guði hafa, 

Tinna þú ert að boða aðra Guði en Jesú Krist. Hvað heldur þú að Jesú finnist um það? Jesú var nú ekki beint að vanda þeim kveðjurnar sem boðuðu ýmiskonar trúvillu hvað þá þeim sem myndu afvegaleiða þá sem gefist hafa honum. Hvernig ætlar þú að standa frammi fyrir Jesú á efsta degi?

Ég mun standa frammi fyrir Jesú og svara fyrir það að hafa ekki meðtekið aðra Guði en hann, og hafa ekki setið þegandi undir guðlasti frá Tinnu.

Guðrún Sæmundsdóttir, 29.10.2009 kl. 16:26

88 identicon

Nei Guðrún, þegar þú ert dauð þá ertu dauð.. kannski er það eini plúsinn í þessu öllu hjá þér, þú munt ekki getað grátið það að hafa sóað öllu lífi þínu í græðgi í eilífan lúxus... já spáðu biblían lofar akkúrat því sem hún hatar.. er það ekki frábært :)

Dauðinn er endastöð, leik lokið... 

DoctorE (IP-tala skráð) 29.10.2009 kl. 16:32

89 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

"Þegar Jesús var spurður hvert væri aðalboðorðið þá svaraði hann, Elska skaltu Guð þinn af öllu hjarta þínu öllum mætti þínum og öllum huga þínum, þú skalt ekki aðra guði hafa, "

Rangt!

Matt. 22:34-40

"Þegar farísear heyrðu, að hann hafði gjört saddúkea orðlausa, komu þeir saman. Og einn þeirra, sem var lögvitringur, vildi freista hans og spurði: "Meistari, hvert er hið æðsta boðorð í lögmálinu?"

Hann svaraði honum: ",Elska skalt þú Drottin, Guð þinn, af öllu hjarta þínu, allri sálu þinni og öllum huga þínum.' Þetta er hið æðsta og fremsta boðorð. Annað er þessu líkt: ,Þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan þig.' Á þessum tveimur boðorðum hvílir allt lögmálið og spámennirnir.""

Þarna er hvergi minnst á aðra guði.

Matt. 7:12 

"Allt sem þér viljið, að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra. Þetta er lögmálið og spámennirnir."

Matt. 19:18-19

"Hann spurði: "Hver [boðorðanna á ég að halda]?" Jesús sagði: "Þú skalt ekki morð fremja, þú skalt ekki drýgja hór, þú skalt ekki stela, þú skalt ekki bera ljúgvitni, heiðra föður þinn og móður, og þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan þig.""



 Þú kýst að túlka orð Jesú þannig að þau eigi eingöngu við um hegðun þína gagnvart öðrum kristnum. Það segir meira um innræti þitt en Biblíuna.  

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 29.10.2009 kl. 17:27

90 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

"Tinna þú ert að boða aðra Guði en Jesú Krist. Hvað heldur þú að Jesú finnist um það?"

Ég er ekki að boða neina guði. Hvaða guði heldur þú að ég sé að boða? 

Ég er svo heppin að vera trúlaus og þarf því ekki að spá í hvað löngu dauður gyðingur myndi segja. Þú þykist hins vegar vera fylgjandi hans -  svo lengi sem þú þarft ekki að fylgja neinu sem er of erfitt, eins og að elska náungann eða selja eigur þínar og gefa fátækum. 

Lestu allt bókstaflega? Heldurðu að Jesú hafi eingöngu átt við fólk sem á sömu foreldra þegar hann talaði um 'bræður'? Ég var reyndar ekki að tala um sjálfa mig, heldur múslimana sem vilja fá að biðja í kapellunni. Þú vilt vísa þeim frá þegar þeir biðja þig um greiða - í stað þess að gefa þeim það sem þeir biðja um og meira til, eins og versið segir. Þú hefur kallað stóran hóp fólks, þar á meðal mig, siðlaus illmenni og líkt mér við barnaníðing. Ég er ekki viss um að það teljist kristileg framkoma.

Það skaðar þig ekki á nokkurn hátt að leyfa múslimum að nota kapelluna. Ég leyfi mér að fullyrða að þú notir þessa kapellu ekki neitt, og jafnvel þó það skaðaði þig, ættirðu að bjóða hinn vangann.

Hvað er það nákvæmlega sem gerir þig kristna? Hvaða boðum Jesú ferðu eftir?

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 29.10.2009 kl. 17:37

91 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Síðan máttu segja mér hvar ég hef "svívirt þig persónulega"!

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 29.10.2009 kl. 17:38

92 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Tinna gott hjá þér! ég er ánægð með að þú sást muninn á fyrsta boðorðinu sem að Móse gaf gyðingum og því sem að Jesús sagði. ( ég bara stóðst ekki freistinguna )..En gættu að, hvernig getur þú elskað Drottinn Guð þinn af öllu hjarta þínu allri sálu þinni og öllum mætti þínum og öllum huga þínum, ef þú ætlar þér samt að elska aðra Guði?

Elska náunga þinn eins og sjálfan þig, hver er elska þín Tinna til náunga þíns ef þú vísvitandi afvegaleiðir fólk bæði í trúmálum sem og berst fyrir lögleyfingu fíkniefna?



Hvor skyldi elska náunga sinn meira sú sem berst gegn fíkniefnum og  guðlasti eða sú sem berst fyrir fíkniefnum og guðlasti?

Guðrún Sæmundsdóttir, 29.10.2009 kl. 17:46

93 identicon

FAIL: Guddi elskar ekki náungann eins og sjálfan sig... fyrst verður náunginn að skríða í duftinu og kyssa á honum rassinn.. þá kannski sleppur hann við pyntingar.

Þvílíkt rugl maður :)

DoctorE (IP-tala skráð) 29.10.2009 kl. 17:56

94 identicon

Kannabis á að vera löglegt, það er púra heimska að leyfa það ekki... ríkið selur 2 af hættulegustu eiturlyfjum í heimi...
Guðrún skilur ekki að bannið er bara að ýta undir hópa eins og Hells angels.. og aðra álíka..

Að benda fólki á að trúarbrögð eru blekkingar og svik er ekki að afvegaleiða fólk.. að benda fólki á að guðinn þeirra er fjöldamorðingi, barnamorðingi, hatar konur.. það er góðverk að benda fólki á hvað það er að játast undir...
Hugsa Guðrún.. þú tilbiður ímyndaðan fjöldamorðingja, það gerir þú af púra sjálfselsku og eigingirni.

DoctorE (IP-tala skráð) 29.10.2009 kl. 18:01

95 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Tinna ég hef barist ötullega gegn fíkniefnasölu og gegn lögleyfingu fíkniefna á Íslandi. Fíkniefni eyðileggja líf fjölda fólks og fíkniefnasalar eru engu betri en barnaníðingar. Ef þú tekur það til þín þá verður svo að vera, og teljir þú að orð Jesú styðji með einhverjum hætti baráttu þína fyrir lögleyfingu fíkniefna þá er það algjör vitleysa og svo sannarlega á Jesú ekki við að við eigum að horfa aðgerðarlaus uppá börnin okkar eða ungmenni afvegaleidd eina eða tvær mílur af fíkniefnasölum! Og við eigum klárlega ekki að bjóða hinn vangann í baráttunni gegn fíkniefnum!

Guðrún Sæmundsdóttir, 29.10.2009 kl. 18:01

96 identicon

En Guðrún.. trúarbrögð hafa drepið miklu fleiri en fíkniefni.. á ég þá að fara fram á að trú þín verði bönnuð.... guðinn þinn, samkvæmt biblíu DRAP allan heiminn..

Veistu Guðrún ég held að þú verðir að fara að hugsa smá.. það er mjög skemmtilegt að hugsa.


DoctorE (IP-tala skráð) 29.10.2009 kl. 18:12

97 identicon

Og BTW allir helstu sérfræðingar segja að kannabis eigi að leyfa... svo kemur þú, rétt kikkar upp úr biblíunni þínni og þykist hafa eitthvað vit á þessum málum...

USA leyfir kannabis mjög líklega á næstu árum.. .fangelsi þar á bæ eru full af saklausum reykingarmönnum..  lögin hafa rústað lífi þeirra.

En ég þakka þér kærlega fyrir að sýna okkur einfalda heimsýn Jesúfríka.. takk fyrir kærlega, þú ert bandamaður þeirra sem vilja trúarbrögðin á brott.. það gerir þú með að sýna fólk einfeldni þína og frekju, allir eiga að dansa eftir pípunni þinni.. sem og að bugta sig fyrir hjátrú þinni

DoctorE (IP-tala skráð) 29.10.2009 kl. 18:17

98 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Hvernig er ég vísvitandi að afvegaleiða fólk í trúmálum og fíkniefnamálum? Það getur vel verið að ég hafi rangt fyrir mér, en ég hef ekki séð neitt hingað til, síst af öllu frá þér, sem bendir til þess.

Ég vil benda þér á nokkra ritningarstaði í viðbót:

Matt. 6:1 "Varist að iðka réttlæti yðar fyrir mönnum, þeim til sýnis, annars eigið þér engin laun hjá föður yðar á himnum."

Lúk. 6:37

"Dæmið ekki, og þér munuð eigi dæmdir verða. Sakfellið eigi, og þér munuð eigi sakfelldir verða. Sýknið, og þér munuð sýknaðir verða."

Lúk. 10:25-37

"Lögvitringur nokkur sté fram, vildi freista hans og mælti: "Meistari, hvað á ég að gjöra til þess að öðlast eilíft líf?"

Jesús sagði við hann: "Hvað er ritað í lögmálinu? Hvernig lest þú?"

Hann svaraði: "Elska skalt þú Drottin, Guð þinn, af öllu hjarta þínu, allri sálu þinni, öllum mætti þínum og öllum huga þínum, og náunga þinn eins og sjálfan þig."

Jesús sagði við hann: "Þú svaraðir rétt. Gjör þú þetta, og þú munt lifa."

En hann vildi réttlæta sjálfan sig og sagði við Jesú: "Hver er þá náungi minn?"

Því svaraði Jesús svo: "Maður nokkur fór frá Jerúsalem ofan til Jeríkó og féll í hendur ræningjum. Þeir flettu hann klæðum og börðu hann, hurfu brott síðan og létu hann eftir dauðvona. Svo vildi til, að prestur nokkur fór ofan sama veg og sá manninn, en sveigði fram hjá. Eins kom og levíti þar að, sá hann og sveigði fram hjá. En Samverji nokkur, er var á ferð, kom að honum, og er hann sá hann, kenndi hann í brjósti um hann, gekk til hans, batt um sár hans og hellti í þau viðsmjöri og víni. Og hann setti hann á sinn eigin eyk, flutti hann til gistihúss og lét sér annt um hann. Daginn eftir tók hann upp tvo denara, fékk gestgjafanum og mælti: ,Lát þér annt um hann og það sem þú kostar meiru til, skal ég borga þér, þegar ég kem aftur.'

Hver þessara þriggja sýnist þér hafa reynst náungi þeim manni, sem féll í hendur ræningjum?"

Hann mælti: "Sá sem miskunnarverkið gjörði á honum."

Jesús sagði þá við hann: "Far þú og gjör hið sama.""

Þú vilt snúa sögunni við - þú myndir ekki hjálpa manninum nema vera viss um að hann væri "bróðir þinn í Kristi", og ert þar að auki viss um að Samverjinn geti ekki verið góður maður. Ekki trúir hann á Jesú! 

Lúk. 6:32-35

"Og þótt þér elskið þá, sem yður elska, hvaða þökk eigið þér fyrir það? Syndarar elska þá líka, sem þá elska. Og þótt þér gjörið þeim gott, sem yður gjöra gott, hvaða þökk eigið þér fyrir það? Syndarar gjöra og hið sama. Og þótt þér lánið þeim, sem þér vonið að muni borga, hvaða þökk eigið þér fyrir það? Syndarar lána einnig syndurum til þess að fá allt aftur.

Nei, elskið óvini yðar, og gjörið gott og lánið án þess að vænta nokkurs í staðinn, og laun yðar munu verða mikil, og þér verða börn hins hæsta, því að hann er góður við vanþakkláta og vonda."

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 29.10.2009 kl. 18:38

99 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Tinna, telur þú það að kristið fólk eigi að láta illt yfir sig og börnin sín ganga? Telur þú að Jesú  hafi verið að kenna það að við eigum að láta lögbrot óáreitt í samfélagi okkar?

Nei Tinna því er ekki þannig varið! Við höfum valið góða hlutskiptið, líf með Jesú er líf hlaðið blessun og friði.

Guðrún Sæmundsdóttir, 29.10.2009 kl. 18:46

100 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Kristur boðar okkur að standa gegn því illa sem kemur til að stela slátra og eyðileggja,

Guðrún Sæmundsdóttir, 29.10.2009 kl. 18:51

101 identicon

ólög eru ólög Guðrún.
Þú gerir þér kannski ekki grein fyrir því að glæpaklíkur stjórna þessum markaði.. klíkur sem jafnvel þurrka út framboð og ota öðru að fólki.

Guðrún er sem sagt að segja að hún vilji að glæpalýður stjórni þessum málum... og hvað veit guðrún nema Jesú hafi reykt.. hún veit ekkert um það...

Ég minni Guðrúnu líka á að guðinn hennar vill að konum sem er nauðgað verði grýttar til bana, eða látnar giftast nauðgara.. guðinn vill einnig að óþekkir krakkar séu grýttir til bana... en guðrún neitar að horfa á þessa staðreynd.. vegna þess að Guðrún er svo gráðug í extra líf..
Guðrún er sem sagt eins og mjög svo spilltur einstaklingur sem hugsar bara um sjálfan sig.

Jesúinn þinn skiptir engu máli í þessu máli né öðrum málum.. ef þú vilt verða marktæk þá verður þú að hafna biblíu á sama máta og þú hafnar kannabis... þannig er það bara vina mín

DoctorE (IP-tala skráð) 29.10.2009 kl. 18:51

102 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

hvernig væri að þú svaraðir mínum spurningum?

Hvar og hvernig var ég með persónulegar svívirðingar í þinn garð?

Hvernig veistu að ekkert vímuefni jafnast á við lestur Biblíunnar? Ég hef bæði neytt vímuefna og lesið Biblíuna - hið fyrra getur verið mun skemmtilegra og meira uppbyggjandi en hið seinna.

Hvaða boðum Jesú ferðu eftir? Þú elskar ekki náungann eins og sjálfa þig, þú býður ekki hinn vangann, þú lýgur, þú talar illa um aðra, þú ert hrokafull og hreykin...

Hvernig færu það út að ég vísvitandi afvegaleiði nokkurn?

Hvaða guði hef ég boðað?

Þú sakar mig um guðlast - hvar? Ef þú getur sannað að ég hafi framið guðlast, er þér velkomið að hringja á lögregluna og kæra mig fyrir það.

Þú talar um að  við eigum ekki að láta lögbrot óáreitt. Eru ekki lög í landinu sem banna mismunun á grundvelli trúarbragða? Ef múslimum er ekki leyft að nota kapelluna eða sambærilegt rými, er klárlega verið að mismuna þeim. Hvað finnst þér um það lögbrot?

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 29.10.2009 kl. 19:10

103 identicon

það er alveg með óíkindum hvernig fólk getur hagað sér hérna,, mér er nákvæmlega sama á hvað þið trúið, en það er alveg á kristaltæru, að kristnir menn fara ekki í mosku í múslimalöndum til að byðja, það er bara þannig að öll vestræn ríki eiga að vera umburðalynd gagnvart múslimum en þeir þurfa ekki að sýna umburðalyndi gagnvart öðrum í sínum löndum,, það er bara svoleiðis

venni bergs (IP-tala skráð) 29.10.2009 kl. 20:40

104 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Sérðu ekki hræsnina í því að fordæma múslima fyrir að banna kristnum að stunda sína trú, og nota það sem afsökun fyrir því að banna þeim að stunda sína trú?

 Þetta er afskaplega barnalegt viðhorf.

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 29.10.2009 kl. 20:46

105 identicon

Þess vegna er heimurinn á hvolfi á svo marga vegu.. það er vegna frekju og yfirgangs fólks sem er á höttunum eftir lyginn um extra líf... Guðrún er partur af þessu dæmi... hún sér bara sína hlið eins og flestir trúaðir... NEI NEI Geimgaldrakarlinn okkar er sá eini sanni... grenj

Við hin sem stöndum á hliðarlínunni horfum á og hristum hausinn.. horfum á áhangendur Sússa og Mumma í stórfiskaleik eins og ofvaxin ungabörn sem langar að eiga heima í nammíbúðinni

DoctorE (IP-tala skráð) 29.10.2009 kl. 21:20

106 identicon

Þeir eru að átta sig í USA með kannabis.. .mun ísland verða síðasta landið í heiminum sem leyfir kannabis... mun ísland taka þá ákvörun að best sé að láta Hells angels og aðra glæpahópa sjá um málið... mun ísland halda áfram að sóa óhemju fé í að berjast gegn sjálfsögðum réttindum fólks... mun ísland fara að óráðum Guðrúnar og Sússa
http://www.sacbee.com/topstories/story/2289970.html

DoctorE (IP-tala skráð) 29.10.2009 kl. 21:28

107 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Ég minnist orða Jesú sem varar okkur við að henda perlum fyrir svín, og gefa ekki hundum það sem heilagt er, og býð ykkur góða nótt

Guðrún Sæmundsdóttir, 29.10.2009 kl. 22:07

108 identicon

Jesú sagði ekkert Guðrún.. gaurinn var ekki til.

Það sem þú ert að segja er að þú sért sér á báti, að þú þekkir meintar perlur... en þú hefur rangt fyrir þér... sorry

DoctorE (IP-tala skráð) 29.10.2009 kl. 22:18

109 Smámynd: Kommentarinn

Í alvöru þetta kristna lið er eitthvað klikkað.. þykist vera að boða einhvern meintan náungakærleika en meikar síðan ekki annað fólk sem hefur ekki alveg eins skoðanir og það. Hvar er umburðarlyndið? Kannski í helvíti...

Kommentarinn, 29.10.2009 kl. 23:28

110 identicon

Maðurinn er hjarðdýr.. guðrún og aðrir sem fylgja ímyndaða forystusauðnum í blindni í gegnum sjálfskipaða umboðsmenn hans.. eru bara regular hjarðdýr...
Sjálfskipaðir umboðsmenn ímyndaða forystusauðsins eru líka bara regular hjarðdýr með langanir í að vera forystusauðir EN þeir hafa ekki þann eiginleka og því baða þeir sig í ljósi trúarbragða... og sýnast þá vera eitthvað annað en bara einn af hinum venjulegu sauðum.

DoctorE (IP-tala skráð) 29.10.2009 kl. 23:39

111 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Það er svosem orðið alvanalegt að Guðrún komi sér undan því að svara. Fyrst hún getur ekki bannað mig hér, slengir hún bara fram einhverjum sjálfumglöðum frasa og kveður.

Er þetta kennt á einhverjum námskeiðum hjá kirkjunni?

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 29.10.2009 kl. 23:59

112 Smámynd: Rebekka

Guðrún sýnir enn eitt dæmið um trúarfrekju og kallar viðmælendur sína óbeint svín og hunda.  Fallegt.

Rebekka, 30.10.2009 kl. 07:40

113 identicon

Óttalega er thetta kjánalegur pistill, Palli minn.  Nenni ekki ad lesa athugasemdir en geri passlega rád fyrir ad Tinna og Doctorinn hafi rekid thvaeluna ofan í thig Palli og bullukollana.  Hef ekkert vid thad ad baeta.

glaer plastpoki (IP-tala skráð) 30.10.2009 kl. 08:05

114 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Jesú kallaði nú líka kanversku konuna hund, svo í því fer hún eftir fordæmi hans. Jesú lét þó undan á endanum og læknaði dóttur hennar.

Sem minnir mig á það...

Er Guðrún af Ísraelsætt?

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 30.10.2009 kl. 08:35

115 identicon

DoctorE:

Ég er oftast mjög sammála þínum skoðunum, sérstaklega varðandi trúmál. En að segja að allir helstu sérfræðingar um kannabis telji að eigi að leyfa það er stórlega ýkt.

Arnþór (IP-tala skráð) 30.10.2009 kl. 14:25

116 identicon

Það er ekki rétt hjá þér Arnþór... ef við tökum UK, þar vildu helstu menn, læknar, meðferðaraðilar decriminalize kannabis... stjórnvöld hundsuðu málið... og settu efnið í hærri flokk.

Það er verið að afglæpavæði gras um allan heim.. við skulum athuga að ríkið selur sígarettur og áfengi, sem eru langtum hættulegri efni en kannabis... það er búið að grýluvæða þetta efni svo rosalega.. að það er hætt að vera fyndið.
Meira að segja upphafsland þessa stríðs USA er nú að fara að snúast í að leyfa efnið... enda gerir bannið ekkert nema að gera fólk að glæpamönnum sem og að verða stoðir undir glæpagengi eins og Hells Angels.

P.S. Ég hef ekki reykt lengi...

DoctorE (IP-tala skráð) 30.10.2009 kl. 15:16

117 identicon

Hér er dæmi af visir.is um hræðsluáróður gegn kannabis.. þetta er fáránleg saga, að gefa í skyn að hass hafi haft þátt í hegðun þessa manns er hlægilegt.
Kannabis hefur akkúrat öfug áhrif... menn standa ekki í svona undir áhrifum kannabis... nema ef menn eru GEÐVEIKIR... og þá er það geðsjúkdómurinn sem gerir manninn svona
--
Það þykir ganga næst kraftaverki að ekki slösuðust fleiri en einn þegar óður maður á fertugsaldri gekk berserksgang á fjölfarinni götu í Árósum í gær, vopnaður jeppabifreið og eggvopni. Atburðarásin hófst með því að maðurinn ók bíl sínum á fjölda annarra bíla og elti á tímabili konu með barnavagn eftir gangstéttinni. Hann stöðvaði svo bílinn og steig út en þegar vegfarendur gerðu hróp að honum dró hann upp hníf og hljóp á eftir fólki, óður af bræði. Hann náði að stinga einn mann í bakið en sá er ekki alvarlega sár. Ofbeldismaðurinn var undir hassáhrifum

http://visir.is/article/20091030/FRETTIR02/294473738

DoctorE (IP-tala skráð) 30.10.2009 kl. 15:23

118 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

"stjórnvöld hundsuðu málið... og settu efnið í hærri flokk."

Fysrt var það lækkað um flokk, en síðan hækkað aftur þvert á ráðleggingar sérfræðinga. 

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 30.10.2009 kl. 16:09

119 identicon

Tinna og Doktor E,það er nákvæmlega EKKERT sem réttlætir það að leyfa frjálsa sölu á kannabis.PUNKTUR.Farið og leitið ykkur hjálpar.

Númi (IP-tala skráð) 30.10.2009 kl. 17:20

120 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Það er margbúið að tyggja þetta ofan í ykkur, Númi. Það að þið neitið að horfast í augu við staðreyndir, þýðir ekki að eitthvað sé að okkur.

Annars snérist umræðan víst um annað. Hefurðu eitthvað að segja um það?

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 30.10.2009 kl. 19:05

121 identicon

Undanfarna tvo mánuði veit ég um þrjá einstaklinga,unga menn sem hafa látið lífið,og áttu það sameiginlegt að vera háðir þessum fjanda sem þú Tinna og Doktor E, dásama.Þarf einhverju að bæta við Doktor Tinna,og megir þú hafa það ætíð sem best.  PUNKTUR HÉR.

Númi (IP-tala skráð) 30.10.2009 kl. 19:13

122 identicon

Það er ekkert case til um neinn sem hefur látið lífið vegna neyslu á kannabis...

Númi er hér í einhverju tilfinningahjali... sem slíkur er hann ómarktækur í umræðunni, rétt eins og manneskja sem kemur úr meðferð og vill banna öllum að drekka eða annað... vegna þess að hún getur það ekki sjálf.

Hvað hafa margir látið lífið vegna reykinga Númi... vegna drykkju, vegna bílslysa...

Hugsa maður... eða ertu að vonast til að Hells Angels stjórni markaðnum

DoctorE (IP-tala skráð) 30.10.2009 kl. 19:44

123 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Númi: Áttu þessir ungu menn við einhver geðræn vandamál að stríða? Voru þeir í annarri neyslu? Varla ertu að reyna að halda því fram að þeir hafi óverdósað á kannabis?

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 30.10.2009 kl. 21:19

124 identicon

Doktor E og Tinna þið eruð frábær og fyndin...........og illa upplýst.amen svo.

Númi (IP-tala skráð) 30.10.2009 kl. 22:59

125 identicon

Tinna,auðvitað á fólk við geðræn vandamál að etja,er hellast út í þann viðbjóð er þú og Doktor E, dýrkið.Fíkn sama hvaða toga hún kemur frá er skaðleg.Punktur hér endanlega svo. . . . . . . . . . . . .

Númi (IP-tala skráð) 30.10.2009 kl. 23:03

126 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Ég er svo sammála þér Númi, og saman verðum við öll að standa gegn fíkniefnadjöflinum sem á sér öfluga málsvara í þeim Tinnu og Erp.

Af því að Tinnu er svo í mun að kúga fólk til undirgefni með Biblíuversum má ég til með að benda henni á að Jesús boðar sínum lýð að standa gegn Djöflinum sem kemur til að stela slátra og eyðileggja og það veit Guð að ég stend gegn þér Tinna og Erpur í Jesú nafni.

Guðrún Sæmundsdóttir, 31.10.2009 kl. 11:57

127 Smámynd: Njáll Harðarson

Íslensk þjóð og trúmál eru jafngott umræðuefni og veðrið.

Íslenska þjóðkirkjan er sá þröskuldur sem Múslimir munu eiga erfitt með að yfirstíga, þeir (mus-limir) eru hægt og bítandi að ná fram sínu í Danmörku, en á Íslandi, dont think so. Heil þjóðkirkju

Njáll Harðarson, 31.10.2009 kl. 12:57

128 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Bíddu - er ég nú orðin Djöfullinn sjálfur?

Er ég að kúga þig með því að benda þér á að þú farir ekki eftir því sem þú þykist fara eftir? 

Mikið óskaplega áttu bágt.

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 31.10.2009 kl. 14:06

129 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

ps. Hver er Erpur?

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 31.10.2009 kl. 14:07

130 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Tinna þú ert sannarlega talsmaður Djöfulsins, hann þuldi Biblíuvers yfir sjálfum Jesú Kristi.

Þú hraunar hér yfir mig á netinu alsskyns svívirðingum og viðbjóði og ferð svo fram á það að ég svari þér ekki því að ég á að bjóða þér hinn vangann! Eða ganga með þér eina eða tvær mílur! væntanlega á ég að ganga með þér í baráttu þinni fyrir fíkniefnum!

Nei nú gerist ég svo sannarlega kristileg og Biblíuleg og stend gegn öllum þínum viðbjóðslega áróðri.

Guðrún Sæmundsdóttir, 31.10.2009 kl. 14:16

131 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Hvaða svívirðingar og viðbjóð ertu að tala um? Nefndu eitt dæmi!

Það er ekki ég sem kalla andstæðinga mína illmenni og siðleyðingja, og ekki hef ég líkt þeim við barnaníðinga eða kallað þá talsmenn djöfulsins!

Þú mátt alveg vera ósammála mér, en mér þætti betra að þú reyndir að vera málefnaleg. Ég minntist síðan á Biflíuversin í sambandi við umræðuna um kapelluna í Háskólanum, það tengdist kannabis ekkert. Þú dróst það sjálf inn í umræðuna. Það er óþarfi að kenna mér um það þó þú sért ófær um að skilja einföldustu dæmisögur trúar þinnar.

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 31.10.2009 kl. 14:39

132 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Tinna reyndu þetta ekki,,,þú ert komin í algjöra sjálfheldu ég kalla ekki andstæðinga mína illmenni siðleysingja og barnaníðinga en ég kalla sölumenn fíkniefna alla sem einn þessum nöfnum ef þú ert í þeim hópi þá ert þú það líka!!

Þú veður hér um á blogginu með áróður fyrir fíkniefnum og ég er búin að fá nóg af þessum viðbjóðslega áróðri þínum. Fíkniefni eru dauðans alvara og þau eru djöfuleg, þessi áróður þinn gæti orðið til þess að fólk prófi fíkniefni og deyji af völdum þeirra eða endi sem geðsjúklingar, hvað gerir þetta þig að? þetta gerir þig að sölumanni dauðans og talsmanni Fíkniefnadjöfulsins.

Guðrún Sæmundsdóttir, 31.10.2009 kl. 14:54

133 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Og svo vogar þú þér Tinna að draga heiðaleika minn í efa, sem og trúfesti mína við Orð Drottins Jesú Krists.

Guðrún Sæmundsdóttir, 31.10.2009 kl. 15:10

134 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Ég er ekki sölumaður fíkniefna, eins og ég hef bent þér á áður. Ég bendi aftur á að það varst þú sem fyrst minntist á fíkniefni á þessum þræði, ekki ég. Við vorum að tala um kapelluna í Háskólanum.

Segðu mér hvar ég "hraunaði yfir þig svívirðingum og viðbjóði". Þú getur það ekki, vegna þess að það hef ég aldrei gert. Það er varla kristilegt að ljúga upp á fólk bara vegna þess að þú ert því ósammála, er það? Það er ekki fallegt að saka fólk um illvilja, sem þú gerðir þegar þú sagðir mig vísvitandi afvegaleiða fólk. Þú kallaðir ekki sölumenn fíkniefna siðblinda, heldur þá sem vilja lögleiða fíkniefni. Ég hef margoft bent þér á að breyting á lögunum myndi fækka fíkniefnasölum og gera aðgengi erfiðara fyrir börn og unglinga, en þú neitar að hlusta.

Ég er ekki að biðja þig um að vera sammála mér, ég er að biðja þig um að sleppa skítkasti og barnalegum uppnefnum, og rökræða eins og fullorðin manneskja. Ef það er þér of erfitt, er kannske betra að þú sleppir því að tjá þig.

Þú kemur ekki sérlega vel út úr þessum umræðum ef þú heldur áfram að tala um Djöfulinn og líkja sjálfri þér óbeint við Jesú.

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 31.10.2009 kl. 15:10

135 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Tinna, ég hef líka kallað alla þá sem berjast fyrir lögleyfingu fíkniefna þessum nöfnum enda sé ég engan mun á þeim og sölumönnum efnanna. þú hefur ítrekað hraunað yfir mig svívirðingum á blogginu, er minni þitt farið að daprast vegna fíkniefnaneyslu þinnar, og þú sem ert rétt 25 ára eða hvað? Hvernig verður þetta minni þitt eftir 10 ár? Þú getur örugglega farið yfir þín samskipti við mig á netinu og metið útfrá þeim framkomu þína gagnvart mér. Kannski ertu orðin svo illa siðblind að þér finnist framkoma þín bara í lagi? siðblinda er jú einn af fylgifiskum fíkniefnaneyslu.

Guðrún Sæmundsdóttir, 31.10.2009 kl. 15:30

136 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Aldrei hef ég líkt mér við Jesú Krist, og hvað er að því að tala um Djöfulinn?

Guðrún Sæmundsdóttir, 31.10.2009 kl. 15:31

137 identicon

En Guðrún, þú er sölumanneskja mesta hryllings mannkynssögunnar... trú þín hefur líklega drepið fleiri en nokkurt annað á jarðríki...
Já kæru lesendur, sjáið hana Guðrúnu sem sér ekki bjálkann í eigin boðskap... sér ekki að hún tilbiður fjöldamorðingja... er hún eitthvað skárri en aðrir sölumenn dauðans.. ég get ekki séð það.
Hún talar um minni og skaðsemi fíkniefna á heila... ekki neytir hún fíkniefna svo ég viti... en samt sem áður trúir heilinn í henni einni heimskustu sögu allra tíma... kannski þarf guðrún einmitt að fá sér jónu.

DoctorE (IP-tala skráð) 31.10.2009 kl. 15:54

138 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Kristinn átrúnaður er ekki orsök ófriðs í heiminum, en aftur á móti hafa mörg illmenni framið viðbjóðslega gjörninga en breytt yfir þá með trúarmerkjum, ekki ósvipað og talsmenn fíkniefna á Íslandi breiða yfir sinn áróður með tali um frelsi og slíkt.

Guðrún Sæmundsdóttir, 31.10.2009 kl. 16:01

139 identicon

Guð minn góður...

Þegar doctorinn og Tinna sameina krafta sína, áhugamál og hugsjónir, þá er nokkuð líklegt að málstaðurinn sé vægt til orða tekið vafasamur....

Má ég giska, er það eitthvað í líkingu við...hassið meinlaust, vesturlönd vond, kristni verri og Davíð það versta af öllu.

Talandi um steriotýpur... eflaust samt ágæt inn við beinið, eins og flestir eru.

runar (IP-tala skráð) 31.10.2009 kl. 16:43

140 identicon

Guðrún kristni er tól til að fremja viðbjóðslega gjörninga.. líka íslam.. þetta var búið til svo menn væru viljugir að fara í stríð, ekkert mál að deyja.. bla lba.
Það er ekki nokkur munur á guði þínum og sússa.. og svo Sússa Norður Kóreu og pabba hans.. þeir hafa sama status í Norður kóreu og þú setur á þinn ímyndaða guð

runar ruglar bara, ég sagði aldrei að hass væri meinlaust... ekki heldur vesturlönd, ekki að Davíð væri verstur af öllu...
Kanntu ekki að lesa drengur

DoctorE (IP-tala skráð) 31.10.2009 kl. 17:11

141 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Þú getur sumsé ekki fundið nein dæmi um þessar svívirðingar? Ég hélt ekki.

Nú fer ég að verða verulega reið. Ég krefst þess að þú hættir þessum árásum á heiðarleika minn og persónu og takir til baka orð þín um að ég sé siðlaus, illvirki og barnaníðingur (sem þú þrættir fyrir að hafa gert hér í innleggi  kl. 14:54, en viðurkennir svo kl. 15:30, og bætir þar með vísvitandi lygum við brot þín), "sölumaður dauðans" og "talsmaður fíkniefnadjöfulsins". Þú ættir að skammast þín fyrir að viðhafa svona orðbragð og dylgjur gegn mér og öðrum, sem hafa ekkert til saka unnið annað en að vera ósammála þér.

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 31.10.2009 kl. 18:43

142 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Tinna þú ert talsmaður fíkniefnadjöfulsins! þú ert að berjast fyrir lögleyfingu fíkniefna, ég tek ekkert til baka með það! og ég ligg ekki yfir svívirðingum þínum í minn garð á blogginu og held ekki neinar skrár yfir þær, ég kýs að fyrirgefa þér árásir þínar og dokksa í minn garð, en ég berst gegn þér í þínum viðbjóðslegu áætlunum.

Guðrún Sæmundsdóttir, 31.10.2009 kl. 18:59

143 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Ég hef ekki neinar svívirðingar í þinn garð, en ég get alveg byrjað núna...

Það er spurning hvor okkar er með viðbjóðslegar áætlanir: þú vilt að ólöglegir fíkniefnasalar fái áfram að selja börnum dóp - viðhalda stöðunni eins og hún er í dag. Ég vil stoppa fíkniefnasalana og þar með vernda börnin, auk þess að bæta slatta af tekjum í ríkissjóð með skattlagningu.

Ertu á prósentum hjá einhverri mafíunni?

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 31.10.2009 kl. 20:04

144 identicon

Guddi bjó til kannabis Guðrún... ef Guddi væri barnfóstra þá mynd hann skilja börnin ein eftir með heróín og byssur.. (Manstu eftir Eden)

Veistu Guðrún það eru ekki margir sem taka mark á jesúfríkum og bulli þeirra.. % þeirra minnkar með degi hverjum sem telur eitthvað vit í bókinni þinni

Disclaime
Það er enginn guð

DoctorE (IP-tala skráð) 31.10.2009 kl. 20:36

145 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Þvílík afneitun sem að þú ert í Tinna! Þið tvö skuluð fara með það inní draumana ykkar að áróður ykkar tveggja fyrir dópi getur orðið til þess að ungmenni leiðast útí fíkniefnaneyslu sem að í mörgum tilfellum eyðileggur líf þeirra eða verður jafnvel til þess að þau deyja af völdum þeirra, þetta eru verk Djöfulsins í hnotskurn, og þið eruð með þessum áróðri ykkar sölumenn dauðans.

Guðrún Sæmundsdóttir, 31.10.2009 kl. 22:53

146 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Þú þarft hjálp, Guðrún. Ég mæli með því að þú talir við sálfræðing - svona hugsunarháttur er ekki eðlilegur.

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 1.11.2009 kl. 05:04

147 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Tinna ég er einmitt að pæla í að leita mér hjálpar við að koma lögum yfir þig og aðra sem að auglýsa dóp hér á netinum með því að vísa í tilhæfulausar "rannsóknir" um skaðleysi eiturlyfja. Það er leikur einn að fletta upp öllum dópáróðri frá þér hér á netinu og það er kominn tími til að þú verðir látin svara fyrir hann í réttarsölum.

Guðrún Sæmundsdóttir, 1.11.2009 kl. 12:30

148 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Hvaða lög hef ég brotið?

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 1.11.2009 kl. 14:26

149 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

234. gr. Hver, sem meiðir æru annars manns með móðgun í orðum eða athöfnum, og hver, sem ber slíkt út, skal sæta sektum eða fangelsi allt að 1 ári.

235. gr. Ef maður dróttar að öðrum manni einhverju því, sem verða myndi virðingu hans til hnekkis, eða ber slíka aðdróttun út, þá varðar það sektum eða fangelsi allt að 1 ári.

236. gr. Sé ærumeiðandi aðdróttun höfð í frammi eða borin út gegn betri vitund, þá varðar það fangelsi allt að 2 árum.
Sé aðdróttun birt eða borin út opinberlega, enda þótt sakaráberi hafi ekki haft sennilega ástæðu til að halda hana rétta, þá varðar það sektum eða fangelsi allt að 2 árum.

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 1.11.2009 kl. 14:29

150 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Hér er aldeilis fjör...en mikið óskaplega er Guðrún nokkur Sæmundsdóttir gott og lýsandi dæmi um umburðarlyndi og náungakærleik þeirra sem nota trúarbrögðin sem vettvang fyrir ofstæki sitt og þröngsýni. Trúarbrögðin henta slíku fólki einmitt mjög vel, og hafa mikið aðdráttarafl fyrir slíka einstaklinga.

Það er því miður, fyrir Guðrúnu, ekki svo að það nægi að kalla sig trúaðan og stunda kirkjusókn. Ætli fólk að vera sannt í þeim boðskap að kærleikurinn fylgi trúarbrögðunum, þá þarf mikið að breytast. Einstrengingsleg og fordómafull afstaða þeirra sem kenna sig við trúarbrögð, en eiga enga sanna trú, er ekki bara þeim sjálfum til vansa, heldur undirstrikar einnig hræsnina sem er falin í trúarbrögðum.

Guðrún flettir algjörlega ofan af fordómum sínum og greinilegri þráhyggjuhegðun í skrifum sínum, hvort sem litið er á tilsvör hennar eða pistla, ég fylgist vel með hjá henni en fæ ekki að kommenta hjá henni, svo það hefur ekki verið hægt að ræða við hana...heigull er hún nefnilega líka, og svara alltaf rökum með skítkasti og stamkenndum frösum....

Tinna á heiður skilinn fyrir að takast á við það ÓMÖGULEGA verkefni að koma viti fyrir vesalings konuna....ekki sé ég neinn tilgang með því, en kannski tekst Tinnu það.

Haraldur Davíðsson, 1.11.2009 kl. 21:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband